blaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 16
16 I VEZÐI MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 blaöiö Viðtal við Ingólf Þorbjörnsson formann Landssambands stangaveiðifélaga, tilgangþess, hlutverk ogframtíðarhugmyndir Gœtir hagsmuna stangaveiðiíélaga „Um daginn fékk undirritaður spurn- ingu og var spyrjanda talsvert niðri fyrir. Spurningin var efnislega á þessa leið: Er LS ekki löngu úr sér gengið og í raun bara nátttröll sem rétt er að leggja niður sem fyrst? f fyrstu var ég talsvert hissa á þessari spurningu, ég hafði alist upp við að félagskerfið héldi utan um veiði- menn sem væru félagar, og síðan væri LS til að halda utan um félögin og gæta réttar þeirra og hagsmuna. Spurningunni varð ekki auðsvarað, en við skulum skoða aðeins rúm 55 ár aftur í tímann," segir Ingólfur Þor- björnsson formaður Landsambands stangaveiðifélaga í samtali við Blað- ið, en margir hafa viljað skoða hlut- verk félagsins hin seinni ár. „í 14. tölublaði af Veiðimanninum sem kom út árið 1950 er eftirfar- andi frétt: Landssamband íslenzkra stangaveiðimanna stofnað“. I frétt- inni má lesa að Stangaveiðifélag Akraness hafi skrifað stjórn SVFR bréf og bent á nauðsyn þess að félög stangaveiðimanna stofnuðu með sér landssamtök. Fréttin rekur síðan að- draganda stofnfundar félagsins sem var haldinn 27. maí 1950. I lok frétt- arinnar eru síðan lög félagsins rakin. Þessi frétt bendir til að menn hafi á þessum tíma verið mjög meðvitað- ir um hvaða tilgangi LS þjónaði og með hvaða hagsmuni félagið ætti að fara. Hvað er þá breytt í dag, hefur LS sama tilgang í dag og það hafði fyrir 55 árum? Svarið er nei, LS er ekki nátttröll sem ekkert breytist, en samt, í grundvallaratriðum eru lög félagsins og markmið þau sömu í dag og þá. I stuttu máli að halda utan um og gæta hagsmuna stanga- tók við formaður sem hafði litla sem enga innsýn í félagið og hvernig það hefði gegnt hlutverki sínu. Við tók talsverður lestur í gögnum LS og var sá lestur áhugaverður og umfram allt lærdómsríkur. Var í framhaldi af þessu ákveðið að nýta nokkra fundi stjórnar til að fjalla um hlutverk og áherslur félagsins til næstu ára. Sett var upp eftirfarandi skýringarmynd sem sýnir sex helstu stoðir í starf- semi LS. Þær eru: Samskipti viö Stangaveiðifélög Samskipti við opinbera aðila Samskipti við hagsmunaaðila Hnýtingarnar víða hafnar veiðifélaga í hvívetna. Hefur það ekki tilgang enn í dag? Ekki er því að neita að eitt af því sem flaug í gegnum koll minn þegar leitað var svara við spurningunni hér að ofan, var að vissulega hefði hann sjálfur hugsað svipað fyrir ekki alls löngu. En hvernig getur þá LS ræktað þetta hlutverk og hvern- ig er best fyrir LS að beita sér. Við formannsskipti í LS á sl. aðalfundi Ein besta silungafluga landsins er Black Ghost. Hér hnýtir Snævarr Georgsson einmitt eina slíka. Veiðimenn eru byjaðir að hnýta víða um land enda er biðin eftir næsta veiðitíma farin að styttast verulega. Margir hafa reyndar hnýtt í allan vetur og slá hvergi af. Félagar í Stangaveiðifélagi Akur- eyrar hittust síðastliðið þriðjudags- kvöld til skrafs og ráðagerða um leið og þeir hnýttu fyrstu flugur vetrar- ins. Það væri synd að segja að þröng hafi verið á þingi, enda aðeins þeir alhörðustu farnir að huga að flugun- um sem fiskurinn tekur næsta sum- ar. Þarna voru þó hnýtarar á öllum aldri og glatt á