blaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 13
blaöið MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 VIÐTALI 13 lingar séu vissulega til í Islam rétt eins og í öðrum trúarbrögðum. Minn skilningur á þannig fólki er einmitt að það sé ekki bókstafstrúað, því þeir sem lesa t.d. Biblíuna eða Kóran- inn og skilja þau rit bókstaflega ættu að finna þann frið, fegurð og mann- gildi sem þar eru predikuð. Hinir svonefndu bókstafstrúarmenn lesa hinsvegar Biblíuna og Kóraninn með sérstöku hugarfari, sem miðar að því að leita að illu í heiminum, frekar en fegurð í kristinni trú, íslam eða gyð- ingdómi - leita að hlutum sem valda þjáningu annarra. Ef boðskapur þessa bókstafstrúarmanna er skoð- aður má sjá að hann er svipaður, burt- séð frá því hvaða trú þeir aðhyllast. Þetta eru einstaklingar sem telja sig hafa einkarétt á Guði, einkarétt á því að túlka spámenn hans og einkarétt á því að dæma aðra. íslam er falleg trú, sem boðar frið, sátt og samlyndi í mannlegu samfélagi. Að láta sér detta í hug að allir mús- limar séu hatursfullir bókstafstrú- armenn er furðulegt - fimmtungur mannkyns eru múslimar og þú getur rétt ímyndað þér ástandið ef fimmti hver maður sem þú hittir væri geggj- aður morðingi. Til er snargeggjað fólk innan íslam sem drepur sak- laust fólk í nafni trúarinnar, rétt eins og til er snargeggjað fólk í kristni, líkt og ástandið í írak, Afghanistan og Palestínu bendir til - stríðin þar eru gerð í nafni lýðræðis og krist- inna gilda. Vandamálin verða til þegar einhver þjóðfélagshópur þyk- ist æðri en aðrir og ætlar sér sérstakt hlutverk af hálfu guðs - þá gleymist auðmýkt og undirgefni gagnvart ná- unganum sem boðuð er í flestum trúarbrögðum." ísrael í hag að sverta múslima Telur þú að íslam og arabaheim- urinn séu sýnd í réttu Ijósi í vest- rœnumfjölmiðlum? „Nei, það held ég ekki, ekki síst í ljósi ástandsins sem er búið að vera sið- asta áratuginn milli vesturheims og Islam. Dregin er upp svört mynd af ástandinu í arabaheiminum sem er í raun ekki rétt - og svo má spyrja af hverju fréttaflutningurinn var ekki svipaður fyrir fimmtíu árum, þegar ástandið hvað varðaði menntun og pólitík var mun verra. Það eru nátt- úrulega gamlir nýlenduherrar sem stýra þessari umfjöllun mikið og hún litast líka af vandanum milli ísraels og Palestínu; það er klárlega ísrael i hag að sverta múslima. Það er ítrekað einblínt á það versta í fréttaflutningi sem tengist Islam og fjölmiðlar gerast ítrekað uppvísir af því að taka viðtal við fáfróða og illa upplýsta fjallabúa í Afghanistan, þar sem lífið hefur ekki breyst í 1400 ár. Og þessir menn, ásamt hryðjuverka- mönnum eru gerðir að fulltrúum ís- lam í vestrænum fjölmiðlum, meðan staðreyndin er sú að innan íslam þrífst öflugt fræðasamfélag sem vinnur að upplýsingu. Þess má svo geta að íslam vaxa örast allra trúar- bragða í heiminum - vill fólk trúa því að allir sem ganga trúnni á vil séu svona vitlausir?“ Tjáningarfrelsi fylgir ábyrgð Hver er þín afstaða til teiknimynd- anna af Múhameð spámanni sem danska dagblaðið Jyllands- Posten birti á sínum tíma og hefur vakið mikla ólgu innan múslimaheimsins? „Mér þykir athæfi dagblaðsins danska vera mjög ámælisvert. I Is- lam er bannað að teikna myndir og gera styttur af spámönnum eða guð- legum verum - ekki Múhammeð, Jesú, Móse eða neinum öðrum. Það er litið svo á að þetta sé heilagt fólk sem við getum aldrei gefið rétta mynd af. Ég er mjög hlynntur óheftu tjáningar- frelsi og öllu sem því fylgir - það þarf að virða og varðveita - en því fylgir ábyrgð. Þó ég búi við tjáningarfrelsi þýðir það ekki að ég þurfi vísvitandi að móðga