blaðið - 03.01.2006, Page 12
121 NEYTENDUR
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 blaöiö
Essó, Skeljungur og Olís
hœkkuðu verð á bensíni i gœr
Orkan með lœgsta verðið þessa vikuna
Essó, Skeljungur og Olís hækk-
uðu í gær verð á hverjum lítra af
bensíni um 1,50 krónur á lítrann.
Ástæða þess er hækkun á heims-
markaðsverði. Eftir breytinguna er
algengasta verð í sjálfsafgreiðslu á
bensínstöðvum Essó á höfuðborgar-
svæðinu 109,80 á 95 oktana bensíni
og 107,80 krónur á disilolíu.
Orkan heldur áfram að vera með
lægsta verð á 95 oktana bensini, eða
106,8 krónur. Fast á hæla þeirra eru
bensínstöðvar Atlantsoliu, Egó og
ÓB sem selja bensínlítrann á 106,9
krónur á öllum afgreiðslustöðvum
sínum. f ljósi bensínhækkana Essó,
Skeljungs og Olis í gær er verð á 95
oktana bensíni hæst hjá þessum
aðilum. Á öðrum bensínstöðvum
stendur verð milli vikna i stað á
öllum bensínstöðvum. Munur á
ódýrasta og dýrasta bensínlítranum
þessa vikuna er 3 krónur.
Hugi Hreiðarsson markaðsstjóri
hjá Atlantsolíu segir fyrirtækið ekki
hafa ákveðið að hækka verð hjá sér
í bili og segir að fyrirtækið miði að
því að halda bensínverði niðri. „Við-
skiptavinir okkar eiga einnig kost á
því að fá dælulykil og með honum
lækkar okkar verð um krónu á Utr-
ann. Lykilinn má nálgast á vefsíðu
Atlantsolíu. Með dælulyklinum
kostar bensínlítrinn 105,90 krónur
Hverjij i era ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíns
AO Sprengisandur 106,90 kr. Kópavogsbraut 106,90 kr. Óseyrarbraut 106,90 kr.
óeGO Vatnagaröar 106,90 kr. Fellsmúll 106,90 kr. Salavegur 106,90 kr.
(0) Ægissfða Borgartún 109,80 kr. Stóragerði 109,80 kr.
en til samanburðar má geta þess
að listaverð hjá Skeljungi er 114,80
krónur. Þarna munar 8,9 krónum
á lítranum sem er verulegur munur
fyrir neytendur."
Essó heldur áfram að styrkja góð
málefni og er einn styrktaraðili
Rauða kross fslands og hefur unnið
að verkefni sem snýr að því að auka
þekkingu á skyndihjálp meðal lands-
manna. Bæklingur um skyndihjálp
er nú dreift á nær öllum helstu Essó
stöðvum. Boðið verður upp á skyndi-
hjálparnámskeið til almennings en
einnig er boðið upp á sérstakt tilboð
á námskeiðinu til
janúar og febrúar.
safnskorthafa í
Hátt gengi krónunnar œtti að
skila sér í lœgra matvöruverði
Mestur hasarinn í kringum matvöruverð á síðasta ár
,Mikfar sviftingar hafa verið á mat-
vöruverði á síðasta ári og lækkuðu
matvæli almennt fram á mitt ár en
fóru þá að hækka aftur“, segir Henný
Hinz verkefnisstjóri verðfagseftirlits
ASÍ. „Á tímabiii var mjólkin gefins
í sumum verslunum en það gagnast
neytendum mjög skammt og lágt verð
tii lengri tíma er það sem skiptir máli.
Samkvæmt töium frá Hagstofúnni
var vísitala neysluverðs fyrir mat og
drykk 3,1% lægri í janúar 2005 en í des-
ember 2005.“
Henný segir mikilvægt að hafa í
huga að gengi krónunnar hefur verið
mjög sterkt undanfarið og því eðlilegt
að það skili sér í lækkun á matvöru.
,Þó svo að hasarinn hafi verið mestur
á matvörumarkaðnum á síðasta ári
Quizrios Sub
„GLÓÐAÐUR
Salat mað heitu hjðtl
TQDP “ 679 kr.
kemur olíuverð líka alltafvið heimilin.
