blaðið

Ulloq

blaðið - 01.02.2006, Qupperneq 22

blaðið - 01.02.2006, Qupperneq 22
22 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 Maöiö EM í Sviss: Rússneski björninn lagður í fyrsta sinn Snorri Steinn fagnar einu af sínum Qórum mörkum gegn Rússum í gær MorgunblaÖið/Brynjar Gauti MÍN SKOÐUN OLAFUR RAFNSSON FORMAÐUR KKI íþróttarekstur Islendingar og Rússar mættust í gær í fyrsta leik 2. milliriðils á Evr- ópumeistaramótinu í handknattleik sem nú stendur yfir í Sviss. Fyrir leikinn í gær hafði ísland ekki unnið Rússland á stórmóti og oftar en ekki hafa Rússar unnið okkur með miklum mun. 1 upphafi leiks í gær leist manni alls ekki á blik- una þegar Rússar komust í 1-4 og tæpar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. Þá var eins og leikmenn Islands vöknuðu af værum blundi og í kjölfarið kom einhver besti leik- kafli sem lengi hefur sést til íslensks landsliðs í handbolta. Staðan breytt- ist úr 1-4 í 10-5 fyrir „strákana okkar“ og á þessum leikkafla sem stóð yfir í einar 13-14 mínútur var varn- arleikur Islands frábær og okkar menn skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum. Ólafur Stefánsson lék með að nýju og hann var frábær í þessum fyrri hálfleik, skoraði 6 mörk. Rússar réðu lítt sem ekkert við þann mikla hraða sem einkenndi leik íslenska liðsins og Island komst í 16-12 þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Þá komu nokkrar slæmar mínútur og Rússar náðu að minnka muninn í tvö mörk og staðan var 17-15 í hálfleik fyrir Island. Upphaf seinni hálfleiks var svipað og upphaf þess fyrri. Rússar byrjuðu betur og lengi vel munaði aðeins einu marki. 21-20, en þá skoraði ísland fjögur mörk í röð og skyndilega var fimm marka munur, 25-20 eftir ellefu mínútna leik. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka var staðan 33-29 fyrir Island en þá skor- uðu Rússar þrjú næstu mörk og allt í einu var eins marks munur, 33-32 og um mínúta var eftir. Spennan var gríðarleg en Guðjón Valur inn- siglaði sigur Islands með sínu ellefta marki í leiknum og 34-32 glæsisigur Islands á Rússum var í höfn. Þar með er efsta sæti milliriðils íslend- inga. Guðjón Valur skoraði 11 mörk, Ólafur Stefánsson var með 8, Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnars- son og Alexander Petterson skoruðu 4 mörk hver, Arnór Atlason skoraði 2 mörk og Vignir Svavarsson 1 mark. Birkir Ivar Guðmundsson varði 7 skot í marki íslands og Roland Valur Eradze 1 skot. I dag verður leikið við Króata og sigur í þeim leik tryggir Islandi vænt- anlega réttinn í undanúrslit. Stórkostlegur varnar- leikur hjá Islandi Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslands, var í mik- illi sigurvímu þegar Blaðið hafði samband við hann eftir sigurinn á Rússum í gær. „Varnarleikurinn hjá okkar mönnum var alveg ótrúlega vel út- færður. Báðir bakverðirnir lágu fram- arlega, Guðjón Valur og Alexander og svo voru Sigfús og Arnór fyrir aftan þá. Þetta var frábær varnar- leikur og var mjög klókt spilað. Þetta, fyrst og fremst, skóp þennan sigur því við fengum mörg hraða- upphlaup í kjölfarið á frábærum varnarleik. Ólafur Stefánsson var með ótrúlegan leik í gær ásamt Guð- jóni Val. Það voru ekki mörg varin skot hjá okkar mönnum í markinu en þeir boltar sem voru varðir komu á þýðingarmiklum augnablikum. Yfir heildina má segja að liðið glansi af sjálfstrausti", sagði Þorbergur. En hvað segir hann um leikinn í dag gegn Króötum? „Leikurinn í dag gæti hugsanlega tryggt okkur í undanúrslit, þ.e.a.s. ef við vinnum Króata i dag. Ég held að Króatar séu sterkari en Rússar þrátt fyrir að Rússar hafi unnið þá í riðlinum. Rússar gerðu óvenju mörg mistök í leiknum gegn okkur og ég held að leikurinn í dag verði mun erfiðari en gegn Rússum. Króatar eru sennilega með sterkara sóknar- lið en Rússar og þeir spila væntan- lega 3-2-1 vörn og ef allt er eðlilegt, þá verður Ólafur tekinn úr umferð. Hann er það þýðingarmikill í leik Islands. Við eigum margar lausnir ef Ólafur verður tekinn úr umferð í dag, eins og t.d. gæti opnast meira fyrir Guðjóni Val og auðveldara yrði með