blaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 4
4 I IWWLEWDAR FRÉTTIR 1 Leyfðar verða veiðar á 909 hreindýrum í ár, en f fyrra mátti skjóta 800 dýr. Hreindýraveiðar Rúmlega 1.200 um sóknir hafa borist í gær höfðu rúmlega 1.250 einstak- lingar sent inn umsókn um að fá að skjóta eitt af þeim 909 hreindýrum sem leyft verður að skjóta á hausti komanda. Að sögn Jóhanns G. Gunn- arssonar, starfsmanns Hreindýra- ráðs á Egilsstöðum eru þetta heldur fleiri umsóknir en borist höfðu á sama tíma í fyrra. Þá var slegið met í fjölda umsókna þegar um 1.600 umsóknir bárust vegna þeirra 800 dýra sem þá var leyft að skjóta. Segir Jóhann að allt stefni í að umsókn- irnar í ár verði fleiri en á móti komi að leyft verði að fella rúmlega 100 dýrum meira í ár en á síðasta ári. Fáir erlendir veiðimenn Þeir sem hafa áhuga á að komast á hreindýraveiðar næsta haust eru ekki ennþá orðnir of seinir að sækja um veiðileyfi, því það er hægt að gera fram til 14. febrúar næstkomandi. Jó- hann segir að flestir noti tækifærið þegar veiðiskýrslum er skilað inn rafrænt til veiðimálastjóra til að sækja um leyfi en fleiri leiðir séu færar, m.a. að senda beiðni um leyfi á netfangið hreindyr@hreindyr.is. Undanfarin ár hefur nokkuð verið rætt um fjölda erlendra veiðimanna sem hingað koma til hreindýraveiða. Á tímabili voru bundnar nokkrar vonir um að hægt væri að markaðs- setja veiðarnar erlendis og byggja upp ferðamannaiðnað í kring um þær. Það virðist hinsvegar lítt hafa skilað sér þar sem aðeins 10 til 15 erlendir veiðimenn komi hingað til lands á hverju ári, og ekki stefnir í að breyting verði þar á. Jóhann segist ekki hafa skýringar á þessu, nema hugsanlega þær að úthlutun- arkerfið fæli erlenda veiðimenn frá. Hver sem uppfyllir skilyrði getur sótt um leyfi, en síðan er einfaldlega dregið úr innkomnum umsóknum, í einskonar happdrætti. Það er gert um mánaðamótin febrúar og mars, og það er því ekki fyrr en þá sem veiðimenn vita hvort þeir fái veiði- leyfi eða ekki. Jóhann segir að sú óvissa sem i kerfinu felist gæti fælt erlenda veiðimenn frá. Flugstöð Leifs Eiríkssonar Fríhöfnin ekki í samkeppni við íslenska verslun Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) telja óeðlilegt að fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli skuli vera i sam- keppni við einkareknar verslanir um snyrtivörur, rafmagnsvörur, leikföng og aðra sérvöru. Kalla sam- tökin á breytingar á tollalögum sem takmarki vöruúrval það sem er á boðstólum í komuverslun flugstöðv- arinnar. f frétt á vefsíðu samtakanna kemur fram að þau hafi lengi krafist þess að fyrirkomulagi verslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar(FLE) verði breytt þannig að vöruúrvalið verði einskorðað við áfengi og tóbak. Að mati samtakanna verða versl- anir í Reykjavík af viðskiptum auk þess sem rikið verður af tekjum af þeim viðskiptum. Einnig segir að verði ekki fljótlega af þessari breyt- ingu hafi samtökin fullan hug á því að fylgja málinu eftir á vettvangi EFTA. Flugstöðvarmenn mótmæla FLE brást við þessum ummælum í gær og í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu segir, að það sé mat FLE að helstu samkeppnisaðilar komuversl- unarinnar í flugstöðinni séu ekki verslanir í landinu. Hins vegar er frí- höfnin að þeirra mati í samkeppni við aðrar fríhafanarverslanir á erlendum flugvöllum. Með því að bjóða upp á góða og samkeppnis- hæfa fríhafnarverslun hér á landi sé því verið að færa verslun frá út- löndum og til Islands. „Um leið er það til ómældra þæginda fýrir ferða- menn að þurfa ekki að ferðast með tollfrjálsan varning í flugi á milli landa ef þeir geta keypt hann á jafn- góðum eða betri kjörum í komuversl- uninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ eins og segir í tilkynningu. Önnur rök sem FLE beitir fyrir sig í mál- inu eru tollamörk. Þeir benda á að aðeins sé hægt að versla fyrir 46 þús- und krónur í hverri ferð og má verð- mæti hvers hlutar ekki vera meira en 23 þúsund krónur. m s I A endanum velur þú Corolla Corolla tiifinningin er góð Síðustu 20 árin hefur Corolla verið mest keypti bíllinn. íslendingar treysta Corolla og bera til bílsins tilfinningar sem gera það að verkum að þeir kaupa hann aftur og aftur. Kannski er svarið við spurningunni, af hverju Corolla, sú að Corolla er einstaklega ódýr bíll í rekstri, öruggur, þjónustan við eigendur er frábær - og svo er auðvitað gott að keyra hann. Kannski er svarið flóknara. Kannski eru það hinir óendanlegu möguleikar. Þvf þótt þú veljir Corolla þá er valið fjölþættara. Hvaða gerð af Corolla viltu, hvaða búnað, hvaða lit, hvaða skiptingu? Spurningarnar eru fleiri. Corolla er bíllinn þinn, þú ræður hvernig hann er. Á endanum velur þú Corolla. Toyota Toyota Akureyri Toyotasalurinn Toyotasalurinn Nýbýlavegi 4 Baldursnesi 1 Njarðarbraut 19 Fossnesi 14 Kópavogur Akureyri Reykjanesbær Selfoss Sími: 570-5070 Sími: 460-4300 Sími: 421-4888 Sími: 480-8000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.