blaðið - 21.12.2005, Síða 20

blaðið - 21.12.2005, Síða 20
20 I HEIMILI MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 bla6ÍA Gleðin í smáu Litríkt og heillandi Litríkt, heillandi og skemmtilegt. Ef skoðað er úrval búðarinnar Sipu á Laugavegi koma þessi orð helst upp í hugann. Búðin er uppfull af öðruvísi, skemmtilegum hlutum aukinheldur sem ekki má gleyma blessuðu Barbapapadótinu sem vekur upp góðar minningar. Slagorð búðarinnar er gleðin í smáu og á það einkar vel við. Núverandi eigendur Sipa eru Kristín Stefánsdóttir og Hjörleifur Hall- dórsson en þau hafa einungis rekið búðina í rúmlega tvo mánuði. „Við höfum rekið fyrirtæki sem heitir cul8r og höfum til dæmis verið að flytja inn Barbapapadót. Nú heitir fyrirtækið cul8r en verslunin heitir Sipa. Það er nóg að gera, ég held ég hafi aldrei verið svona upptekin á æv- inni,“ segir Kristín hlæjandi. „Þetta er mjög gaman og við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Ég er iðjuþjálfi og Hjörleifur er verkfræðingur, við erum því að gera eitthvað allt annað en við erum vön. Það er áhugi á formi og hönnun sem rekur okkur út í þetta. Ásamt því að eignast börn, því þá opnast einhverjar víddir og maður horfir á hlutina með öðrum augum. Við höfum það einmitt að leiðarljósi í fyrirtækinu, við viljum hafa skemmtilegar barnavörur og við viljum að það sé þægilegt að koma inn í verslunina okkar.“ svanhvit@vbl.is Fallegur bolur sem sýnir þessa skemmtilegu fjölskyldu, Barba- papana. Bolurinn kostar 2000 krónur. Lodger Wrapper ung- barnateppin eru úr hágæða flísefni. Teppin eru tvöföld og hægt er að pakka barn- inu inníteppið líkt og í kerrupoka. Ungbarnateppið kostar 5900 krónur. Glæsilegur uppþvottabursti sem gerir uppvöskunina eflaust þeim mun skemmtilegri. Burstinn kostar 850 krónur. Sniðugur koddi sem er þéttsetinn merkimiðum. Koddinn er mjög örv- andi fyrir fínhreyfingar smábarna og kostar 2100 krónur. Flottir snagar þar sem Barbavís, Barbafín og Barbaljóð haldast í hendur. Hver snagi er um það bil 10 sm hár, 7 sm hár og 7 sm breiður. Snaginn kostar 4500 krónur. Öryggisbúnaður þarfað vera í lagi Hátt 190 íbúðir skemmast vegna kertabruna um áramót Það skal því aldrei skilja við logandi kerti í mannlausu herbergi eða þegar farið er að heiman. Þótt jólin og áramótin séu oftast boðberi gleði og hamingju geta óhöppin allt eins átt sér stað þá sem og aðra daga. Reyndar er það svo að hátíðin er sá árstími sem flestir brunar vegna kertaskreyt- inga verða enda eru þær á nánast hverju heimili. Kertabrunum hefur fækkað umtals- vert undanfarin þrjú ár en samt sem áður má reikna með að 60-90 íbúðir skemmist vegna kertabruna um jól og áramót samkvæmt Einari Guðmundssyni, forvarnarfulltrúa Sjóvá. Ekki einungis getur þetta valdið röskun yfir hátíðirnar heldur má líka búast við einhverju fjárhags- tjóni, sérstaklega þegar litið er til þess að einhver hluti heimila séu með ótryggð innbú. Blómaverslanir hafa útbúið öruggari kertaskreyt- ingar í auknum mæli, til dæmis með því að sprauta eldvarnarefni á þær eða nota kramarhús eða aðrar und- irstöður sem gera það að verkum að kertaloginn geti aldrei náð niður í eldfimar skreytingar. Þó ber að hvetja þá sem búa til sínar eigin kertaskreytingar að hafa þær sem ör- uggastar þannig að líkur á íkveikju séu sem minnstar. Kertaskreytingar eiga aldrei að vera á rafmagnstækjum Gæði kerta eru misjöfn og það eru þekkt tilfelli þar sem kerti hafa brunnið niður á skömmum tíma öllum að óvörum. Það skal því aldrei skilja við logandi kerti í mann- lausu herbergi eða þegar farið er að heiman, jafnvel þó það sé aðeins í stutta stund. Auk þess þarf ætíð að huga að staðsetningu aðventu- skreytinga. Varast ber að setja þær nálægt opnum glugga þar sem drag- súgur getur haft áhrif á brunatíma kertanna auk þess sem eldur getur læst sig í gluggatjöld. Undirstaða kertaskreytinga þarf að vera traust ogþola hita. Það má aldrei láta kerta- skreytingar á rafmagnstæki, eins og sjónvörp, sem gefa frá sér hita. Kerta- skreytingar eiga ævinlega að vera úr seilingarfjarlægð barna en auk þess þarf að fræða börnin um hættur sem fylgja kertum. Slökkvitæki og slökkvi- teppi á hvert heimili Það er nauðsynlegt að reykskynjar- inn sé alltaf í lagi og hann ætti að vera í öllum svefnherbergjum og í öðrum vistarverum. Æskilegt er að skipt sé um rafhlöður fyrir jólin svo allt sé örugglega í lagi. Auk reyk- skynjara þurfa slökkvitæki að vera til á hverju heimili sem og slökkvi- teppi. Slökkvitæki þarf að yfirfara reglulega og allir á heimilinu þurfa að kunna að beita þeim. Slökkvi- teppin eru mjög einföld í notkun og geta kæft eld á byrjunarstigi. Fyrir þá sem eiga ekki reykskynjara, slökkvitæki eða slökkviteppi er ekki seinna vænna en að fjárfesta í þeim þar sem allur öryggisbúnaðar þarf alltaf að vera í lagi. Á heimasíðu Sjóvá www.sjova.is má sjá ráðlegg- ingar varðandi kaup á reykskynj- urum og slökkvitækjum. Hverju þarf að huga að í meðhöndlun kerta? 1. Farið aldrei frá logandi kerti. 2. Ekki hafa kerti eða skreytingar þar sem lítil börn ná til þeirra. 3. Hafið kerti og skreytingar í góðri fjarlægð frá opnum gluggum, gardínum eða öðru sem lent getur í kertaloganum. 4. Festið kertin vel í skreytinguna 5. Kerti eru misfljót að brenna niður. Fylgist vel með þeim. 6. Notiðhelstöruggarkertaskreyt- ingar, t.d. kramarhús með sprittkertum. 7. Ef kertið stendur upp úr brenn- anlegri skreytingu, þá ætti að sprauta eldtefjandi efni á skreytinguna. 8. Skiptið um kerti áður en það brennur niður að skreytingunni. 9. Hafiðeldfastaundirstöðuundir skreytinguna. 10. Ekki setja kertaskreytingar á rafmangstæki sem geta hitnað. <Ae Sendu eina fyrirsögn úr Blaðinu í dag á holar@vbl.is og þú gætir eignast eintak af bókinni Karlar ljúga, konur gráta. Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur blaðiða BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.