blaðið - 21.12.2005, Page 39

blaðið - 21.12.2005, Page 39
blaðið MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 ÍPRÓTTIR | 39 Dansað í Finnlandi Dansparið Björn Ingi Pálsson og Hanna Rún Óladóttir frá Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar lentu í ío. sæti í suður amerískum dansi í flokki unglinga í Norður Evrópu- meistarakeppni í dönsum sem fram fór í byrjun desember í Turku í Finnlandi. í standard dönsum hreppti parið sautjánda sæti. Það má með sanni segja að Björn Ingi og Hanna Rún hafi með þessum ár- angri sannað gildi sitt sem eitt af okkar sterkustu afrekspörum í sam- kvæmisdönsum í unglingaflokki. 1 nóvember s.l. unnu þau glæsilega á Lottó danskeppninni sem haldin er af Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar og sigruðu báðar greinar með miklum yfirburðum. Stefnan er nú sett á íslandsmeistaramót hér heima í byrjun febrúar og síðan um miðjan febrúar fara þau til Kaupmanna- hafnar og keppa þar einnig fyrir Islandshönd í Köbenhagen Open keppninni. 1 mars verður síðan keppt í ío samkvæmisdönsum hér á fslandi en þá er gefið fyrir saman- lagðan árangur ío dansa. Um pásk- ana munu þau þeytast um keppnis- gólfið í Blackpool. Alþjóða knattspyrnusambandið: Baráttan gegn kynþátt- arfordómum harðnar FIFA (alþjóða knattspyrnusam- bandið) tilkynnti í gær róttækar aðgerðir er varðar baráttuna gegn kynþáttarfordómum í knattspyrn- unni. Þar segir að í framtíðinni geti lið átt á hættu að missa stig og eða verið rekin úr keppni ef upp koma ólæti áhangenda liðsins í leik. Núverandi reglur er ekki eins rót- tækar en þær segja að félög geti átt á hættu að leika fyrir luktum dyrum og eða að fá sekt vegna kynþáttar- fordóma. Sepp Blatter forseti FIFA sagði í gær að sektarákvæðum sem beitt hefði verið hingað til sé einfald- lega ekki nóg og það finnist alltaf einhver til að borga sektina. Strax í janúar-mánuðinæstkomandiverður byrjað að fara eftir þessum ábend- ingum FIFA og sérsamböndum víðsvegar um heim verður gert kunnugt um þessar reglubrey tingar. „Þetta þýðir einfaldlega að stig verða tekin af liðum vegna kynþáttarfor- dóma, og þá gætu lið verið dæmd niður um deild, leikbönn og jafnvel brottrekstur úr keppni“ sagði Sepp Blatter um þessa reglugerð hjá FIFA sem þykir ansi hreint róttæk. Eitt er þó víst að eitthvað verður að gera því kynþáttafordómar hafa aukist á knattspyrnuvöllum og síðastlið- inn mánudag var ítalski leikmaður- inn Paulo Di Canio dæmdur í eins leiks keppnisbann og 7000 sterlings- punda sekt fyrir að heilsa I tveimur leikjum með nasistakveðju. Dómur ítalska knattspyrnusambandsins þótti vægur og ljóst er að Di Canio sleppur ekki svona vel ef hann ákveður að gera þetta aftur. Mikið hefur borið á kynþáttarfordómum á ítölskum og spænskum knatt- spyrnuvöllum í ár og allt síðasta keppnistímabil og ef eitthvað hefur verið, þá hefur þetta aukist frekar en minnkað. Liðin hafa verið beitt sektarákvæðum sem virka ekki sem skyldi og því ber að fagna þessu framtaki forseta FIFA. Hæ hó, guð minrt almáttugur: salurinn lá, hlátursgusurnar voru ómældar og menn svöruðu glaði spurningum um ákveðið líffæri. Er ekki í lagi með þessa þjóð? Elísbet Brekkan, DV. Einstaklega fyndið! Fréttablaðið. „... bæði fræðandi og bráðfyndinn. “ Svarthöfði, DV. „Samband Auðuns við salinn var gott, það er kraftur og snerpa í flutningnum. “ Þorgeir Tryggvason, Morgunblaðið SÝNINGAR Annan í jólum Sýning hefst kl. 24:00 Miðnætursýning á NASA - Örfá sæti laus Þriðjudaginn 27. des. Sýning hefst kl. 20:30 Kaffi Krokur Sauöárkróki Fimmtudagin 28. des. Sýning hefst kl. 20:30 NASA við Austurvöll - Orfá sæti laus Föstudaginn 29 . des. Sýninq hefst kl. 20:30 NASA við Austurvöll - Örfá sæti laus Miðasala í verslunum SKÍFUNNAR og á IHfrfl lS n n uu-s

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.