blaðið - 03.01.2006, Síða 20
28 I VIÐTAL
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2006 blaðið
/ mörgu að snúast i tónlistarlífinu
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
er landsmönnum vel kunnur
en hann hefur um árabil verið
áberandi við tónlistarframleiðslu,
lagasmíðar og uppsetningu
hinna ýmsu söngleikja, auk veru
sinnar í hljómsveitinni Todmo-
bile. Þá birtist hann áhorfendum
Idol-Stjörnuleitar á skjánum
síðastliðið ár sem formaður dóm-
nefndar en hann sagði skilið við
þáttinn og hafa þeir Einar Bárða-
son og Páll Óskar fyllt hans skarð.
Hann er þessa dagana önnum
kafinn við starfsemi eigin tón-
vinnsluskóla auk þess sem hann
leggur lokahönd á nýja barna og
fjölskyldusöngleikinn „Hafið
Bláa“ sem hann semur í samstarfi
við Kristlaugu Sigurðardóttur, en
þau sömdu einmitt Ávaxtakörf-
una saman.
Þorvaldur gaf sér tíma til að
spjalla við Blaðið um tónvinnslu-
skólann, rísandi stjörnur okkar
íslendinga og íslenskt tónlistarlíf
yfirhöfuð...
„Það er alveg nóg að gera við skól-
ann og sýninguna Hafið Bláa sem
frumsýnd verður i5.febrúar,“ sagði
Þorvaldur þegar Blaðið náði af
honum tali fyrir skemmstu.
Skólinn, sem ber nafnið Tón-
vinnsluskóli Þorvaldar Bjarna, er
að hefja starfsemi að nýju núna í
janúar.
„Við erum með hin ýmsu nám-
skeið í boði, bæði við alhliða hljóð-
versnám.sem við köllum tónvinnslu
og söngkennslu almennt þar sem
farið er vel í framkomu á sviði og
hvernig fólk þurfi að bera sig t.d. í
áheyrnarprufum og við upptökur
í hljóðveri. Mest erum við í dægur-
lagageiranum, en einnig er hægt að
læra djass og blús hjá Andreu Gylfa.
Kennt er á gítar, bassa og trommur
en þar er valinn maður í hverju
rúmi við kennsluna."
Kennarar skólans hafa flestir
vakið mikla athygli síðastliðin
ár. Þar má til dæmis nefna Selmu
Björnsdóttur, Vigni Snæ, Hrannar
Ingimarsson, Roland Hartwell, Birg-
ittu Haukdal, Jón Jósep auk fleiri
þekktra listamanna.
„Þetta eru allt saman mjög góðir
kennarar. Á söngnámskeiðunum
fyrir yngstu kynslóðina leiða saman
hesta sína Jón Jósep, Birgitta Hauk-
dal og Heiða sem söng í Idol-inu, en
öll hafa þau misjafnar áherslur og
móta kennsluna hver á sinn hátt.
Svo finnst yngsta fólkinu auðvitað
ekki verra að læra söng undir leið-
sögn þessara einstaklinga," segir
Þorvaldur en hann rekur skólann
ásamt Vigni Snæ, lagahöfundi
írafárs.
Margir reyna alla sína ævi að
koma sínum lögum að
í tónvinnslunámi skólans er farið yfir
allt frá lagasmíðunum sjálfum yfir
í það að gera lagið útgáfuhæft. Þor-
valdur segir tónvinnslukennsluna
afar góða fyrir þá sem leggi stund á
tónsmíðar.
„Margir hafa hæfileikana í að
semja lag og texta en það stoppar svo
bara þar. Sjálfur þurfti ég að reka
mig á marga veggi þegar ég var að
byrja og eyddi mörgum árum í að
læra hvernig standa skuli að þessu.
Fólk þarf að halda rétt á spöðunum,
bæði hvað fjármagn varðar og svo
auðvitað þarf að fara í gegnum mikið
ferli hreinlega til þess að ná almenni-
legum hljómi. Fyrir fólk sem er að
byrja getur þetta tekið áratugi og
margir reyna alla sína ævi. Nám sem
þetta kennir mönnum sem vilja koma
sínum lögum á framfæri að vinna
lagið í heimastúdíói, en við kennum
á helstu forritin sem notuð eru. Svo
vorum við að hefja samstarf við Sýr-
land, en þeir eru með besta stúdíó á
landinu og hluti námskeiðsins fer þar
fram. Alveg frábær nýjung.“
Nú eruð þið með þekkta söngvara á
ykkar snœrum í söngkennslunni. Er
þetta sérsniðið fyrir þá sem dreymir
um að klífa metorðastigann íþessum
bransa?
„Þetta er auðvitað mjög sniðugt
fyrir þá sem vilja það, enda er nám-
skeiðunum beint aðallega að dægur-
málabransanum. Ef þig langar að
stíga á stokk sem poppsöngkona
þá geturðu fengið góðan undirbún-
ing hjá Selmu til dæmis, en hún er
auðvitað með víðtæka reynslu og
búin að fara vel í allar hliðar á þessu.
