blaðið - 21.12.2005, Síða 14

blaðið - 21.12.2005, Síða 14
14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 blaöi6 blaðið— Útgáfufálag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. TVEGGJA TURNA HJAL Síðastliðin ár hafa íslenskir stjórnmálaskýrendur margir hverjir velt því fyrir sér hvort dagar fjórflokkakerfisins væru á enda, hvort íslensk stjórnmál myndu framvegis einkennast af „turn- unum tveimur" - Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu - og jafnvel að innan seilingar væri tveggja flokka kerfi. Þessar vangaveltur voru ekki úr lausu lofti gripnar. Samfylkingin hafði alla burði til þess að vera stór flokkur vinstra megin við miðju stjórnmál- anna, sem veitt gæti Sjálfstæðisflokknum verðuga samkeppni. Ný skoðanakönnun IMG Gallup sýnir að Samfylkingin nýtur aðeins stuðnings 25,3% Reykvíkinga, en höfuðborgin hefur verið höfuðvígi flokksins og formanns hans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Miðað við síðustu þingkosningar lætur nærri að þriðji hver kjósandi Samfylkingar- innar hafi-snúið við flokknum baki. Að því leyti er tómt mál að tala um turn þegar Samfylkingin er annars vegar. Á hinn bóginn virðist Sjálfstæð- isflokkurinn hafa bætt við risíbúð ofan á sinn turn og mælist með 55% stuðning Reykvíkinga. En jafnvel þó svo vígstaðan í dag væri ekki með þessum hætti væri hjalið um turnana tvo markleysa ein. Stjórnmál snúast ekki um skoðanakann- anir, heldur eru þær einungis mælitæki. Á endanum snúast stjórnmál um skoðanir og fólk og eina marktæka niðurstaðan um stuðning borgaranna fæst í kosningum. Getur nokkur haldið því fram með haldbærum rökum að átakalínur ís- lenskra stjórnmála liggi á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar öðrum fremur? Þegar litið er til veigamikilla málaflokka, hvort sem er í Reykjavík eða landinu öllu, má fremur halda því fram að þær liggi á milli Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks annars vegar og Vinstri grænna hins vegar. Afstaða Samfylkingarinnar í höfuðviðfangsefnum stjórnmálanna er ekki skýrari en svo að mönnum veitist nær ómögulegt að staðsetja hana. Fyrrnefnd skoðanakönnun IMG Gallup bendir til þess að í Reykjavík hald- ist Vinstri grænum vel á sínu fylgi og geti enn bætt við sig. Þar ræður skýr stefna flokksins vafalaust miklu um. Þá er ekki síður athyglisvert að þar eru teikn um að framsóknarmenn séu að snúa vörn í sókn, að því er virð- ist í krafti ungs og fersks frambjóðanda, Björns Inga Hrafnssonar. Það skyldi þó ekki vera að kjósendur kærðu sig enn um frumlegar hug- myndir og frambærilegt fólk? En turnarnir, þeir standa ekki lengur en þeir gerðu í Babel forðum, sérstaklega þegar hver talar sinni tungu, sumir tveimur og enginn skilur neitt. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is. frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Canon Ixus zoom T 5.0 milljón pixlar 2,4x opliskur aödráttur video með hljóöi 16 tökustillingar | 1,8" skjár Kodak V530 Tengivagga og hleöslurafhlaða fylgir 5,0 milljón 3x optískur aðdráttur "on screen myndvinnsla" 20 tökustillingar 2.0" skjár Samsung L-50 hleðslurafhlaða fylgir btdu og 5,0 milljón pixlar 3 x opiskur aðdrátfur Video með hljóði einföld og þœgileg 2,5" skjár Hleðslutœki og hleðslurafhlaða fytgir *meö þessu b minniskort fylgir m vélum á meöan byrgöir endast Álfabakka 14 - 557 4070 www.myndval.is Tí-títot, wú in bátvi to vm oe sja táoRt Getí mtírn FVríE MÉR flp Gl/b sé Til! Wýtt ár með Vinstri grænum Framundan er jólahátíð en líka kosn- ingavetur og kosningavor. Þar gefst okkur vonandi tækifæri til að skerpa meginlínur og leggja grunn að öfl- ugri félagshyggjustjórn í Reykjavík- urborg á næsta Ícjörtímabili. Vinstra fólk í borginni, femínistar og um- hverfisfólk á nú skýran valkost í V-listanum. Akurinn sem R-listinn skilur eftir gefur okkur tækifæri til að sá fjölda fræja í frjóan svörð. Nú er að skoða fræin, flokka þau og nýta sérjarðveginn sem bíður. Línur skýrast, óháðir verða háðir, fulltrúi breiðfylkingar félagshyggjuaflanna í borginni verður bundinn flokki, ráðu- neyti senda út snöfurmannleg og hönnuð, brosandi framboð sem samstundis afneita uppruna sínum og tengslum við afleita rík- isstjórn. Stóri hægri flokkurinn býður fram hugmyndalítill en hress, frambjóðendur allnokkrir af sjaldséðu kyni, syngjandi odd- viti og kátur skemmtikraftur í valnum. Borgarbúar sjá fram- boðin ganga fram fyrir tjaldið eitt af öðru, Vinstri græn búin að kjósa í sín efstu sæti, ekkert auglýsingaskrum