náungann með því. Myndirnar í Jyllands-Posten fara langt handan þess að vera einfaldar skopmyndir, jafnvel sé litið hjá því að með því athæfi einu að birta þær eru forsvarsmenn blaðsins að ganga vísvitandi móti boði sem við teljum heilagt. Þetta eru fordómafullar myndir og í þeim er pólitískur boð- skapur, það er það sem er pirrandi við þetta allt saman. Hvaða tilgangi eiga þær að gegna? Upplýsa fólk og fræða? Nei, með þessum myndum er einungis verið að ýta undir fordóma gagnvart stórum hluta mannkyns. Hvað ertu að segja um múslima þegar þú teiknar mynd af helsta spá- manni þeirra með túrban sem er eins og sprengja í laginu? Hvaða skilaboð gefur það? íslam er bara sprengjur og morð? Og nú verður að gæta að því að upp undir 5% Dana eru múslimar - hvaða skilaboð eru myndirnar til þeirra? Ég sýni mitt tjáningarfrelsi í verki með því að kaupa ekki danskar vörur og með því er ég ekki að móðga neinn - bara tjái mig og það á mjög meinlausan máta, því ég er ekki að segja neitt um Dani eða danskar vörur með því. Ég vona að fólk læri af þessu, læri að tjáningarfrelsi fylgir ábyrgð. I sumum löndum þykir ekki athugavert að brenna þjóðfána, en ég er hræddur um að einhverjir myndu yggla sig ef ég færi niður á Lækjartorg og tendraði fána þar, eðlilega. Það sem ég er að reyna að segja er að þjóðir og hópar hafa sína siði, venjur og hefðir sem taka verður tillit til, eigum við að geta lifað í sátt og samlyndi. Og ég held að það sé vel gerlegt.“ Stoltur af palestínsku þjóðinni Salman er sem áður sagði Palestínu- maður að upplagi og heimsækir fóst- urjörð sína reglulega. Hann á þar enn fjölskyldu og vini, þrátt fyrir að hafa flust burt á unga aldri („Við fjöl- skyldan héldum reyndar ættarmót á Snæfellsnesi í fyrrasumar, það var voðalega gaman.“). Hann segist vera stoltur af palestínsku þjóðinni vegna nýafstaðinna kosninga, þar sem Hamas-samtökin sigruðu með yfir- burðum. „Þetta voru frábærar kosn- ingar,“ segir Salmann, „það var allt að 80% kjörsókn á vissum stöðum og hún fór hvergi undir 70%. Ég tel þetta sýna að palestínska þjóðin er nægi- lega þroskuð til þess að eignast eigið ríki, fái hún tækifæri til þess. Með því að kjósa Hamas var þjóðin að losa sig við spillingu sem hafði grass- erað og koma sér vonandi upp sterkri stjórn sem er í stakk búin til að takast á við vandamálið með ísrael. Fráfar- andi stjórn var allt of eftirgjöful, nú held ég að komin sé sterk stjórn sem kannski knýr Israel til samninga. Allt tal um að Hamas séu hryðju- verkasamtök er á röngum forsendum, held ég. „Við höfum okkar ályktanir frá Sameinuðu þjóðunum og við förum,“ segja þeir - og ég held að það eigi að taka mark á því. Ekki fleiri útúrsnúninga. Mér sýnist sem íslend- ingar séu loks farnir að sjá að þetta ástand fyrir botni miðjarðarhafs gengur ekki til lengdar og að ísrael er í mörg ár búið að ljúga og plata þá og aðrar þjóðir með því að lýsa Palestínu- mönnum sem árásaraðilum í þessari deilu. Við höfum misst okkar heimili og land, helmingurinn af þjóðinni er ennþá í flóttamannabúðum eftir 50 ár. Núna vilja þeir hræða heiminn með því að kalla Hamas hryðjuverka- hóp. Fólk þarf að vita hið sanna. Man- dela var einu sinni kallaður hryðju- verkamaður. Ghandi líka.“ haukur@vbl.is Úrval Ijósa á frábæru verði! 14.980- Verð áður: 19.970- 990- Verð áður: 1.990- / 1.990- Verð áöur: 2.990- 1.990- Verð áður: 2.890- \ i- \ / \ 2.990- Verð áður: 3.890- 11.740- Verð áður: 18.850- 5íT® tnmnl jitnT pLmrnnB Rafkaup Ármúla 24 • S: 585 2800 Opið lau.; 11:00 -16:00 4.990- Verð áður: 6.960- 2.990- Verð áður: 3.890-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.