blaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 24
24 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 blaöiö Rachel Barton Pine leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands Undrabarnið sem horfðist í augu við dauðann Rachel Barton Pine. Erfiður uppvöxtur í sárri fátækt, sú ábyrgð sem iögð var á herðar óhörðnuðum unglingi og ekki síst sú skelfilega lífsreynsla að horfast í augu við dauðann en sleppa naumlega hefur sett mark sitt á lif hennar. Á næstu tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, nú á fimmtudags- kvöld, verða flutt tvö verk sem aldrei hafa hljómað á tónleikum hér á landi áður. Þetta eru Fiðlukonsert nr. 2 í d-moll, op. n, eftir Joseph Joac- him og Sinfónía nr. 6 í es-moll op. ni eftir Sergej Prokofíev. Fiðluleikar- inn Rachel Barton Pine leikur með hljómsveitinni. Lífshlaup Rachel má kalla flest annað en hefðbundið. Hún ólst upp í mikilli fátækt í Irving Park hverfinu í Chicago með foreldrum sínum og tveimur yngri systkinum. Þriggja ára gömul sat hún messu í kirkju hverfisins ásamt fjölskyld- unni og þar heillaðist hún af ungum stúlkum sem komu fram og léku á fiðlur. Hrifningin var þó aðallega vegna kjólanna sem þær klæddust, en engu að síður heimtaði Pine að fá sams konar hljóðfæri. Eftir nokkurt suð unga barnsins var henni komið fyrir í námi og svo heppilega vildi til að nágranni fjölskyldunnar var fiðlukennari sem samþykkti að taka við henni. Það sem foreldrar hennar töldu fyrir víst að yrði aðeins stundargaman snérist upp í ástríðu. Unga stúlkan helgaði sig nám- inu af svo mikilli elju og áhuga að undrun sætti. Fljótlega fékk hún einkatíma hjá Roland og Almitu Valmos og vegna óvenjulegra hæfi- leika stúlkunnar og ákveðni hennar í að ná langt, var nauðsynlegt fyrir hana að æfa í allt að átta klukku- stundir á dag. Því varð úr að Pine hætti í skóla en foreldrar hennar tóku við menntun hennar. Föður hennar gekk illa að halda vinnu og fjölskyldan fór því að reiða sig á tekjur stúlkunnar ungu sem smátt og smátt varð ábyrg fyrir matarinn- kaupum og húsnæðislánum. Aðeins 14 ára gömul var Pine orðin fyrir- vinna fjölskyldunnar, lék á fiðluna í brúðkaupum, veislum og á hvers kyns mannamótum; gætti þess alltaf að farða sig hressilega og ljúga aðeins til um aldur. Segja má að árið 1995 hafi minnstu munað að fiðlan drægi Pine til dauða í bókstaflegri merkingu. Dag nokkurn, þegar hún einu sinni sem oftar gerði sér ferð með lestum Chic- ago-borgar vildi ekki betur til en svo að fiðlutaskan hennar festist í lestardyrum með þeim afleiðingum að Pine dróst niður á lestarteinana. í þessu hörmulega slysi missti hún vinstri fót og skaddaðist alvarlega á þeim hægri. I kjölfar þess höfðaði hún mál á hendur Chicago Metra- transaportation agency og voru henni dæmdar milljónir dollara í skaðabætur. Erfiður uppvöxtur í sárri fátækt, sú ábyrgð sem lögð var á herðar óhörðnuðum unglingi og ekki sist sú skelfilega lífsreynsla að horfast í augu við dauðann en sleppa naum- lega hefur sett mark sitt á líf Rachel Barton Pine og ekki síst viðhorf hennar til þess. I dag þjónar Rachel Barton Pine þeirri köllun sinni að breiða út klassíska tónlist hvar sem hún kemur og hefur vakið athygli fyrir aðferðir sínar við að ná eyrum yngri hlustenda. Sjálf er hún mikill unnandi þungarokks og nýtir sér það til þess að kynna klassíska tón- list. Hún heimsækir til að mynda rokk-útvarpsstöðvar fyrir ungt fólk, leikur þar jöfnum höndum Metall- ica og Mozart og hrífur fólk með sér með hæfileikum sinum og óbilandi trú á lífið. ■ Tilnefningar til Vidur- kenningar Hagþenkis Höfundarnir sem tilnefndir eru til Viðurkenningar