blaðið - 21.12.2005, Síða 18

blaðið - 21.12.2005, Síða 18
18 I VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 blaAÍÖ Eru allir femínstar með krikaloð og Harry Potter Klippingu? Karlmenn hafa rétt á að sýna tilfinningar sínar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, erfélagi í ungliðahreyfingu Femínistafélags íslands. Hún er ein afþeim sem dreifa Krónu konunnar íþjóðfélaginu. Steinunni langar til að hrœra í kynjakerfinu eins og hún kallar það. Hún þekkir stráka sem vilja það líka. Margrét Hugrún Gústavsdóttir tók hana tali. Hvers vegna kallarðu þig Gyðu- og Guðjónsdóttur? ,Þetta er eitthvað sem ég tók upp þegar ég var bara smákrakki, kannski í níu eða tíu ára bekk. Ég var með einhverja pælingu í gangi af hverju börn væru bara dætur feðra sinna en ekki mæðra og þá tók ég bara upp á þessu að kalla mig Gyðu -og Guðjónsdóttur. Það má ætla að ég hafi verið í femi- nískum pælingum þegar ég var barn þó það hafi verið mjög ómeðvitað. Fólki finnst þetta mjög óvenjulegt svona almennt, enda eru nýjungar oft framandi, en þegar það venst þessu þá finnst því þetta bara hið besta mál.“ Hvernighefur gengið að dreifa Krónu konunnar? ,Það hefur gengið ofsalega vel. Upp- haflega vorum við með þúsund merki sem seldust á innan við viku. 1 sömu viku afhentum við forsætis- ráðherra merkið og höfðum sam- band við nokkra fjölmiðla sem gerðu þessu skil. Nú erum við búnar að fá nýja sendingu af krónum og erum að bíða eftir að bæklingurinn komi úr prentun. Krónurnar eru til sölu í Hljómalind en við stefnum á að koma merkinu í fleiri búðir, svona þegar við erum búnar með prófin." Hvað kom til aðþiðgerðuðþetta? ,Síðastliðið sumar hittust meðlimir ungliðahreyfingar Femínistafélags- ins vikulega í þeim tilgangi að fá hugmyndir að einhverju sem gæti lagt málstaðnum lið. Við vildum vera með aðgerðir og vissum að kvennafrídagurinn væri í vændum. Aðalháherslan á kvennafrídaginn var á launamun kynjanna og hvað væri til ráða í þeim efnum. Við erum náttúrlega ungliða- hópur og ungt fólk hefur vanalega spáð lítið í þennan launamun, enda búið að vera í skóla alla ævi nánast og ekkert að vinna neitt að ráði. En auðvitað kemur okkur þetta við af þvi við stefnum á atvinnu- markaðinn á endanum. Það má kalla þetta fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir okkur sjálfar. Króna konunnar kemur reyndar upphaflega frá Finnlandi, enda er þetta alþjóðlegt vandamál. Við fórum í það að fá leyfi frá Seðlabank- anum til að nota íslensku krónuna í þessum tilgangi. En þetta eru samt ekki alvöru krónur heldur bara af- steypur,“ segir Steinunn og hlær. Og nú stendur til að halda þessu áfram? ,Já, markmið okkar er að hafa þessa krónu í umferð áfram. Við seljum hana á táknrænu verði, rétt til að eiga upp í kostnað og framleiða fleiri krónur. Hvað þennan 35% launa- mun varðar þá höfum við hingað til miðað við skattskýrslur og tekið mið af þeim. Þar getur maður séð launa- muninn svart á hvítu, bæði hjá fólki sem vinnur hjá ríki og borg, í heil- brigðisgeiranum og á einkamarkaði. Þetta er vissulega stærra úrtak en það sem VR gerir og niðurstöður okkar sýna fram á að það er raun- verulega 35% munur á launum fólks eftir því hvort það er fætt karl eða kona. Þetta er náttúrlega ekki hægt að sætta sig við og því stefnum við á að hafa krónu konunnar í umferð þar til skattskýrslur sýna fram á að við getum hætt að framleiða hana.“ Nú ert þú í ungliðahreyfingu Femín- istafélagsins, eru strákar í félaginu Itka? „Já, það eru strákar í hópnum. Þeir eru reyndar hlutfallslega færri en stelpurnar en engu að síður eru þeir virkir. Þetta eru strákar sem hafa verið að pæla í þessum málum og vilja leggja málstaðnum lið. Þeir líta á þetta frá nokkurn vegin sama sjónarhorni og við stelpurnar. Við höfum öll pælt töluvert í uppeldi á strákum og stelpum, hvernig uppeldi stefnir okkur í fyrirfram ákveðna hegðun. Ég held að ég megi fullyrða að við sem erum í hópnum höfum öll áhuga á að hræra í kynja- kerfinu. Breyta því hvernig við erum öll mótuð í stöðluð hlutverk karla og kvenna. Baráttan fram til þessa hefur þó að mestu leyti snúist um að rétta