blaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 20
20 I HEIMILI MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 blaöiö Heimili i hitanum Fasteignir á Spáni verða vinsœlli meðal íslendinga Tískusveiflur í pottablómum Umpottun og áburðargjöf mikilvœg ,Það er mikið um að fleiri en ein fjöldskylda fjárfesti saman i fast- eignum á Spáni segir Einar Guð- mundsson hjá Heimili fasteignasölu. Einar segir mikla aukningu hafi orðið á húsnæðiskaupum f slendinga á Spáni bæði til nýtingar allan árs- ins hring og eins til að nýta í sumar- fríum og öðrum styttri fríum. „Þá er nokkuð um að fólk sem er að ljúka starfsævinni kaupi sér fasteignir til að nýta yfir vetrarmánuðina enda er hitastig á þessum slóðum með því heitasta í Evrópu allt árið um kring. Svæðið við Costa Blanca strönd- ina hefur einnig vakið athygli fjár- festa sem veðja á að fasteignir haldi áfram að hækka í verði eins og reyndin hefur verið og spár gera ráð fyrir.“ Um næstu helgi halda Heim- ili fasteignasala ásamt fasteignasöl- unni Gloria Casa sem er lögskráð fasteigna- og leigumiðlun á Spáni, alfarið í eigu íslendinga, kynningu á fasteignum á Spáni í Perlunni. Kynntar verða eignir á Torrevieja- svæðinu við Costa Blanca ströndina. „Golfáhugamenn eru mjög hrifnir af þessu svæði því þarna er fjöldi golfvalla og æfingasvæða og má þar nefna þrjá 18 holu golfvelli í Villa- martin, Las Rablas og Campoamor í fallegu umhverfi. Einn fyrirlesara á kynningunni um helgina er ein- mitt Þorsteinn Hallgrímsson, marg- faldur Islandsmeistari í golfi en hann hefur leikið á öllum þessum völlum og gerir þeim góð skú.“ Beint flug yfir sumarið Einar segir tiltölulega einfalt sé að leigja eignir á Spáni út til annarra Islendinga hluta úr ári og aðstoðar leigumiðlun Gloria Casa fólk við það. „Þá er orðið mjög auðvelt að komast til þessa svæðis því beint flug er frá Keflavík til Alicante frá páskum og langt fram eftir hausti. Þar á meðal eru lággjaldaflugfélög svo ferðakostaður ætti ekki að vera mjög íþyngjandi. Húsnæði á þessu svæði er al- mennt ódýrara en húsnæði á íslandi en verð fasteigna fer frá 5 milljónum og uppúr. Við erum með húsnæði af öllum stærðum og gerðum, bæði nýbyggingar og notað húsnæði. Þess má geta að á sýningunni verða full- trúar Escudero Promotores sem er einn virtasti byggingaraðilinn á þessu svæði og Hrafnhildur Eiríks- dóttir sem er útibústjóri Cam spari- sjóðsins sem er stærsti sparisjóður- inn á Costa Blanca ströndinni. Hún mun veita allar upplýsingar um fjár- mögnun fasteigna á Spáni.“ Einar hefur sjálfur verið á þessu svæði og segir að þarna sé mikil uppbygging og að svæðið bjóði upp á ýmsa afþreyingu fyrir utan golfið. ,Þarna er hægt að finna afþreyingu fyrir alla fjölskylduna og frá Torre- veieja er stutt í aðrar borgir eins og t.d. Alicante, Cartagena og Murcia. Það er lika mikill kostur að verðlag er talsvert lægra en hér heima.“ Einar hvetur fólk til þess að koma á sýninguna í Perlunni um helgina og kynna sér málin og e.t.v að láta drauminn rætast.“ _ hugrun@bladid.net ,1 skammdeginu þurfa pottaplöntur minni vökvun en í annan árstíma“, segir Ásdís Lilja Ragnarsdóttir, jgarð- yrkjufræðingur í Blómavali. Ásdís segir það fara eftir gerð plöntunnar hversu mikla vökvun hún þurfi. Þykkblöðungar eins og jukkur og plöntur með þykkum stofni þurfa litla vökvun og eiga að þorna alveg upp á milli. Það getur jafnvel nægt að vökva þær einu sinni í mánuði á meðan blómstrandi plöntur þurfa meiri vökvun og mega ekki þorna. Upp úr mánðamótum febrúar- mars hefst umpottunartími plantn- anna en þá hefst vaxtartími margra þeirra. Þegar skipt er um potta er gott að hafa þá 2-4 sentímetra stærri en þann gamla og setja síðan nýja mold í pottinn. Það þarf að umpotta öllum plöntum og þegar ræturnar fara að fylla út í pottinn