blaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 29
blaðið MÁNUDAGUR 30. JANÓAR 2006 DAGSKRÁ I 37 Justin rólegur Justin Timberlake er alveg sauðslakur í sambandi við nýju plötuna sína sem hann vinnur nú að og ætlar ekki að finna nafn á hana né lögin fyrr en á síðustu stundu. Timberlake hefur fengið stjörnur úr ýmsum áttum til að koma fram á plötunni, meðal annars Black eyed peas’, Will.I.Am, Timbaland og Nelly Furtado. Hann er viss um að platan slái í gegn og finnst nöfnin einfaldlega ekki skipta máli. „Ég er ekki einu sinni búinn að finna nöfn á lögin. Ég ætla að bíða eftir að útgáfan segi mér hvenær ég verði að vera kominn með nöfnin, þá finn ég eitthvað sem mér dettur í hug”, sagði Timberlake, slakari en flestir. Bhllt/Frlkkl Meðan Reykvikingar þjóta um á leið til og frá vinnu í sífelldu kapphlaupi lífsgæðanna eiga þeir tii að gleyma að stoppa til að njóta augnabliksins. Ferðamenn láta fegurð Esjunnar við Sólfar Jóns Gunnars Arnasonar heitins ekki framhjá sér fara. Hunter íhugar andlitslyftingu Fyrrverandi eiginkonakrumpurokk- arans Rod Stewart, Rachel Hunter, íhugar nú að fara í andlitslyftingu. Hunter er 36 ára gömul og er stað- ráðin í að missa ekki lífsviðurværið sem er einmitt útlit hennar. „Ég hef aldrei farið í lýtarað- gerð en ég mun pottþétt íhuga það þegar að því kemur,” sagði Hunt- er aðspurð um málið. SkjárEinn, 20.00 The O.C. Ævintýri krakkanna frá Kaliforníu eru það heitasta í umræðunni. Seth ogZachkepp- ast um hylli Summers. Sandy hef- ur áhyggjur af drykkju Kirstens og spyr hana hvort að þetta sé orðið að vandamáli. Caleb fer með skilnaðar- pappíra til Julie. Stórhœttuleg sýning til landsins Uppselt á Katie Melua tónleikana Þann 7. apríl nœstkomandi munu ólýsanlegir, óskiljanlegir og ótrúlegir hlutir gerast í mið- borg Reykjavíkur, nánar tiltekið íAusturbœ. Söngkonan Katie Melua á fjölda að- dáenda á fslandi, það fer ekki á milli mála. Miðar á tónleika hennar eru nú með öllu uppseldir og greinilegt að söngkonan hefur unnið hug og hjörtu landsmanna. Því til staðfest- ingar má geta þess að á síðasta ári átti söngkonan fjórðu mest seldu plötu erlends listamanns á fslandi. Söngkonan er væntanleg til lands- ins í lok mars og hefur óskað eftir því að fá að skoða náttúruna á fs- landi og hlakkar mikið til komunn- ar til íslands. Vinsæl söngkona Þótt Katie sé einungis 21 árs að aldri þá er hún nú þegar orðin ein söluhæsta söngkona áratugarins í Bretlandi og hefur vegur hennar vaxið með undraskjótum hætti síð- an hún steig fyrst fram á sjónarsvið- ið f árslok 2003, þá einungis 19 ára að aldri. Það var hennar kunnasta lag til þessa, ballaðan margfræga Closest Thing To Crazy sem skaut henni upp á stjörnuhimininn en það prýddi hennar fyrstu plötu sem kom út í nóvember 2003 og heitir Call Off the Search. Platan varð ein af þremur söluhæstu plötum í Bret- landi fyrir árið 2004 og er platan enn meðal söluhæstu platna þar í landi og viða um heim. Alltáfullu Á dögunum sendi Melua síðan frá sér sína aðra plötu sem heitir Peace By Peace en hún fór beint á toppinn í Bretlandi og hefur nú þegar selst í vel á eina milljón eintaka. Er það ekki hvað síst fyrir vinsældir lags- ins Nine Million Bicycles en það hef- ur vermt efstu sæti vinsældarlista í Evrópu síðustu vikur og er nú eitt mest leikna lagið á íslenskum