hlut kvenna og strákarnir sjá hag sinn í þvi,“ segir Steinunn ákveðið. Sjá strákarnirfleiri ástæðurfyrirþví að leggja baráttunni lið? „Þegar launamunur kynjanna er greindur kemur í ljós að konur vinna oftast styttri vinnudaga en karlar. Ástæðan fyrir því að við tökum þennan mun ekki með inn í 35% töluna, er sú að þegar konur klára vinnudaginn á vinnumarkaðnum fara þær heim til sín og halda áfram að vinna. Vinnan heima fyrir er ólaunuð á meðan karlar eru lengur á skrifstofunni og fá jafnvel borgað fyrir yfirvinnu. Strákarnir í Femíni- stafélaginu hafa tekið þetta með inn í myndina, að þeir fái sama skerf af fjölskyldulífi og barnauppeldi og konur. Þeir eru til í að breyta hegð- unarmynstri sínu sem „karlmenn" og breyta hlutverkum sínum í átt að jafnræði. Vandinn er nefninlega enn sá að karlar hafa ekki tekið að sér hefðbundin kvennastörf á sama hátt og konur hafa gengið í karlastörf.” Áður en femínistafélagið var stofnað var margt fólk sem vissi ekki hvað orðið femínisti þýddi og ruglaði því jafnvel saman við femin.is. ímynd femínista almennt hefur verið tölu- BlaÖiÖ/SteinarHugi vert bundin við þetta félag og þær skoðanir sem það læturfrá sér opin- berlega. Oftar en ekki hefur félagið mætt andúð og ímynd félagsins jafn- velfengið á sig neikvæðan stimpil. „Já, ég hef mikið hugsað um ímyndina og þetta umtal. Orðræðan kemur op- inberlega mest fram á Netinu og ég verð nánast ekkert vör við þetta fyrir utan það og ég held að neikvæðnin sé að miklu leyti ótti við breytingar. Það að hræra upp í kynjakerfi er vissulega róttæk breyting og eðlilegt að mörgum ói við að brey ta mörg þús- und ára hegðunarmynstri. Hræðsla karla við femínisma almennt snýst kannski um ótta við að missa forrétt- indi. Eins og til dæmis ef laun þeirra yrðu lækkuð um leið og laun kvenna væru hækkuð. Persónulega tel ég að þeir þurfi ekkert að óttast. Þegar jöfn staða næst þá hafa þeir ekki lengur þetta forskot sem þeir fá ókeypis með því að fæðast sem karlar. Það eru líka réttindi fyrir karla að fá að sinna sínu heimili og gera það almennilega. Eins losna þeir við alla þessa vitleysu um að karlmenn megi ekki hafa til- finningar og tjá þær eins og konur mega gera.“ Það hefur líka borið mikið á því, á Netinu og víðar, að félagar í Femíni- stafélaginu tjái sig um skoðanir sínar á kynferðismálum og klámi. Klám er loðið hugtak sem ekki allir skilgreina eins, og það sama má segja um kynferðislega niðurlœgingu. Sumir hafa dregið afþessu þá ályktun að femínstar séu leiðinda kerlingar sem hafa engan áhuga á því sem er skemmtilegt. Einskonar fúlir siða- postular. Finnst ykkur ekki erfitt að eiga við þessi mál á opinberum vettvangi? „í Femínistafélaginu höfum við gert okkar skilgreiningu á orðinu „klám“ og í okkar merkingu þá er þetta ljótt orð sem við notum þegar kynlíf og ofbeldi, eða niðurlæging fara saman. Klám annarsvegar, og erótík eða myndir af kynlífi hinsvegar, er ekki það sama i okkar skilgreiningu. Við höfum ekki tekið að okkur það hlutverk að ætla að segja fólki hvað það má og hvað það má ekki gera í sínu einkalífi og höfum í raun engan áhuga á því hlutverki. Hins- vegar eru margir sem vilja tengja okkur við svoleiðis leiðindi og leggja okkur þannig orð í munn.“ Eruð þið með eitthvað nýtt á stefnuskránni? „Okkur hefur dottið í hug að kort- leggja kvenkynssöguna, enda höfum við öll lært mannkynssög- una og vitum að hún fjallar að mestu um karla, kónga, trúar -og stjórnmálaleiðtoga og stríð þar sem karlmenn eru alltaf í forgrunni og konur gegna hlutverkum statista og aukaleikara. Okkur langar til að saga kvenna, bæði íslensk og erlend, komi betur fram. Að við fáum að öðlast meiri þekkingu á sögu þeirra og stöðu í þjóðfélaginu, en eins og allir vita eru konur líkt og óhreinu börnin hennar Evu á spjöldum sög- unnar og það sama má segja um fjölmiðla í dag, en nýjar rannsóknir sýna fram á að konur fái 30% athygli á meðan karlar fá 70%. Það er enn langt í land,“ segir þessi unga dugn- aðarkona að lokum. margret@bladid. net JÓLAGJÖFIN HENNAR. -VEPÍdlsfinn. v/Laugalæk • sími 553 3755

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.