blaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÖAR 2006 blaAÍ6 16 I FERMINGAR Metþátttaka í borgaralegri fermingu í ár: Styrkjast sem ábyrgir borgarar Borgaraleg ferming er valkostur sem sífellt fleiri börn ákveða að nýta sér ár hvert. „Borgaraleg ferming er valkostur í stað kirkjulegrar fermingar fyrir unglinga sem eru ekki kristnir en vilja samt halda upp á þessi tímamót í lífinu,“ segir Hope Knútsson, upphafsmaður borgara- legra ferminga á íslandi. Fyrst var fermt með þessum hætti hér á landi árið 1989. „Ég var búin að heyra af þessu frá öðrum Norðurlöndum, einkum Noregi þar sem þetta hefur farið fram frá því snemma á 6. áratugnum," segir Hope um það hvernig hún kynntist borgaralegum fermingum. „Ég skrifaði grein í dag- blað hér á landi þar sem ég sagði frá því að börnin mín ætluðu sér að fermast borgaralega, útskýrði hvernig þetta væri gert í Noregi og spurði hvort það væru fleiri hér á landi sem hefðu áhuga á þessu. Sím- inn byrjaði að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni, fýrir börnin mín, er orðið að ævistarfi mínu. A.m.k. hugsjónastarfi,“ segir Hope og hlær. I kjölfar fermingarinnar 1989 fór Hope ásamt öðrum að leggja grunn- inn að stofnun félags í kringum borgaralegar fermingar og ári síðar var Siðmennt, félag siðrænna húm- anista á Islandi, sett á laggirnar og er Hope formaður þess. Hún segir fjölda þeirra sem fermast með borgaralegum hætti sífellt vera að aukast og er metþátttaka í ár, en nú eru börnin 129 talsins. Er það 40% aukning frá síðastliðnu ári, sem var einnig metár. Læra að vera ábyrgir borgarar Hope segir að þátttakendur í borg- aralegri fermingu þurfi fyrst að sækja 12 vikna námskeið. „Nám- skeiðið snýst aðallega um siðfræði og mannleg samskipti. Við fræðum börnin um hvað það þýðir að vera fullorðin manneskja og reynum að kenna þeim að taka ábyrgð á eigin Glæsilegar lermíngarveíslur lyrír litla sem stóra hópa, hvort sem er í salarkynnum okkar eða út í bæ VEISLUÞJOIMUSTA S.5S5-4477ogS55-1857 * gaflinn;,gaflinn.is • (jaflinn.is aa/vjcvóv/s/ J/)/íyuí/>o/v/ • .s'/ini/•/>/•<n/<)';to/a • .\//ia/'c//a//aii/io/'4 /a/^///ad/>or<) • /a// />(>/•<) • t/a/s// /l/ad/o/'d ■s/xv/t.s/'/ /i/ail/o/'il • au.s/a/'/t.s// /t/ail/oril /x/.s/'i://i/' .s/ci/arA/ail/o/'o • .syáoa/•/•<•//a/'//a<J/o/'<) ■S/<>/ 'OCI.s/ll/o/'d Frá borgaralegri fermingarathöfn í fyrra Hope Knútsson hegðun og skoðunum," segir Hope. Hope segir að merking orðsins ferm- ing sé „styrking“ og það sé nákvæm- lega það sem þau séu að gera; að styrkjast í þeirri ákvörðun að verða ábyrgir borgarar. „I athöfninni taka svo börnin sjálf mjög virkan hátt. Þau koma fram og spila á hljóðfæri, lesa ljóð, flytja ávörp og öll athöfnin er mjög hátíð- leg og falleg. Við fáum líka tvo utan- aðkomandi ræðumenn sem flytja ávörp um þýðingu þessara tíma- móta og rétt fólks til þess að vera öðruvísi," segir Hope. Fermingar kirkjunnar of snemma Hope segir að margs konar ástæður liggi að baki ákvörðun barna um að fermast borgaralega. „Flestir eru ekki alveg tilbúnir að strengja trúar- heit til lífstíðar og vita ekki nákvæm- lega hvað þau trúa á, enda ekki nema 13 ára,“ segir Hope og bætir við að ekkert sé því til fyrirstöðu að þeir sem fermist borgaralega taki trú síðar meir. „í nokkrum tilfellum hafa börn bæði gengið til prests og sótt okkar námskeið og ákveðið að því loknu hvora athöfnina þau vilja frekar“, segir Hope. „Við berum mikla virðingu fyrir krökkum sem fermast í kirkju vegna ein- lægrar trúar. En annars er það bara hræsni.