þar, létt, leik- andi og hratt. V-listinn verður svo kynntur í fullri lengd á félags- fundi 5. janúar. Gleðileg jól? í aðdraganda jólanna erum við minnt á það hversu brýnt er að muna eftir því að hægja á okkur, slaka á neyslubrjálæðinu og draga úr kapphlaupinu. Tíminn með börn- unum, vinunum, hvert öðru, róin og kjarninn skiptir máli og rifjast upp mitt i ösinni, kösinni, ljósunum og posunum. Ekki er síður brýnt að muna eftir því að fyrir marga eru jólin erfiður tími. Ef ekki er nóg milli handanna, ef fólk á við veikindi, fötlun, einsemd eða fátækt að stríða. Það er samfélagsins að tryggja öllum rétt á lífi með reisn og möguleikanum á sjálfsvirð- ingu. Þessi skylda samfélagsins verður enn ljósari þegar nálgast jól. Fjöldi fólks hefur ekki nóg til hnífs og skeiðar, er gert að lifa á smánarupphæðum sem eru undir fátæktarmörkum, sama við hvaða mælikvarða er miðað. Fyrir þetta fólk er jólin erfiður tími, tími vonbrigða og depurðar. Fjöldi barna býr sömuleiðis við erfiðar aðstæður, líka í Reykjavík, höfuðborginni okkar. Fyrir umhverfi, lýðræðið og fólkið Hinir þungu og krefjandi hags- munir eru gjarnan hagsmunir fjár- magnsins, neyslunnar, þeirra sem nóg eiga fyrir. I samfélagi markaðar og neysluhyggju er litið á þessa hags- muni sem mikilvægari og sterkari. Heilu stjórnmálaöflin og kátir fram- bjóðendur hafa þar að auki tekið að sér að gæta sérstaklega hagsmuna þeirra aðila sem þegar hagnast á lög- málum markaðarins, geta keypt sér öryggi, forréttindi. Stjórnmálafólk með hugsjónaeld i augum, titrandi af réttlætiskennd talar um réttinn til að kaupa sér forréttindi, eins og um mál málanna sé að ræða. Mikil- vægast af öllu sé að fólk geti keypt sér stærra, meira, fleira og oftar. Við slíkar aðstæður þarf flokk sem stendur vörð um rödd þeirra hagsmuna sem eru fyrir borð bornir þegar þungi markaðarins eykst og varðhundar valds og fjár- magns hefja sinn söng. Þetta eru hagsmunir umhverfis, lýðræðis- ins og fólksins. Borgin á að vera fyrir alla, sameign en ekki mark- aðstorg þeirra sem þegar njóta forréttinda. f umhverfi yfirboða, neyslu og skrums þarf að huga sérstaklega að innihaldinu, kjarnanum, rónni. Þar er andi réttlætisins, samhygð- arinnar og hlýjunnar. Sá andi á líka heima í stjórnmálunum því stjórnmálin fjalla um það hvernig við viljum skipta auðnum og stjórna samfélaginu. Stjórnmálin fjalla ekki bara um hugsjónir og sýn heldur líka verkefni, forgangsröð og vinnu- brögð. Þetta er gott að hafa í huga þegar ljósið sigrar skammdegið. Höfundur er í 1. sœti á lista Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Enn á ný hefur DV farið ótroðnar slóðir I blaða- mennsku sinnl. f fyrradag varþvíslegið uppáforsfðu að jólasveinninn væri ekki til, en sfðan mátti raunar lesa að þarværi vitnað til síra Flóka Kristins- sonar, sem hafðl lýst þessari skoðun þegar ung sóknarbörn spurðu. Þarna fannst mörgum meira en nóg aö gert hjá DV, en í gær stígur Jónas Kristjánsson skrefið til fulls og ritar leiðara undir fyrirsögnlnni „Jólasveinninn er ekki til". Þar rekur hann rök fyrir þessarí afstöðu blaðsins og lýkur leiðaranum á þv( að börnin eigi heimtingu á að vita sannleikann f málínu. Jamm, DV hlffír sko engum! Klippara þóttu það nú ekki mikil tíðindi að Dagur Bergþóruson Eggertsson tilkynnti um framboð sitt f prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgar- stjórnarkosningarnar I vor. En hins vegar vakti slagorðiö hjá Degl athygli: „Nýja Reykjavik: kraftmikil, skemmtlieg, örugg, heilbrigð". Gat það virkilega ekki verið aðeins lengra? Þetta er fullhnitmiðað og skýrt hjá honum. Hltt er svo annaö mál að Dagur skuldar borgar- búum skýringar á hring- landa sínum f pólitfk og framboðsmálum. Ekki er langtsfðanaðhannvarsvo óháöur að hann mátti vart heyra á aðra flokka minnst án þess að fá aösvif. Og þó hann lýsti yfir stuðningi við tiltekinn frambjóðanda í for- mannskjöri Samfylkingarinnar tók hann skýrt fram að hann væri enn óháður og alls ekki á leið inn f Samfylkinguna. Sfðan lýsti hann þvi yfir að hann væri að hætta f pólitík og tók því vfðs fjarri að hann gengi i Samfylkinguna til frekari metorða. En allt þetta virðist hafa breyst á mettíma. Sem minnir óneitanlega að- eins á pólitfska guðmóður hans, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Gárungarnlr segja aö þau Dagur og Ingibjörg geti ekki einu sinni pantað sér pizzu lengur, sfmsvar- arnir spyrji á móti hvort þau hætti ekki bara við þegar flatbakan erá leiðinni!

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.