blaðið - 03.01.2006, Page 29
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2005
DAGSKRÁ I 37
DAGUR EITT
OG DAGUR
TVÖ
Fyrsti dagurinn án tóbaks leið stór-
áfallalaust og reyndi lítið á staðfest-
una. Ég hellti mér upp á kaffi um
hádegi þegar við elsta dóttir mín
stauluðumst úr rekkju. Kaffið var
ilmandi og gott - sérleg jólablanda
af Suðurnesjum. Það var svo gott að
ég saknaði þess alls ekki að sleppa
smóknum. Fyrir nýjungagirnina
eina saman reyndi ég að smjatta
Sýn, 22:10 X-Games 2005 Mögnuð
þáttaröð þar sem íþróttir fá nýja
merkingu. I aðalhlutverkum eru of-
urhugar sem ekkert hræðast. Tilþrif
þeirra eru í einu orði sagt stórkost-
leg. Kapparnir bregða á leik á vélhjól-
um, reiðhjólum, brimbrettum og
hlaupabrettum. Hér er samt alvara
á ferðinni því ofurhugarnir keppa
um fleira en heiðurinn.
...nátthrafna
Stöð 2 bíó, 00:00 Pennsylvan-
ia Miner's Story (Námuslysið)
Sannsöguleg sjónvarpsmynd. Árið
2002 varð námuslys í Pennsylvan-
íu í Bandaríkjunum. Hópur verka-
manna lokaðist inni og var ekki
hugað líf. Björgunarmenn reyndu
sitt besta í kapphlaupi við tímann.
Aðalhlutverk: Graham Beckel, Dyl-
an Bruno, Marisa Ryan. Leikstjóri,
David Frankel. 2002.
á sykurlausu nikótíntyggjói með
mentolbragði en varð að skyrpa því
eftir stutta stund. Þvílíkur viðbjóð-
ur! Það má vel vera að sígaretturnar
bragðist ekkert sérlega vel og lykti
en verr, en tyggjó með nikótíni
hljómar eins illa og það smakkast.
Ég ætla þó að geyma tyggjópakk-
ann ef svo skyldi fara að ég versnaði
í skapinu eftir því sem á bindindið
líður.
Við mæðgurnar skelltum okkur svo
á bíó að sjá Narníu og það var ótrú-
lega ljúft að hafa tíma til að fara á
salernið og í sjoppuna í hléinu í
stað þess að híma úti við reyking-
ar í rigningunni. Kvöldið leið álika
átakalaust fyrir sig en upp úr mið-
nætti helltist nikótínþörfin yfir mig
af fullum styrk. Ég gramsaði í skáp-
um og skúffum eftir afgangsrettum.
Ég fann ýmislegt sem ég hafði verið
að leita að vikum saman en ég hafði
verið svo blessunarlega forsjál að
losa mig við hverja eina og einustu
sígarettu. Annars hefði líklega farið
illa þennan fyrsta dag. Ég fór í rúm-
ið örlítið skömmustuleg yfir stjórn-
leysinu en ánægð með að vera kom-
in þangað án þess að reykja.
Dagur tvö ilmaði strax betur. Kaffi-
bollinn jafngóður án smóksins, jafn-
vel betri. Til vonar og vara ákvað ég
að skella á mig plástri fyrir vinnu-
daginn. Það er fínt að hafa komist
í gegnum fyrsta daginn án hjálpar-
meðala en það borgar sig ekki að
vera of öruggur með sig. Litla æð-
iskastið um hirslur íbúðarinnar
kvöldið áður sannaði að ég þarf á
hjálp að halda. Wrigley's Extra Euc-
alyptus gerir líka sitt gagn og er tölu-
vert bragðbetra en níkótíngúmmíið.
Plásturinn er alveg að skila sínu.
Mér líður nánast eins og ég sé í
dömubindaauglýsingu. Léttari og
frjálsari. Líkaminn og andinn alveg
í takt. Þvílíkur draum-
ur. Af hverju er ég ekki
löngu hætt? Ég er alltént
hætt núna. Ég er frjáls.
R.J Reynolds, þú getur ét-
ið það sem úti frýs.
Skutlur á skautum er þaö nýjasta í raunveruleikasjónvarpi I dag.
Skautaskutlur
á skjánum
Enn og aftur verður allt vitlaust
vestan hafs vegna raunveruleika-
sjónvarpsþáttar. Nýjasti þáttur
þeirra sömu og eiga heiðurinn að
baki MTV þáttarins Laguna Beach
sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni
Sirkus ber nafnið Skautaskutlur
(Rollergirls) og var fyrsti þátturinn
sýndur í Bandaríkjunum í gær.
í þættinum er fylgst með kon-
um á hjólaskautum á skautabraut
keppa sín á milli í gamalli íþrótt
frá Bandaríkjunum sem var endur-
vakin eftir langt hlé snemma eftir
aldamótin. Þær Lux, Sister Mary
Jane, Punky Bruiser, Miss Conduct,
Venis Envy, Cha Cha og vinkonur
þeirra gefa allt sitt í leikinn og láta
ekki smáatriði eins og reglur koma í
veg fyrir sigur sinn. Þeir sem höfðu
séð atriði úr fyrsta þættinum áður
en hann var sýndur lýstu honum
með stikkorðunum: „bjór, vín, tón-
list og skutlur“. Aðrir bættu svo við:
„sígarettur, stelpuslagir, brjóstaskor-
ur, bölv og ragn“. Það er því ekki
um mjög dömulegan þátt að ræða
og fer það fyrir brjóstið á sumum.
Þykir þeim sem þessi samsuða á
fjölbragðaglímu og raunveruleika-
þáttum á hjólaskautabrautinni eigi
e.t.v. heima á Internetinu en ekki í
sjónvarpi.
Carey vill íara
á snjóbretti
árið 2006
Mariah Carey er staðráðin í að læra
á snjóbretti á árinu, og hefur gert
það að áramótaheiti sínu. Stórstjarn-
an viðurkennir að hún hafi alltaf
verið of löt, og í hvert sinn sem hún
hafi farið í frí upp í fjöll hafi hún
eytt öllum tímanum í vitleysu því
hún nennti ekki fram úr rúminu.
Hún segir: „Þetta ár ætla ég að prófa
snjóbretti. Ég hef verið að reyna að
læra í sex ár, en það hefur bara ekki
gerst enn. Mér finnst gott að sofa til
3 þegar ég er í skíðafríi, og lyfturnar
loka margar klukkan 4. Þannig að
ég fer bara í hátískuskíðagalla, frá
Chanel, Dior eða Lagerfeld og fer
svo út að versla.“
Pantanir: 577 5775
Veislu
og fundarbakkar
u pareiL
Laugavegur 17 og Kringlunni
Sími 552-6744 og 588-6750