út- varpsstöðvum. Katie Melua er nú sem stendur á ströngu tónleikaferðalagi um Evr- ópu til að kynna Piece By Piece, sem er nú meðal söluhæstu platna í álf- unni. Undanfarið hefur hún leikið á meginlandinu og á Norðurlöndun- um. Tónleikarnir í Laugardalshöll verða haldnir 31. mars f mikilli ljósadýrð, undir dúndr- andi tónlist, innan um stórbrotin dansatriði, mun maður nokkur taka upp á hinum ótrúlegustu uppá- tækjum; meðal annars mun hann klóna sig aftur og aftur, láta skjá- mynd lifna við, ganga upp og niður veggi, dansa í loftinu og daðra við tóma kvenmannspeysu sem svar- ar í sömu mynt. Það sem meira er; hann mun oftar en einu sinni leggja líf sitt í stórhættu. Ungstirni Curtis Adams er aðeins rúmlega tvítugur en er nú þegar orðin ein stærsta stjarnan í heimi töfrabragð- anna, enda gefur hann orðinu töfra- sýning algjörlega nýja merkingu. Sýningin hans er svo hröð og kraft- mikil að henni hefur oft verið líkt við rokktónleika og Adams kallaður rokktöframaðurinn. Enda er hann líkari rokkstjörnu í útliti heldur en hefðbundnum töframanni. Adams fer algjörlega ótroðnar slóðir í töfr- unum og þrífst á því að gera hluti á sviðinu sem engum hefur dottið í hug áður, hvað þá framkvæmt. Hans sérgrein eru “extreme” brellur og áhorfendur mega auk þess búast við vænum skammti af nýstárleg- um sjónhverfingum, eldglæringum, magnþrungnum spennuatriðum, sjóðheitum dansi og sprenghlægi- legum grínatriðum. Það sem meira er; áhorfendur mega búast við því að spila stórt hlutverk, því Adams er duglegur að fara út í salinn með ýmsar brellur sem og að taka áhorf- endur upp á svið og gera þá að stjörn- um sýningarinnar í smástund. Vagg og velta Sýningin heitir Adrenaín töfrar sem rokka og hefur undanfarin misseri verið ein sú allra vinsælasta í Las Vegas, höfuðborg glamúrsýning- anna, þar sem öllu er til tjaldað svo áhorfendur skemmti sér sem best. Þar sýnir Adams sex sinnum í viku fyrir troðfullu húsi og auk þess er hann að vinna að nýjum sjónvarps- þætti fyrir eina af stóru bandarísku sjónvarpsstöðvunum. Það hefur því ekki verið auðvelt að semja um og skipuleggja það að Adams stöðvi sýningar sínar í Las Vegas, pakki saman sínu hafurtaski og fljúgi til Islands með öllu sínu fylgdarliði. En á endanum tókst það og eru nú væntanlegir til landsins hátt í 10 listamenn, 20 tæknimenn og nokkr- ir gámar af búnaði - allt til þess að setja upp eitt mesta sjónarspil sem sést hefur hérlendis, þann 7. apríl í Austurbæ. Curtis Adams nálgast töfra á nýjan hátt. Sirkus, 20.30 Kallarnir (1:20) Fólk hefur beðið óþreyjufullt eftir þeim Gillzenegger og Partí-Hans sem eru stjórnendur K a 11 a n n a. Þeir félagar munu taka hina ýmsu karlmenn úr þjóðfélag- inu og mark- miðið er að breyta þeim í hnakka. Kallarnir fara með hina óslípuðu demanta í ljós, líkamsrækt og hárgreiðslu ásamt þvi að hinn eini sanni Geir Ólafs mun taka þá í kennslu í kurt- eisi og rómantík. ...fallega JLÉ m EITTHVAÐ FYRIR... ...strandaglópa Sjónvarpið, 22.25 Lífsháski (26:49) (Lost II) Bandaríski myndaflokkur- inn um stranda- glópaáafskekktri eyju í Suður- Kyrrahafi þar sem ýmsar ógnir leynast heldur áfram. Áhorfend- ur stóðu á öndinni eftir fyrstu þátta- röðina en söguþráðurinn er tekinn upp þar sem hann endaði. ...karlmenn ">

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.