Hagþenkis. Hagþenkir og Reykjavíkur Akademían hafa tilnefnt tíu athygl- isverðustu fræði- og kennslubækur síðasta árs. I lok febrúar verður síðan tilkynnt hvaða bók úr þessum hópi hlýtur Viðurkenningu Hag- þenkis fyrir árið 2005. Verðlauna- hafinn hlýtur 750.000 krónur og viðurkenningarskjal. „Viðurkenningin hefur verið við lýði frá árinu 1987 og hefur fengið vaxandi athygli en bækur eru nú tilnefndar til verðlaunanna í fyrsta sinn,“ segir Viðar Hreinsson fram- kvæmdastjóri Reykjavíkur Akadem- íunnar, en hann hlaut viðurkenning- una árið 2003 fyrir ævisögu Stephan G. Stephanssonar. „Með þessu erum við að reyna að auka athygli á fræði- bókum sem hafa orðið svolitið út undan í jólabókaflóðinu. Þjóðin er ekki vel sett nema hún lesi fræði- bækur. Hún er illa sett ef þær eru gefnar út og enginn les þær. Ég hef ekki tölur en félagar mínir í þessum geira segja að það sé áberandi hversu sala á góðum fræðibókum hefur minnkað,“ segir Viðar og bætir við: „Tilnefndu bækurnar eru úr- valsbækur og það var fullt af fínum bókum sem ekki komust á lista.“ Tilnefndar bækur Margrét Eggertsdóttir: Barokk- meistarinn. Kolbeinn Stefánsson og Stefán Ólafsson: Hnattvœðing og þekkingarþjóðfélag Ágúst Einarsson: Rekstrarhag- frœði Hrafnhildur Schram: Huldukonur i íslenskri myndlist. Guðni Th. Jóhannesson: Völundar- hús valdsins. Magnús Þorkell Bernharðsson: Píslarvottar nútímans. Þóra Kristjánsdóttir: Mynd á þili. Helgi Hallgrímsson: Lagarfljót. Kristín Björnsdóttir: Líkami ogsál. Jón Þorvarðarson: Og égskal hreyfa jörðina. Óttarr Proppé fyrir framan útsöluborðið f bókaverslun Máls og menningar á Laugavegi. Erlendar bœkur á útsölu I bókaverslunum Eymundsson, í Austurstræti, Kringlunni, Smára- lind, Mál og menningu á Laugavegi og Bókvali á Akureyri, er hafin útsala á erlendum bókum. „Þetta eru eldri bækur úr búðunum sem eru á 50 prósent afslætti. Titlarnir skipta hundruðum, ef þeir fara ekki yfir annað þúsundið, og eru úr öllum bókaflokkum,“ segir Ótt- arr Proppé vörustjóri erlendra bóka hjá Eymundsson. Hann segir að sala á erlendum bókum sé jöfn og góð yfir árið. „Erlendu bækurnar bæta í götin sem íslensk útgáfa getur ekki fyllt upp í. Þau ár eða áratugi sem ég hef verið í þessum bransa er salan alltaf að aukast. Sífellt fleiri treysta sér til að lesa ensku og meðan gefnar eru út bækur um alla skapaða hluti þá finnst alltaf fólk sem hefur áhuga,“ segir Óttarr. Útsalan stendur fram í miðjan mars og á þeim tíma mun bætast við fjöldi nýrra titla. Sjálfsmynd þjóðar Hólmfríður Garðarsdóttur, dósent í spænsku, flytur erindi í Lögbergi, stofu 102, fimmtudaginn 2. febrúar kl. 12.05. Erindið nefnist Sjálfsmynd þjóðar í skáldskap kvenna, en þar kynnir Hólmfríður nýútkomna bók sína: La reformulación de la ident- idad genérica en la narrativa de mujeres argentinas (Endurskoðun sjálfsmyndar kynjanna í ritverkum argentínskra kvenna). I bókinni gerir Hólmfríður grein fyrir rann- sóknum sínum á argentínskum sam- tímabókmenntum og færir rök fyrir því að í þeim hefði mátt sjá fyrir upp- þotin í árslok 2001, þegar hundruð þúsund manna, undir forystu argentínskra kvenna gerðu borgara- lega uppreisn gegn stjórnvöldum. ■ 109 SU DOKU talnaþrautir Lausn siðustu gátu 6 5 3 4 1 8 9 7 2 4 7 9 2 5 6 8 3 1 2 8 1 9 7 3 6 5 4 9 2 8 6 4 5 3 1 7 1 4 7 3 9 2 5 6 8 3 6 5 7 8 1 4 2 9 8 9 6 5 2 7 1 4 3 5 1 2 8 3 4 7 9 6 7 3 4 1 6 9 2 8 5 Su Doku þrautin snýst rnn að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eöa lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 4 5 4 8 3 1 3 1 5 9 3 1 8 4 1 7 2 3 9 2 9 5 1 9 8 5 7 9 1 4 8 5

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.