blaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 14
14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 blaðiö Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. UNGT FÓLK TIL ÁBYRGÐAR Um helgina fór fram prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík. Framsóknar- flokkurinn hefur aldrei notið verulegs fylgis í höfuðborginni, enda löngum sótt mestan styrk sinn til landsbyggðarinnar, en ljóst var þó á þátttöku í prófkjörinu að áhugi Reykvíkinga á því hvernig flokkurinn skipaði fram- boðslista sinn var með ágætum. Framsóknarflokkurinn hefur löngum sætt ámæli fyrir íhaldsemi og þótt hægfara fram úr hófi. Niðurstöður prófkjörsins eru varla til marks um það. Ungur og efnilegur maður bauð sig fram til forystu, rak öfluga kosningabar- áttu og hafði ótvíræðan sigur. Því má fagna, burtséð frá mannkostum frambjóðandans og erindi Fram- sóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Það gerist nefnilega allt of sjaldan að ungt fólk, sem býður sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir stjórn- málaflokka, fái byr í fremstu röð. Veitir flokkunum - og þjóðinni - þó svo sannarlega ekki af því að fá að njóta krafta og hugmyndaauðgi ungs fólks, sem vill vinna í þágu samfélagsins, hvort heldur er í sveitarstjórnum eða á Alþingi. Ástæða er til þess að ætla að hin síðari ár hafi það orðið enn brýnna en áður að fá ungt fólk til þess að gefa stjórnmálum og störfum í þágu lýðræðisins gaum. Ein afleiðing aukinnar hagsældar og gerbreytts landslags í atvinnu- lífinu hefur nefnilega verið sú að okkar hæfileikastaríka fólk af yngri kyn- slóðinni hefur í síauknum mæli kosið að finna kröftum sínum viðnám í við- skipta- og fjármálalífi, hvort heldur er hér heima, í útrásarverkefnum ytra eða einfaldlega á hinum alþjóðlega vinnumarkaði. Ljóst er að í stjórnmálastarfi eru það ekki launin, sem laða að. Völdin eru einnig af æ skornari skammti, svo tæpast lokka þau metnaðarfullt fólk meira en máttur markaðsaflanna. Ef marka má skoðanakannanir hefur virð- ing stjórnmálamanna einnig farið þverrandi undanfarin ár. Af þessum sökum er ekki úr vegi að óttast atgervisflótta úr stjórnmálum og að ungt hæfileikafólk gefi sig síður fram til starfa fyrir samborgara sína. Lýð- ræðið, frelsið og sjálfstæðið er alveg nógu brothætt samt, þó til vörslu þess veljist ekki meðalskussar. Þess vegna er það gleðilegt þegar ungt fólk leitar ábyrgðar á vettvangi stjórnmálanna og hlotnast hún. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðaisími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Slmbréf á augiýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. VIÐSKIPTI & FJÁRMÁL HEIMILANNA Þriðjudaginn 31 .janúar ----------blaðiðu----------- Auglýsendur, upplýsingar veita: ilbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsiij 848 0231 • kolla@bladid.ne allert Agúst Pálsson • Simi 510 3746 • Gsm 869 9903 • <illifq í ladid.net 3jarni Daníelsson • Simi 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni(<< bladid.net Evrópa deyr Ég minntist á það á þessum stað í liðinni viku að framvinda mála á al- þjóðavettvangi undanfarin ár hefði opinberað vanmátt og erindisleysi Evr- ópusambandsins á ytra byrðinu, en um leið hefðu menn leitt hjá sér hvernig innviðirnir fúna. Stjórnarskrárnefnu Evrópu hefði verið hafnað, menn létu sem efnahagshnignun Evrópu væri tæknilegt úrlausnarefni og um mann- fjöldaþróun álfunnar og óumflýjanlega vanda af hennar völdum vildi enginn tala. Evrópusinnaður kunningi minn spurði mig á götu hvað ég hefði eigin- lega verið að fara. Hvort ég áttaði mig ekki á styrk Evrópu, sem væri fjölmenn- ari en Bandaríkin og ætti framtfðina fyrir sér. Eg nennti ekki að svara þessum kunn- ingja mínum í rokinu í Bankastræti, en benti honum á að lesa þessar línur. Hin sorglega staðreynd málsins er sú, að Evr- ópa er deyjandi álfa. Auðvitað mun Evrópa ekki hverfa af landakortinu, ekki frekar en að Mikli- garður við Sæviðarsund hvarf þegar menn fóru að kalla borgina Istanbúl fremur en Býsanz eða Konstantínópel. En Evrópa mun ekki verða söm að örfáum áratugum liðnum og vestræn menning mun verða fyrir óafturkallan- legum skelli. Ástæðan er einföld. Evrópubúar eignast ekki nógu mörg börn. Evrópubúar hættir að tímgast Hvert par (eða hver kona, nánar til- tekið) þarf að eignast að minnsta kosti tvö börn til þess að viðhalda þjóðinni og meira raunar, því ekki ganga allir út og timgast og það komast ekki öll börn til manns. Tölfræðingar miða því við að hver kona þurfi að eignast 2,1 barn til þess að viðhalda stofninum. Þegar litið er til meginlands Evrópu kemur á daginn að það er langt í frá að viðkoma þjóða álfunnar sé til þess að halda í horf- inu, hvað þá meir. Þýskar konur eignast nú orðið að meðaltali tæplega 1,4 börn og ítalir og Spánverjar eru enn verr á vegi staddir, því þarlendar