hjalla. Hnýttar voru púpur fyrir silunginn, Pheasant Ta- il og fleira, og ungur hnýtari bjó til nokkrar Black Ghost straumflugur sem hann sagði að væri óbrigðular í Laxá neðan stíflu. Myndlistarmaðurinn Guðmund- ur Armann Sigurjónsson sagði að það væri svo sem varla hægt að bú- ast við miklu fjölmenni svona fyrst í stað á hnýtingakvöldunum en að það myndi bætast í hópinn jafnt og þétt með hækkandi sól. “Maður Lítil rauð púpa í framleiðslu, en Guð- mundur Armann Sigurjónsson segir að veiðimaður eigi aldrei nóg af flugum. Æfingar byrjaðar á fullu „Þetta er meiriháttar og góð æf- ing fyrir sumarið, ég hef farið þarna áður,“ sagði veiðimaður sem við hittum og var á kastæf- ingu hjá Ármönnum. En núna standa yfir kastnámskeið hjá Ármönnum í íþróttahúsi Kenn- araháskólans og í TBR húsinu við Gnoðavog,. Fyrsta nám- skeiðið er byrjað í TBR húsinu og standa þau yfir í fjóra sunnu- daga. Næsta námskeið verður 5. febrúar til 26. febrúar, síðan 5. mars til 25.mars og svo 2.apríl til 30. apríl. Það er um að gera fyrir veiðimenn að mæta og æfa sig fyrir sumarið, kennar- arnir eru góðir og allavega ein veiðisaga er sögð frá síðasta sumri. á aldrei of mikið af flugum,” sagði Guðmundur Ármann. “Og hvað er betra en að setjast niður með félögunum svona einu sinni í viku, hlusta á veiðisögurnar og ræða landsins gagn og nauðsynj- ar. Hér hnýta menn flugur og hnýta líka hverjir í aðra.” Margar veiðibúðir eru byjaðar að bjóða uppá námskeið og í Utivist og veiði er Engilbert Jensen með nám- skeið þessa dagana og hafa margir bókað sig á þau. Hann verður með þrjú námskeið hjá þeim. Þá hafa Ármenn verið duglegir að hnýta og fleiri og fleiri veiðimenn á öllum aldri. Myndir/Ragnar Hólm Fluga hnýtt fyrir sumarið en biðin styttist verulega. Lögbundin verkefni Inniendir viðburðir Átaksverkefni samstarfi við félögin og í því skyni eru fundir með formönnum félag- anna lykilatriði. Á þessum fundum kynnir stjórn LS sínar hugmyndir að starfseminni, félögin kynna sína starfsemi og um þetta er rætt og niðurstaðan væntanlega sú að aðil- ar hafa dýpri skilning á hlutverki og starfsemi félagsins. Ekki má gleyma því að á þessum fundum fer fram mikilvægt atriði sem ekki er á dagskrá fundarins, og það er þegar formenn félaganna kynnast og ræða sín á milli um helstu hags- munamálin. Annað atriði eru minni samráðsfundir, gegnum síma, tölvu- póst eða með heimsóknum í félögin. Þessi samskipti skipta miklu máli til að upplýsa og miðla þekkingu á málefnum stangaveiðifélaga milli félaganna og LS. Ég hef allavega sannfært sjálfan mig um að félagið hafi tilgang og að markmið þess séu enn í fullu gildi,“ segir Ingólfur að lokum. Hver þessara lykilþátta getur svo innihaldið fjölda minni verkefna, allt eftir eðli og aðstæðum hverju sinni. Fullyrða má að þessir sex höf- uðdrættir í starfseminni verði þó að mestu þeir sömu þótt verkefnin innan þeirra breytist. Skoðum einn lið nánar, eða samskiptin við stanga- veiðifélög: Eins og áður hefur komið fram er LS félag félaganna og á að gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Þetta gerir félagið eingöngu í nánu Utsölulok þridjudaginn 31. janúar Opið: Mánud.-fðstud. 10-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga11-16 Tökum til í fluguhnýtingarefninu og seljum með miklum afslætti. Takmarkað magn af önglum 60% afsl.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.