Það sem skiptir máli til að halda verð-
lagi niðri er virkt verðlagseftirlit eins
og ASÍ hefur kappkostað að gera.“
Það sem gæti komið neytendum
til góða á þessu ári er að nú geta neyt-
endur valið sér raforkusala. Ymsir raf-
orkusalar voru þegar búnir að senda
viðskipavinum sínum tilkynningar
þar sem þeir gera þeim ákveðin til-
boð. Vonandi tekst þetta vel þó svo
þetta komist ekki í gang fyrr en með
vorinu.“
Varhugavert að læsa neytendur inni
Nú byrjar nýtt ár með fögrum
fyrirheitum og margir ætla að
kaupa sér likamsrœktarkort. Það
vekur athygli að betri kjör á kortum
bjóðast því lengur sem fólk bindur
sig á líkamsrœktarstöðvum, hvaða
áhrifhefur þetta?
„Það er nauðsynlegt að fólk sé með-
vitað um þetta og kanni hvað það
kostar að losa sig undan samningum
ef aðstæður breytast. Það eru ekki
aðeins líkamsræktarstöðvar sem gera
neytendum slík tilboð. Hjá Símanum
verður fólk t.a.m. að binda sig í eitt
ár þegar það kaupir ADSL tengingu.
Það sem getur verið varhugavert er að
læsa neytandann inni í langan tíma
og það getur komið sér illa ef annar
samkeppnisaðili býður betur", segir
Henný og hvetur ney tendur til að vera
áverði.
hugrun@bladid. net
Jóhannes Gunnarsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna
BlaÖiÖ/Steinar Hugi
Stjórnvöld beiti
sér fyrir lægra
verði á matvörum
Hvernig var síðasta ár fyrir íslenska
neytendur? Margir kvarta yfir
hærra matarverði og bensínverð er
með því hæsta sem gerist í veröld-
inni. Svo eru útsölurnar framundan
og þar geta allir gert góð kaup, eða
hvað? Blaðið ræddi við Jóhannes
Gunnarsson framkvæmdastjóri
Ney tendasamtakanna til að taka
púlsinn á liðnu ári og heyra frá
honum hvað væri mikilvægast að
skoðaáþvínýja.
„1 desember var mikið hringt í okkur
til að kvarta yfir gölluðum vörum og til
að fá upplýsingar um skilarétt á vörum“,
segir Jóhannes. „Ég hef líka ákveðnar
efasemdir um alla þessa leiki sem voru
í boði í desember þar sem kaupendur
verslana voru beðnir um að fylla út
eyðublöð og síðan var dregið úr potti.
Á endanum eru það alltaf neytendur
sem borga brúsann, allt svona kostar
peninga og peningarnir verða ekki til
á trjánum, heldur skila svona leikir sér
í hærra vöruverði."
Jóhannes segir að eitt af því sem
standi uppúr á liðnu ári sé sennilega
hátt matvöruverð hér á landi sem er
sennilega það hæsta í heimi ásamt
Noregi. „Þetta háa verð er að sjálfsögðu
óásættanlegt og þetta er verðugt verk-
efni fyrir stjórnvöld. Stjórnvöld þurfa
ekki að bíða eftir samningum við al-
þjóða viðskiptastofnanir til að takast á
við þetta verkefni heldur þarf að lækka
tolla og vörugjöld matvöru ásamt því
að lækka virðisaukaskatt á matvöru.
Er ekki hœtt við því að lækkun virðis-
aukaskatts skili sér ekki til neytenda
heldur verði eftir í buddu kaupmanna?
„Það er mjög auðvelt að sjá hvort
kaupmenn hirði mismuninn sjálfir og
það kemur strax ffam á vöruverði ef
virðisaukinn er lækkaður. Hagstofan
fylgist m.a. með þessu.“
Verð á amerísku morgunkorni lækk-
aði ekki þrátt fyrir lágt gengi dollars
hvernigstendur á því?
„Þetta er ekki jafn sýnilegt og ef um
virðisaukaskattslækkun væri að ræða.