konur eignast aðeins 1,2 börn. Þessi þróun er aíls ekki ný af nálinni, hún hefur staðið í rúma tvo áratugi, en vandinn er sá að það er að verða ómögulegt að snúa henni við, sama hversu mikið gumar girnast mær eða konur reynast viljugar til þess að ala mörg börn. Andrés Magnússon Miðað við núverandi frjósemi mun Þjóðverjum fækka úr 82 milljónum í 67 milljónir á næstu 50 árum. Á sama tíma mun ítölum fækka úr 58 millj- ónum í 39 milljónir. Það segir sig sjálft að slík fólksfækkun á ekki lengri tíma mun hafa veruleg áhrif á allt þjóðlíf. Og af því að margir Evrópubúar hafa lýst áhyggjum yfir styrk Bandarikjanna á undanförnum árum mun sú minnimátt- arkennd síst réna, því Bandaríkjamenn eru duglegir við að fjölga sér sjálfir og taka auk þess við afar mörgum innflytj- endum. Áætlað er að á næstu 50 árum muni þeim fjölga úr 283 milljónum í 410 milljónir. Og hvar er Island í þessum samanburði? Til allrar hamingju erum við enn réttu megin hryggjar, en það má engu muna. Hér eignast hver kona 2,1 barn. Það má ekki minna vera. Alls engu. Aldurhnigin álfa Vandi meginlandsbúa Evrópu er samt engan veginn upp talinn. Það er nefni- lega ekki aðeins fólksfjöldinn, sem er að dragast ört saman. Aldurssamsetn- ingin breytist líka ört og þannig eykst ógæfan enn. Þegar barnsfæðingum fækkar ár eftir ár á sama tíma og bætt lífskjör og framfarir í læknavísindum gerir fólki kleift að lifa lengur og lengur verða aldraðir ljóslega stærri og stærri hluti þjóðarinnar. Eftir aðeins 25 ár verður meira en helm- ingur Þjóðverja yfir fimmtugu. Italir verða enn eldri, því þar verður meira en helmingurinn yfir 54 ára aldri. Þetta mun ekki aðeins gera Evrópu grárri og hrukkóttari. Island er sér á parti að því leyti að hér leggja launþegar sjálfir fyrir inn í lífeyriskerfið til útborgunar síðar. I Evrópu renna lífey r isiðgj öld dagsins í að borga út lífeyri til gamalmenna dags- ins. Þetta þýðir að að aldarfjórðungi liðnum mun hver einasti vinnandi Evr- ópubúi hafa annan á sínu framfæri. Evrópa, eins og við þekkjum hana, verður ekki sjálfbær, hún verður ekki þróttmikil og mun illa haldast á því metnaðarfulla, unga fólki, sem þar kemst þó á legg. Á hinn bóginn er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir því að innflytjendur muni í auknum mæli fylla í skörðin, einkum frá hinum ís- lamska heimi. En það er engan veginn gefið - ósennilegt jafnvel - að þeir líti á sig sem Evrópubúa nema (landfræði- legum skilningi. Lifir Evrópa það af semmenningarheild? Égefaþað. Hjarta vestrænnar menningar mun slá annars staðar á nýhafinni öld. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skorið P rófkjör framsóknar- manna f Reykjavík um helgina var mikil liðskönnun og verður ekki annað sagt en að Bjðrn Ingi Hrafnsson hafi fengið óskorað og ótvírætt umboð til þess að leiða iista flokksins. Þá má sjálfsagt segja að flokksforystan og þá Halldór Ásgrfms- son sérstaklega hafi styrkt sig, en engum blandaðist hugur um að framboð Björns Inga naut velþóknunar formanns flokksins. Á sama hátt eru niðurstöðurnar skellur fyrir þá smá- kónga... eða drottningar, sem hafa sótt að forystunni leynt og Ijóst. Sigur Björns Inga var sannfærandi með 1.794 atkvæði í fyrsta sæti, en Anna Kristinsdóttir fékk aðeins 816 atkvæði í það sæti og Óskar Bergsson 976. En frammarar á mölinni vom ekki einir um að velja sér forystu til framboðs nú um helgina. Vinstri grænir á Akureyri héldu svo- nefnt forval og þar bar Baldvin H. Sigurðsson efsta sætið úr býtum, en elja hans um sætið, Valgerður H. Bjarnadóttir, þurfti að gera sér annað sætið að góðu. Langur vegur þó frá þvi að hún hafi tekið ósigrinum vel en í samtali við systurblaðið lét hún megna óánægju sína f Ijós: „Ég er ósátt við vinnu- brögðin f kringum þetta forval, að hálfú mótfram- bjóðanda míns. Hann var eini frambjóðandinn í þessu forvali sem hefúr aldrei starfað með okkur og starfaði ekkert með okkur við undirbúning þessa forvals." Nú, já. Það er náttúrlega óþolandi móðgun við lýðræðið að nýirmenn bjóði sig fram og sigri án þess að semja um slíkt fyrirfram! Hver klipptogskorid@vbl.is segir að fiokkseigendafélagið sé úr sögunni? Inýrri könnun félags- vísindadeildar um fylgi stjórnmálaflokka kemur í Ijós að þróun und- anfarins misseris heldur að mestu leyti áfram. Óslitin ósigurganga Samfylkingar- innar undir forystu Inglbjargar Sólrúnar Gísla- dóttur heldur áfram og er hún nú komin niður f 23,6% fylgi. Það er ámóta og Framsóknarflokk- urinn fékk í þingskosningunum 1995. Nú eða Alþýðuflokkur, Kvennalisti og Þjóðvaki fengu samanlagt f sömu kosningum. Sýnist mörgum sem erindi hins breiða jafnaðarmannaflokks hafi reynst minna en að var stefnt og er kurr kominn f grasrótina, sem vill vita hvarfylgisaukningin sé, sem þeim var lofuð með nýjum formanni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.