kallar það á stærri pott. Tveimur vikum eftir umpottun er gott að gefa þeim áburð og yfir sumarið þarf að gefa blómum áburð í hvert skipti sem þær eru vökvaðar." Ásdís segir bestu leiðina til að kanna raka plönt- unnar að stinga fingri ofan i pottinn. Einnig er hægt að fá rakamæli sem er stungið ofan í mold- ina og þannig hægt að fylgjast með raka blómsins. „Blómstrandi plöntur eru yfirleitt einærar og blómgunartími þeirra ekki nema 3-4 mánuðir þó hægt sé að halda lífinu í þeim lengur. Blóm hafa lækkað í verði og það hefur gert fólki auðveldara að skipta blómum út þegar þeirra tími er liðinn. Einnig er hægt að fá blómstrandi blóm eins og Ha- wairós og St. Paulus sem eru alltaf að blómstra." Ásdís segir tískusveiflur í potta- blómum og segir orkedíu mjög vinsæla núna en blómgunartími hennar eru 3-5 mánuðir. „Bonsai er afbrigði sem hefur einnig verið mjög vinsælt. Blómið er haft í litlum potti og yfirvöxtur klipptur reglulega. Þessi planta er lítil og til í ýmsum afbrigðum en hún má ekki þorna og þarf mikla umönnun." Ásdís segir að þegar fólk fer í sum- arfrí sé mikilvægt að vökva blómin vel og geyma þau á skuggsælum stað. Hún segir að það sé í lagi að skilja stærri blóm eftir í viku til hálfan mánuð en blómstrandi blóm þola ekki svo langan tíma án vökvunar. hugrun@bladid.net Rúmið uppáhaldsstaðurinn .Rúmið er uppáhaldsstaðurinn á heimilinu og þar geri ég allt nema borða og horfa á sjónvarp", segir Valdimar Grímsson fyrrum hand- boltakappi og eigandi Lystadúns Marco. „Ætli ég hafi ekki átt ein 5-6 rúm um ævina en núna á ég amer- ískt rúm með heilsudýnu. Þetta rúm keypti ég fljótlega eftir að ég keypti verslunina fyrir þremur árum síðan.“ Valdimar segist leggja mikið upp úr því að fá góða hvíld og það sé ástæða þess að ekki sé sjónvarp í svefnherberginu. „Ég vil hafa sem minnst áreiti í svefnherberginu en núna þegar Evrópukeppnin í hand- bolta stendur yfir væri gaman að eiga stillanlegt rafmagnsrúm, hafa sjónvarp í herberginu og horfa á boltann í rúminu." Valdimar segist ánægður með frammistöðu íslend- inga á Evrópumótinu í handbolta hingað til og bíður spenntur eftir næstu leikjum. „Annars á ég mjög stórt og gott sjón- varp af Phillips gerð sem dugar mjög vel.“ Þó svo Valdimar þurfi að sitja í stofunni og horfa á sjón- varpið á hann samt mjög góðan Lane hvíldarstól sem hann notar. „Næst á eftir rúminu er gamli skrif- borðsstóllinn minn sennilega uppá- haldshluturinn á heimilinu. Þennan stól hef ég átt síðan í menntaskóla og hann stenst tímans tönn fyllilega.“ hugrun@bladid.net Skápatiltekt Hver kannast ekki við að eiga fullan skápa af fötum en samt ekkert til að vera í. Þegar nánar er að gáð eru skáparnir fullir af fötunum sem við erum hætt að nota eða notum ekki dagsdaglega. Alltaf er hægt að gera góð kaup og engin ástæða til að geyma hnörkaðar peysur, föt sem passa ekki eða föt sem við einfaldlega nennum ekki að ganga í lengur. Hér á eftir koma nokkrir nytsamlegir punktar í skápatiltekt 1) Tœmib skápinn. 2) Flokkið föt eftir því hvort þeim eigi að henda, senda á fatasafnanir eða koma fyrir ígeymslunni. 3) Góð þumalfingursregla er að föt sem ekki hafa verið notuð í sex mánuði er hægt að 'efa áfatasafnanir. 4) Setjið föt sem aðeins eru notuð sumar eða vetur (stuttbuxur og þykkar peysur) í efri skápa eða annarsstaðar þar sem þau eru ekki fyrir en auðvelt að ná tilþeirra. Norðurlandabúar flokka fötin eftir árstíðum og sœkja sumarfötin í geymsluna að vori og vetrarfötin að hausti. Veðrátta hér gerir e.t.v. ekki ráð fyrir svo skörpum skilum en samt er hcegt að gera þetta að einhverju marki. 5) Hendið staka sokknum efhinn hefur ekki fundist í nokkrun tíma. 6) Brjóstahaldarinn sem hefur tapað spöngunum íþvotti getur farið sömu leið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.