Þetta er auðvitað ekki bara spurning
um tækni, heldur líka hvernig fólk
á að bera sig og hvaða leiðir þarf að
fara. Við eigum alveg nóg af efni-
legu tónlistarfólki og það er mikill
áhugi í tónlistarlífinu, sem er alveg
frábært. Margar nýjar stjörnur að
koma fram.“
Hættur í Idol-Stjörnuleit
Eins og flestir vita sem fylgst hafa
með Idol-Stjörnuleit vék Þorvaldur
frá skjánum í nýjustu þáttaröðinni,
en hann hafði verið formaður dóm-
nefndar frá byrjun þáttanna. Hann
segist hafa afráðið að hætta þar
og snúa sér að öðru, enda margt
á takteinunum í skólanum og
tónlistarstarfinu.
„Það er eiginlega tvennt sem réði
úrslitum varðandi brotthvarf mitt
úr þáttunum.
Ánnars vegar fannst mér eins
og ÉG PERSONULEGA væri kom-
inn upp undir þak í þessu, svona
ef ég tala fyrir sjálfan mig. Það var
alveg frábær útkoma síðast - tvær
frábærar söngkonur sem stóðu í
lokin og maður var stoltur að geta
varpað ljósi á þær. Idol-Stjörnuleit
hefur verið gríðarlega vinsæll þáttur
og það var eiginlega bara spurning
hvort maður hefði nokkru við að
bæta í þessu,“ segir hann en bætir
svo við að sökum mikilla anna hefði
eitthvað þurft að láta í minni pok-
ann. „Aðalmálið er kannski það að
ég er að frumsýna söngleik eftir 6
vikur og annar tekur við í kjölfarið.
Það hefði því verið erfitt að koma
endum saman ef maður hefði einnig
verið í Idol-inu“
En hvernig líst þér á dómnefndina
eins oghún erskipuð núna?
„Þó svo að ég sé hættur er ég alls
ekki að segja að þetta geti ekki
virkað áfram. Mér finnst bæði Einar
og Páll vera að standa sig helvíti vel
- Einar kemur með skemmtilegan
nýjan vinkil á þetta og vinnur út
frá allt öðru sjónarhorni en ég gerði.
Páll sér svo um að halda þessu svona
hæfilega skemmtilegu og setur óneit-
anlega glimmer á keppnina,“ segir
hann og bætir við að það hafi verið
frábært að taka þátt í uppbyggingu
þáttarins.
Nú hafið þið í Todmobile komið
nokkrum sinnum saman eftir að þið
lögðuð upp laupana hér um árið. Er
stefnt að áframhaldandi samstarfi á
nœstunni?
„Já, við ætlum að leggja i nýja plötu.
Eftir að við komum saman með Sin-
fóníuhljómsveitinni fundum við að
enn er eitthvað ósagt eða sungið frá
þessari hljómsveit, þannig að okkur
rennur blóð til skyldunnar að klára
dæmið....þ.e.a.s. ef svona samstarf
er einhvern tímann þurrausið. Alla-
vega getum við; ég, Andrea og Eyþór
varla beðið eftir því að byrja og erum
reyndar farin að semja og spinna.“
Segir ekki nei við Sylvíu Nótt
Auk þess að sinna skólastarfinu og
setja upp sýninguna Hafið Bláa
kemur Þorvaldur með innlegg í
íslensku Evróvisjón keppnina, en
þar verður lag hans flutt af sjón-
varpskonunni og sprelligosanum
Silvíu Nótt. Aðspurður um tilurð
þessa samstarfs segist Þorvaldur
ekki hafa þorað öðru en að taka já-
kvætt í beiðni Silvíu.
„Ég hafði nú hugsað mér að nota
annan í þetta en hún bara þjarmaði
að mér og maður segir auðvitað ekki
nei við Silvíu Nótt.“
Hvernig hefur samstarfið við þessa
vœgastsagt merkilegu dömugengið?
„No comment11! Fólk verður bara
að sjá hvernig þetta kemur út, en ég
tjái mig ekkert um samstarfið sem
slíkt.“
Það er greinilega nóg að gera hjá
Þorvaldi um þessar mundir, en
hann segist þó hafa náð að slappa
vel af um jólin ásamt konu sinni og
börnum.
„Við flúðum í hús okkar undir
Hestfjalli á Þorláksmessu og mér
fannst alveg ofsalega gott að komast
í sveitina. Maður losnar við streit-
una og fær að vera í hreinni íslenskri
náttúru. Það var einnig mjög gaman
að fylgjast með yngri dóttur okkar,
en hún er í 1á árs og er því að upp-
lifa jólin í fyrsta skiptið raunveru-
lega. Þetta er ferlega skemmtilegur
timi í hennar þroska - spennan að
magnast og henni er farið að finnast
gaman að fá pakka,“ segir hann að
lokum, sem nú er komin til byggða á
ný og hellir sér í verkefnin. „ Já, nú fer
maður bara að koma sér í gírinn eftir
afslöppunina yfir jólahátíðarnar!“
halldora@vbl.is