Það er meira á gráu svæði hvort morg-
unkorn eigi að lækka um 4 eða 6% út
af lágu gengi dollars. Það er hinsvegar
staðreynd að sterkt gengi krónunnar
hefur ekki skilað sér til neytenda. Ég
tel mikilvægt að endurskoða vöru-
gjöld vegna þess að þau koma ofan á
fleiri vörur en matvöru t.d. heimilis-
tæki og marga aðra vöruflokka og gæti
því lækkað verð í þeim vöruflokkum
til muna. “
Fólk ætti að varast að
hamstra á útsölum
Nú eru útsölurnar framundan, að
hverju þarffólk helst að huga þegar það
fer að versla á útsölum?
„Fólk ætti fyrst og fremst að huga að
því að það sé að kaupa ódýrari vöru
á útsölu en hægt er að fá á sambæri-
legri vöru í annarri verslun. Því hefur
einnig verið haldið fram að sumum
finnist gaman að kaupa á útsölum en
fólk ætti að passa að kaupa ekki meira
en það þarf á að halda. Fólk sem gerir
skynsamleg kaup á útsölu getur hagn-
ast verulega en það er hætt við að hagn-
aðurinn verði ekki jafn mikill ef fólk
kaupir vörur sem það hefur ekki not
fyrir.“
Hvað með bensínverðið, sem hœkkaði á
sumum stöðum ígœr?
„Það er ekki mikið hægt að segja við
þvíþegarheimsmarkaðsverð ábensíni
fer upp en það er hinsvegar staðreynd
að við búum við hæsta bensínverð
í heimi. Álögur ríkisins eru þannig
að við erum að borga talsvert miklu
meira en aðrar þjóðir", segir Jóhannes
og bætir við að þetta sé eitt af þeim
málum sem þurfi að taka á.
hugrun@bladid.net
Sykurlausir kóladrykkir vinsœlli
Sala á sykruðum kóladrykkjum misjöfn eftir árstíma
„Sölutölur frá í desmeber sýna að
það er 55% aukning á sykurlausum
kóladrykkjum“, segir Andri Þór
Guðmundsson forstjóri Ölgerðar
Egils Skallagrímssonar. Allt bendir
til að Islendingar verði fyrstir Norður-
landabúa til að drekka meira af sykur-
lausum kóladrykkjum en sykruðum.
„Sölutölur hérlendis miða við sölu 95%
stórmarkaða þ.a. við eigum að geta
fylgst með þessu með nákvæmum
hætti. Ef þessi þróun heldur áfram
verða sykurlausir kóladrykkir vin-
sælli en þeir sykruðu á þessu ári.“
Andri segir að gosdrykkjamark-
aðurinn hafi stækkað á síðasta ári.
Tölur sýni að sala sykraðra kóla-
drykkja hafi dregist saman en sá sam-
dráttur sé ekki mjög mikill. „Sala á
kolsýrðu vatni hefur einnig
aukist en 71% af gosdrykkja-
markaðnum eru kóladrykkir
og hlutfall þeirra er að aukast.
Það sem flýtir fyrir vinsældum
sykurlausra kóladrykkj a á mark-
aðnum eru aukin gæði þessara
vara. Hérlendis sem og á hinum
norðurlöndunum er Pepsí Max
vinsælasti drykkurinn og hafa
vinsældir hans aukist til muna.“
Andri segir aukningu á sölu sykur-
lausra drykkja rökrétta og að þeim
fjölgi sem vilji lágmarka sykur í mat
og drykkjum. „Sem dæmi má taka
að hér áður var mikið um sykrað
tyggjó en það er nú allt sykurlaust og
þróunin er svipuð í gosdrykkjunum.
Sala sykurlausra kóladrykkja kemur
líka í bylgjum eftir árs-
tíma. Þannig dregst sala
sykraðra kóladrykkja
saman í janúar og
febrúar en sykurlausir
kóladrykkir verða meira
áberandi í þessum mán-
uðum. í kringum páska
fer neysla á sykruðum
drykkjum upp aftur en
á haustin dregur svo aftur úr sölu
sykraðra dryldcja en aukning er á
þeim aftur í desember. Það má segja
að sveiflurnar séu orðnar ýktari nú
en áður og vinsældir sykurlausra
drykkja hafa aukist.“
hugrun@bladid. net