blaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 blaöió
Spennandi kosningar
Samkvæmt nýjustu tölum úr annari
umferð kosninganna hefur Tarja
Halonen sitjandi forseti Finnlands
náð 54% fylgi. íhaldsmaðurinn Sauli
Niinisto er helsti keppinautur Törju
en hann hlaut 24% atkvæða í fyrstu
umferð kosninganna. Utanríkismál
hafa sett svip sinn á kosningabarátt-
una í Finnlandi en Niinisto vill að
Finnar sæki um aðild að NATÓ.
Lestarslys í
Pakistan
Talið er að á annan tug manna hafi
látist þegar fjöldi vagna hröpuðu
niður fimmtán metra djúpt gil þegar
farþegalest fór af teinunum í aust-
urhluta Pakistans í gærdag. Áætlað
er að um 500-600 manns hafi verið
um borð í lestinni sem var hraðlest
og gekk á leiðinni frá Rawalpindi,
nærri Islamabad, til Lahorer höf-
uðborgar Punjabhéraðs. Óvíst er
um íjölda látinna og slasaðra en
herinn aðstoðar við björgunarstörf.
Erfiðar vetraraðstæður ,
fórnarlamba jarðskjálftans í Kasmir
Einn af íbúum Kasmír heggur eldivið fyrir utan heimili sitt í hinu hrjáða héraði. Vetrarhörkur hafa komið íbúum
héraðsins afar illa en ríflega tvær milljónir manna hafast við í bráðabirgðaskýlum eftir jarðskjálftann sem reið yfir
Indland og Pakistan í fyrrahaust. Harkalega hefur verið gagnrýnt hversu illa alþjóðasamfélagið hefur sinnt hjálpar-
starfi á þessum slóðum.
Sextíu og
sex látnir
Þak sýningarhallar í Póllandi gafsig
Sextíu og sex lík fundust í rústum
sýningarhallar sem hrundi í Pól-
landi á laugardagskvöldið. Hundrað
og fjörutíu eru slasaðir eftir atburð-
inn, sumir alvarlega. Dúfnasýning
fór fram í byggingunni þegar slysið
varð en talið er að um fimm hundruð
manns hafi verið staddir í bygging-
unni þegar þakið féll saman. Björg-
unarlið leitar áfram í rústunum en
ekki hafa fengist upplýsingar um að
fleiri hafi fundist á lífi. Kalt er í Pól-
landi og fór frostið niður í 17 gráður
um helgina. Reynt var að blása heitu
lofti inn í rústirnar en það virðist
lítið hafa hjálpað.
Ekki er ljóst hvað varð til þess
að þakið hrundi en talið er að það
hafi gefið sig undan snjóþunga. Eig-
endur hússins staðhæfa að þeir hafi
hreinsað þakið með reglulegu milli-
bili þó þær upplýsingar komi ekki
heim og saman við lýsingar sjón-
arvotta. Þá er talið að frostið hafi
veikt málmundirstöður bygging-
arinnar með þeim afleiðingum að
þær létu undan. Leit heldur áfram í
rústunum.
Samstilltar
sprengjuárásir í írak
->
Síðustu dagar útsölunnar.
www.stilistinn.is aa stilistinn
Sunnumörk, Hveragerði Sími 483-4121
(búar f bænum Kirkuk virða fyrir sér
afleiðingar bflasprengju sem sprakk fyrir
utan kaþólska kirkju f gærdag.
Áframísland
HEKLA'
Um fjörutíu manns létust og
fjöldi liggur slasaður eftir
að sex samstilltar sprengjur
sprungu í nágrenni við kristnar
kirkjur í írak í gærdag. Fjórar
sprengjur sprungu í höfuðborginni
Bagdad, ein í bænum Kirkuk og sú
sjötta í bænum Taji þar sem Bob
Woodruff fréttamaður og Doug
Vogt myndatökumaður frá ABC
fréttastofunni voru á ferð með
hernum. Báðir mennirnir liggja
alvarlega slasaðir á hersjúkrahúsi
en þeir voru að vinna að efni fyrir
fréttaþáttinn World News Tonight
þegar þeir urðu fyrir árásinni.
Hermenn virða fyrir sér skaða einnar
sprengjunnar