blaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 30
38IFÓLK
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 blaöiö
FORDÓMAR
Smáborgarinn á vin sem er nýfluttur til
Reykjavikur úr sveitinni og er si kvart-
andi yfir því sem okkar ástkæra höfuborg
hefur upp á að bjóða.
Um daginn fórum við félagarnir í
Kringluna og vinurinn ætlaöi ekki að
hætta að kvarta og byrjaði strax í bíla-
stæðaleitinni. „Hvareigum við að leggja?
helv$#%& Reykjavík, aldrei stæði. Hvað í
ands&$$# ætlar þessi að gera?" Ég sagði
honum að róa sig, leitin af bílastæðum
getur vissulega tekið smá stund en mað-
ur verður fljótt gráhærður ef maður ætl-
ar að láta það á sig fá. Þegar við vorum
komnir inn í Kringluna hélt ég að hann
ætlaði endanlega að missa vitið. Hann
bölvaði í hljóði yfir öllu fólkinu, gekk á
fólk, bölvaði meira og svitnaði. Hann
ætlaði ekki að trúa því að svona margt
fólk þyrfti virkilega að versla og honum
fannst allir vera fyrir sér. Ég hló nú bara
að látunum í honum og sagði að svona
ætti maður ekki að haga sér opinberlega.
Loks vorum við komnir út og farnir að
keyra Miklubrautina. Ég ætlaði ekki að
trúa mínum eigin eyrum þegar hann fór
að bölva yfir því að þurfa að nota stefnu-
Ijós! „Til hvers þurfa allir að vita hvert ég
er að fara?" - frussaði hann út úr sér og
ég fékk pepperóní bita af pizzusneiðinni,
sem hann át í Kringlunni, framan í mig.
Mér var nóg boðið, ég sagði honum að ef
hann ætlaði virkilega að væla yfir þessu
skyldi hann bara koma sér aftur í sveitina
þar sem hann ætti greinilega heima því
þar gæti hann lagt bílnum á túninu - eng-
ir bílar þar, verslað í mannlausri sjoppu
og farið ferða sinna á hesti - þvi ekki eru
stefnuljós á þeim! Þegar ég hafði sleppt
síðasta orðinu og horfði á þögult og undr-
andi andlit vinar míns áttaði ég mig á að
ég var með nákvæmlega sömu fordóma
gagnvart sveitinni og hann er með gagn-
vart höfuðborginni. Ég skammaðist mín
mikið og roðnaði niður f tær. Loks baðst
ég afsökunar. Hann brosti og sagði að
þetta væri allt í lagi enda hafði hann bara
verið að grínast því í sveitinni yrðu menn
að hafa eitthvað til að tauta yfir. Ég hló
og sagði að hann væri nú meira fíflið, fífl
sem hjálpaði mér að gera mér grein fyrir
fordómum mínum og hjálpaði mér þar af
leiðandi að uppræta þá. Góður.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
HEYRST HEFUR...
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn.
Hvað finnst þér um sigur
Björns Inga Hrafnssonar í próf-
kjöri Framsóknarflokksins?
„Ég óska Birni Inga til hamingju með þessa niðurstöðu. Ég þekki ekki bak-
tjaldaátök í kringum þetta prófkjör en þetta er mætur maður og áhugasam-
ur um borgarmálin. Ég býð hann bara velkominn í baráttuna.“
Björn Ingi Hrafnsson sigraði á laugardaginn í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Notaði verðlaun sem kylfu
Söngvarinn James Blunt notaði verðlaun Nrj útvarpsstöðvarinnar sín sem besti nýliðinn til
að berja innbrotsþjóf á dögunum. Blunt var sofandi inni á hótelherbergi sínu í Cannes í Frakk-
landi þegar hann heyrði að það var verið að brjótast inn. „Það var algjört myrkur og ég sá ekki
neitt”, sagði Blunt á blaðamannafundi. „Ég var að leita að síma eða neyðartakka en það eina
sem ég fann var verðlaunasyttan mín. Hún er stór og þéttur klumpur svo ég tók J
lamdi þjófinn. Hann náði þá að henda sér af svölunum og flýja.”
Blunt gantaðist svo og sagðist vona að hann ynni Brit-verðaun. „Maður veit aldr-
ei hvenær verðlaunin koma sér vel gegn innbrotsþjófum.”
Franz mun ekki
rokka með öðrum
Skosku partí-rokkararnir i Franz Ferdinand segjast aldrei ætla að ganga til
liðs við aðra rokksveit og flytja eða semja lög með henni því þeir óttist að
það yrði of sjálfumglatt.