“ Hún segir sína skoðun vera að börn séu of ung til að taka ákvörðun um að strengja trúarheit þegar þjóðkirkjan áætlar að þau geri það. ,Okkur finnst að fermingaraldurinn eigi að vera frjáls svo að krakkarnir geti gert þetta þegar þau eru tilbúin," segir Hope að lokum. Heimasíða Siðmenntar er á slóðinni www.sidmennt.is. Fermingarbörn flykkjast í hárgreiðslu, gervineglur ogförðun: Fín á fermingardagimi Fermingardagurinn er mikið tilhlökkunarefni fyrir flesta ung- linga, enda táknar hann vígslu í fullorðinna manna tölu. Það er þvi heilmikill undirbúningur og vitanlega vilja blessaðir ungling- arnir líta sem allra best út. Enda er líka oftar en ekki farið til ljósmyndara og teknar myndir sem síðan eru vitnisburður dags- ins um alla framtíð. Stúlkur og drengir flykkjast því í förðun, hár- greiðslu og jafnvel gervineglur fyrir daginn mikla. Samkvæmt Rósu Björk Hauks- dóttur hjá Neglur og list er alltaf tölu- vert um það að stúlkur fái sér gervi- neglur. „Það koma fleiri og fleiri stúlkur ár hvert en yfirleitt halda þær ekki nöglunum lengi heldur er þetta meira bara fyrir fermingardag- inn sjálfan. Oft eru þetta stelpur sem naga á sér neglurnar og vilja vera snyrtilegar.“ Linda Aðalbjörnsdóttir hjá Heilsu og fegurð tekur undir það og segir að stelpurnar vilji vera fínar. ,En við setjum ekki hvaða neglur sem er á fermingarstúlkur, þetta eru litlar og nettar neglur.“ Strákar og stelpur koma í förðun Linda talar einnig um að það sé vin- sælt að koma í förðun fyrir fermingu, en það á við um stráka og stelpur. Við förðum fermingarbörn rétt eins og þau séu ekki með farða á sér. Sumar fermingarstúlkur fá sér snyrtilegar og nettar gervineglur fyrir athöfnina. Strákar sem eru mjög bólóttir koma líka og fá farða. Stelpurnar eru yfir- leitt farðaðar með fölbleikum tón og litlu glossi. En það eru alls ekki allar stelpur sem koma í förðun, það er mjög misjafnt." Kristín Stefánsdóttir, skólastjóri Förðun- arskóla Rifka segir að útskrifaðir nemendur hennar fari mikið á hárgreiðslustofur til að farða ferm- ingarstelpur. „Þetta er mild förðun sem dregur fram einkenni þeirra án þess að þær líti út fyrir að vera farðaðar og er mikið til gert vegna myndatökunnar.“ Liðir og uppsett hár Steinunn Ósk Brynjarsdóttir á hár- greiðslustofunni Mojo/Monroe segir að hárgreiðsla fermingar- stelpna sé frekar látlaus á fermingar- daginn. „Það er mikið um liði og eins er allt hárið tekið upp. Þetta eru voða sætar greiðslur. Það er lítið um hárskraut núna en í fyrra var hárið skreytt með svona litlum fiðr- ildum. Ég nota líka litlar perlur og pallíettur en það er lítið um blóm eins og var alltaf.“ svanhvit@bladid. net Jóhannes Longjjósmyndari www.ljosmyndarinn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.