blaðið - 08.02.2006, Page 1

blaðið - 08.02.2006, Page 1
Hestakonur, munið konukvöldið I kvöld klukkan 19:30 í Smáralindinni. Hulda Gústafsdóttir verður með fyrirlestur. Léttar veitingar í boði. STAR 9$ MENN Gengið inn í Smaralindina að ofan, við Nóatún/Landsbankann. Frjálst, óháð & ókeypis! 32. tölublað 2. árgangur miðvikudagur 8. febrúar 2006 Sérblað um vinnuvélar fylgir Blaðinu ídag | SfÐUR 13TIL 20 ■ ERLENT Leiðin til framfara er löng René Préval spáð sigri í forseta- kosningunum á Haítí | SfÐA 10 ■ INNLENT Uppsagnir þeirra lægst launuðu vofa yfir Starfsgreina- sambandið vill hækka lægstu laun | sIða 6 ■ ERLENT Of mikið gert úr hættunni á Lítil hætta á að þeir geti komið sér upp gereyðingar- vopnum | sIðas ■ HEILSA Er þunglyndi| eðlilegt? ífebrúarfinna margirfyrir þungri lund | SÍÐA 24 Höfuðborgarsvæðið meðallestur 70,7 51,0 39,7 *o K W «5 *ö »5 m XI ro S JO C = i- *o 15 18,7 w m ‘<D 0 ro > Smm LJL , 2 “I Samkv. fjölmiðlakönnun Gallup október 2005 Reuters Stuðningsmaður Jihad-samtakanna spúir bensíni yfir brennandi danskan fána á mótmælafundi í Betlehem á Vesturbakkanum. Skopteikningum Jótlandspóstsins var mótmælt víða um heim í gær og í Afganistan féllu að minnsta kosti fjórir mótmælendur eftir að í brýnu sló á milli þeirra og friðargæsluliða NATO. Drýgir kókið sitt með vatni Sparsemi er dyggð sem er ekki öllum gefin. Magnús Guðmundsson er hins vegar ákaflega nýtinn piltur sem kann fjölmargar aðferðir til að láta hluti endast og nýtast betur. Ein aðferðin sem hann beitir er að bæta vatni út í gosdrykki og ávaxtasafa til að drýgja þá. „Þetta snýst um að vera nægjusamur og Iáta sam- félagslegan þrýsting um neyslu- venjur ekki á sig fá,“ segir hann í viðtali við Blaðið. Það er hins vegar mikill munur á að vera nýtinn og nískur. Þannig leyfir Magnús sér ýmislegt svo sem reglulegar bíó- ferðir og kaupir hann oft fylgi- hluti fyrir gítar- inn sinn svo eitt- hvað sé nefnt. | SÍÐA 11 Blaöil/Frikki Húsköttur Húsdýragarðsins, Fluga, stendur vaktina í afgreiðslu garðsins. Á dög- unum bárust fréttir af miklum músagangi í garðinum og neyddust forsvarsmenn þar á bæ til þess að kalla til liðsauka frá Kattholti, Flugu til aðstoðar. Ekki hefur Blaðið heimildir fyrir því hvort kalla hafi þurft út liðsaukann vegna slælegrar frammistöðu Flugu við veiðarnar eða hvort músafjöldinn hafi einfaldlega borið hana ofurliði. Mannskæð mótmæli í Afganistan Að minnsta kosti fjórir mótmæl- endur féllu og 15 slösuðust í gær þegar átök brutust út í bænum Maymana í Afganistan á milli lög- reglu og fólks sem mótmælti birt- ingu umdeildra skopmynda af Mú- hameð spámanni. Mótmælendur réðust á búðir norskra friðargæsluliða sem þar eru á vegum Atlantshafsbandalagsins. Fólkið kastaði bensín- og hand- sprengjum á búðirnar en friðar- gæsluliðarnir brugðust við með því að skjóta gúmmíkúlum og táragasi á mannfjöldann. Að minnsta kosti fimm norskir friðargæslu- liðar særðust í átökunum og tveir finnskir. Einn starfsmaður íslensku friðargæslunnar var á staðnum og sakaði hann ekki. Breski her- inn þurfti að senda liðsauka til bæjarins til að verja búðirnar. Einnig var ráðist á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Maymana og hafa samtökin ákveðið að flytja starfsfólk sitt frá bænum. Ráðist á sendiráð Dana Hópur mótmælenda réðist inn í sendiráð Danmerkur í Teheran í Iran í gærmorgun, annan daginn í röð. Fólkið kastaði grjóti og bensín- sprengjum í bygginguna og um 30 manns tókst að klifra yfir girðingu sem er umhverfis sendiráðslóðina. Lögregla reyndi að dreifa mann- fjöldanum og stjórnvöld hvöttu almenning til að sýna stillingu og láta af árásum á sendiráð erlendra ríkja. Per Stig Moller, utanríkis- ráðherra Danmerkur, krafðist þess að íranir verðu sendiráðið og tryggðu öryggi starfsmanna. Lögreglan berskjölduð gagnvart ofbeldi Aðeins lítill hluti ofbeldisbrota gagnvart lögreglumönnum enda með dómi. Dæmi eru um að lög- reglumenn hafi orðið öryrkjar og þurft að láta af störfum sínum vegna þess að þeir hafi verið beittir ofbeldi. I ofanálag sleppur sá sem brotið framdi við refsingu. Af um 4.500 málum sem kærð hafa verið þar sem lögreglumenn hafa sætt ofbeldi síðustu tuttugu árin hafa að- eins rúmlega 200 endað með dómi. Áhugaleysi og vanþekking ákæru- valdins er talið valda þessu að mati lögreglumanna. | S(ÐA4

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.