blaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 25
blaðið MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 HEILSA I 25 BlaÖiÖ/Steinar Hugi Ekki nota tannkrem á gervitennurnar! Hreinsun gervitanna ábótavant 6 góð ráð fyrir gervitannanotendur: • Bursta tanngóminn minnst tvisvar á dag .með Maxil tannsápu og gervitannabursta NYLÍNA Á FRÁBÆRU VERÐI Margir gervitannanotendur þurfa að skipta um gervigóm mun oftar en ætla þyrfti sökum þess að tennurnar eru hreinsaðar með röngum hætti sem leiðir til þess að þær skemmast. fris Bryndís Guðnadóttir er tann- smíðameistari með klínísk réttindi og starfar á Aðaltannsmíðastofunni í Hátúni 8. Segir hún að gervigómar eigi venjulega að endast í 6-io ár en alítof algengt sé að fólk komi eftir mun skemmri tíma og þurfi að skipta um góm og hafi þá jafnvel fengið sýkingu. „Algengt er að fólk fái sveppasýkingu og slímhúðabólgu undir gervigóma og er það í flestum tilvikum vegna þess að fólk hreinsar tennurnar ekki nógu vel og gengur of lengi með illa passandi tennur,“ segir Iris. Tannsápur, ekki tannkrem „Það eru til sérstakar tannsápur sem eru ætlaðar fyrir gervitennur og slímhúð munnsins,“ segir fris og telur að algengt sé að gervitannanot- endur viti ekki af þessum sápum. íris segir að algengur misskilningur meðal fólks sé að nota tannkrem til að hreinsa gervitennurnar en það sé þeim hins vegar skaðlegt. „I tann- kremi er svonefndur slípimassi sem rispar þær og svo sitja bakteríurnar í rispunum.“ Segir hún að dæmi séu um að fólk hreinsi gervitennur með uppþvottalegi eða handsápu, sem að á árum áður hafi verið viðurkennt en þyki ekki boðlegt í dag. „Upplýsingastreymið hefur einfald- lega ekki verið alveg í lagi og ástæðan fyrir því að fólk er að hreinsa tenn- urnar vitlaust er að það hefur ekki nægilega vitneskju.“ Hún segir að þó sé rúmur áratugur síðan tannsápan gerði vart við sig á íslandi. íris segir að einnig séu til freyðitöflur sem hægt sé að setja í vatnsglas og láta tennurnar liggja í en þó komi ekkert i stað þess að bursta gervitennurnar kvölds og morgna. Fjöldi fólks notar gervitennur íris segist mæla eindregið með vörum frá danska framleiðand- anum Maxil en þær eru gerðar úr náttúrulegum efnum. „Frá þessum framleiðanda er hægt að fá gel, fljót- andi sápu, krem, úðabrúsa og svo eru sérstök efni tif að hreinsa tann- steininn. Nota á mjúkan tannbursta fyrir slímhúð munnsins og annan harðan fyrir gervigómana.“ Iris þver- tekur fyrir að efnin séu kostnaðar- söm og segir þau á svipuðu verði og venjuleg tannkrem. „Þessar vörur eiga að fást í velflestum apótekum,“ bætir hún við. Aðspurð segist íris telja að hér- lendis noti í kringum 70% af fólki 65 ára og eldri gervitennur. Segist hún með öllu ósammála því að gervi- tennur séu á leiðinni burt, þvert á móti noti fjöldi fólks slíkar tennur og það muni halda áfram. íris segir að misjöfn verð séu í gangi á markaðnum en Trygginga- stofnun niðurgreiðir að jafnaði 50% eða 75% af verði gervitanna fyrir öryrkja og 67 ára og eldri. Fer það eftir því hvort þeir hafi tekju- tryggingu eða ekki. Hjá Aðaltann- smíðastofunni er t.a.m. boðið upp á gervitennur í efri og neðri góm á 120 þúsund krónur og er þá allt innifaUð. • Bursta slímhúð gómsins og tungu með mjúkum Maxil bursta. • Skolið gervitennur eftir hverja mál- tíð efhœgt er að koma því við. • Hreinsa tennurnar með tóbaks- og tannsteinshreinsi einu sinni í viku. • Leita tilfagfólks einu sinni á ári og láta yfirfara tennurnar. • Efekki er sofið með tennurnar skal láta þær liggja í vatnsbaði með tannsápuyfir nóttina bjorn@bladid.net (ris Bryndís Guðnadóttir kr 129.000 TT NYTT ÝTT NÝTT HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA ggTETI SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG / HÚSGAGNAVAL. HÖFN S: 478 2S3S 220x90 kr. 45.700 - 160x90 kr. 39.900.- stóll kr. 19.800 - —J

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.