Franz Ferdinand hafa skapað sinn eigin stil og vilja alls ekki missa hann
í rokk dúett. „Það er mikið um að raf- og rokktónlist vinni saman”, sagði
Bob Hardy, bassaleikari sveitarinnar. „En ég held að ef rokkbönd vinna
saman hljómi það eins þau séu að upphefja sig sameiginlega.”
Paltrow þolir
ekki fullar konur
Leikkonan ljóshærða, Gwyneth Paltrow, segist ekki þola drykkjumenningu
ungra breskra kvenna. „Mér líkar ekki við fullar konur, þær líta svo illa út,”
sagði Paltrow í viðtali nýlega. „Þær eru bara að lítillækka sjálfa sig með því að
vera blindfullar á almannafæri. Ég og vinkonur mínar gerum þetta ekki, við
erum þroskaðar og kunnum að drekka.”
X
'm:
Kristinn H. Gunnarsson,
þingmaður Framsóknar-
flokksins, sagði um helgina að
hópurháttsettra
einstaklinga
og forystufólks
innan Fram-
sóknarflokks-
ins, tengd Birni
IngaHrafnssyni,
muni reyna að
hafa áhrif til að koma Kristni,
og jafnvel fleiri þingmönnum
flokksins, af framboðslista
Framsóknarflokksins fyrir Al-
þingiskosningarnar á næsta
ári. Með þessu þykir ýmsum,
sem Sleggjan sé að beita gamal-
kunnu bragði úr sinni fyrri vist
i Alþýðubandalaginu, sumsé
að skamma Albaníu til þess að
gagnrýna Kína. Fyrir vestan
er það hins vegar mál manna
að lítið dugi fyrir Halldór Ás-
grímsson að reyna að bola
Kristni burtu, hann sé einfær
um það sjálfur. Er þungt hljóð í
mörgum framsóknarmönnum
þar, sem telja að Kristinn hafi
dæmt sig og þar með kjördæm-
ið til einangrunar og áhrifaleys-
is...
Velgengni sjónvarpsstöðvar-
innar Sirkuss hefur ekki
verið alveg eins og að var stefnt
í upphafi. Ýmsar sviptingar
hafa orðið í dag-
skrárgerð í von
um að ná stöð-
inni á strik, en
allt hefur kom-
ið fyrir ekki, áhorfendur hafa
látið á sér standa og auglýsend-
ur sömuleiðis. Eins og vant er
þarf að kenna einhverjum um
og því var Hannes Steindórs-
son, sölustjóri, látinn taka pok-
ann sinn fyrir skömmu. Hann
var einn þeirra lykilmanna,
sem Sirkus náði í af Skjá einum
á sínum tíma...
Athygli fjölmiðla er misvel
þegin eins og gengur, en
stundum ganga menn sjálfvilj-
ugir í.gildruna. Um daginn var
tekið viðtal í Kastljósinu við ná-
unga, sem safnar óvenjulegum
gæludýrum á borð við tarant-
úla-köngulær og snáka. Hann
vildi skiljanlega ekki koma
fram nema í skuggamynd,
enda er innflutningur á skepn-
um af þessu taginu bannaður.
Allt mun þó hafa komið fyrir
ekki, nágranni mannsins kann-
aðist við innbúið og lét yfirvöld
vita...
ókeypis til
heímila og fyrírtækja
altavirka daga ■ ■
eftir Jim Unger
4-12
© Jlm Unger/dlst. by Unlted Medla, 2001
Eins og pabbi gamli sagði við mig: Fáðu þér góða
og sterka konu og láttu útlitið ekki trufla þig.
Prófkjörsbarátta Samfylk-
ingarinnar í höfuðborg-
inni er nú komin á fullan skrið,
enda fer það
fram um aðra
helgi. Ofur-
bloggarinn
Össur Skarp-
héðinsson er
í miklu stuði
þessa dagana
og skrifar
m.a. frábæra leiðsögn í gegn-
um frambjóðendahópinn í próf-
kjörinu. En hitt er skrýtnara að
Ossur minnist ekki einu orði á
óendanlegt fylgistap Samfylk-
ingarinnar undir öruggri stjórn
svilkonu sinnar, Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur. Sam-
kvæmt nýrri könnun Félagsvís-
indastofnunar er Samfylkingin
komin niður í 23,6% fylgi, en
hún hafði 31% í þingkosning-
unum árið 2003, 27,4% í könn-
un Gallup í desember og 34%
þegar Ingibjörg Sólrún taldi
nauðsynlegt að velta Össuri úr
formannsstóli í fyrravor. Með
þessu áframhaldi verður Ingi-
björg Sólrún búin að þurrka
flokkinn út um mitt ár 2008.