línuspil. Þetta gæti gert okkur dálítið erfitt fyrir en ég er bjartsýnn. Ég segi að við vinnum þennan leik í dag 31-28 og þar með tryggjum við okkur farseðilinn í undanúr- slit“, sagði Þorbergur Aðalsteinsson fyrrum landsliðsþjálfari íslands í samtali við Blaðið í gær. Isíðustu pistlum hef ég gert ýmis viðskiptatengd sjónarmið innan íþrótta að umfjöllunarefni, þ.m.t. ofurlaun og hagnaðarsjónar- mið tiltekinna eininga íþróttasam- félagsins, og lýst áhyggjum mínum af því að jafnvægi grasrótar- og uppbyggingarstarfs við afreksstarf kunni að vera ógnað. Stundum heyrast raddir á þá lund að „reka beri íþróttahreyfinguna á Islandi eins og hvert annað fyrir- tæki“ og vinna þurfi að „markaðs- setningu" o.s.frv. Þetta eru í sjálfu sér góð og gild sjónarmið, og eflaust vel meint - en þó má aldrei gleymast að íþróttahreyfingin lýtur í eðli sínu ekki öllum sömu lögmálum og fyrir- tæki á viðskiptamarkaði sem þessi samlíking visar til. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er íslensk íþróttahreyf- ing félagasamtök en ekki fyrirtæki. Endurspeglast það e.t.v. best í þeirri staðreynd að markmið eru íþrótta- legur árangur framar fjárhagslegri aflcomu. E.t.v. væri auðvelt að ná fram betri fjárhagsmarkmiðum s.s. með því að takmarka þá þætti starf- seminnar sem skila minnstum fjár- hagslegum ávinningi. Kaldur raun- veruleikinn myndi þannig í mörgum tilvikum fela í sér niðurskurð á ung- linga- og kvennastarfi íþróttahreyf- ingarinnar. Ég hygg að allir séu sam- mála um að slíkt myndi vinna gegn meginmarkmiðum íþrótta. Fyrirtæki á almennum markaði myndi varla sætta sig við að vera best eða stærst ef því fylgdi ekki samsvarandi fjárhagslegur ávinn- ingur - með sama hætti og flestir afreksíþróttamenn myndu á hinn bóginn ekki sætta sig við neðsta sæti í árangri þótt því kynni að fylgja einhver fjárhagslegur ávinn- ingur eða sparnaður. Fjármunir eru fyrir íþróttahreyfinguna tæki til að ná árangri, en sigur fyrirtækis á markaði felst í auknum arði. Þarna er vissulega munur á. [þróttir eru markaðsvara Varðandi „markaðs-setningu“ íþrótta og samanburð við viðskipta- lífið að því leyti, er rétt að hafa í huga að markaðssetning fyrirtækja felst í flestum tilvikum í því að ráð- stafa tilteknum fjármunum til sölu á afurðum eða þjónustu fyrirtækisins. Markaðssetning íþrótta á það e.t.v. sammerkt með slíku að aukin ásýnd greinarinnar eða umfjöllun t.d. í fjölmiðlum er fremur ætlað að laða að fleiri og betri iðkendur og áhorf- endur - en allt með það langtíma- markmið að ná betri íþróttalegum árangri. Félagslegum árangri. Iþróttahreyfingin hefur ekki varið stórum hluta fjármuna sinna til kostunar auglýsinga - fremur hefur verið viðtekin venja að afreks- hluti íþróttahreyfingarinnar sé aug- lýsingamiðill í sjálfu sér. Frá hvoru tveggja eru þó undantekningar. Raunar er iþróttahreyfingin meira og minna í heild sinni að þróa og markaðssetja „vöru“ sína á hverjum einasta degi allt árið um kring. Æfingar leikmanna, skipu- lagning keppni og móthalds, dóm- ara- og þjálfarafræðsla, foreldrasam- starf og aðrir slíkir þættir fela i sér umfangsmikla og viðvarandi mark- aðssetningu. Það að bjóða upp á betri „vöru“ í dag en í gær með betri leikmönnum og þróaðri umgjörð - útbúa leikskrár, hengja upp auglýs- ingaspjöld og senda út boðsmiða - er i senn gríðarlega öflug vöruþróun og markaðssetning. Það sem aðgreinir þetta starf frá “markaðssetningu” viðskiptalífsins er á hinn bóginn sú staðreynd að þetta er meira og minna allt unnið í sjálfboðavinnu - aukastörfum eftir að daglaunahlutverki ósérhlíf- inna sjálfboðaliða lýkur í atvinnu- lifinu. Afraksturinn er ekki arður af hlutafé heldur langtimaágóði í formi betra mannlífs og efnilegri æsku. Menn geta svo endalaust velt fyrir sér hvort sé mikilvægara. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar að vera meðvitaðir um þann veru- leika sem við störfum í. Ég mun í næsta pistli reyna að gera grein fyrir ólikum sjónarmiðum úti í hinum stóra heimi. Bílageymsla, FIRÐI Hafnarfirði Pöntunarsími: 555 3766

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.