blaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 blaðiö
blaðiðwa
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
Sími: 510 3700 •www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Ríkið fer í mál
við olíufélögin
Mbl.is Á ríkisstjórnarfundi í gær-
morgun var tekin sú ákvörðun
að fela ríkislögmanni að hefja
skaðabótamál gegn olíufélögunum
vegna ólöglegs verðsamráðs.
,Þetta er sameiginleg tillaga mín
og dómsmála- og samgöngu-
málaráðherra um að halda uppi
skaðabótakröfu," sagið Árni M.
Mathiesen, fjármálaráðherra.
Ríkislögmanni falið verkið
Árni M. Mathiesen sagði
að ríkislögmanni yrði falið það
verkefni að reka mál gegn olíufé-
lögunum fyrir dómstólum. „Þessi
ákvörðun byggist á niðurstöðum
Samkeppnisráðs um ólögmætt sam-
ráð óháð ákvörðun olíufélaganna
að kæra þann úrskurð,“ sagði Árni.
Ríkislögmanni verður falið
að reka málið fyrir dómstólum
og Árni sagði að það myndi
koma í ljós hver upphæðin er
þegar krafan verður lögð fram.
Segir aðkomu Sjálfstæðisflokksins
að málinu vera einkennilega
Dagur B. Eggertsson telur mikilvœgt að halda pólitík fyrir utan lóðaumsóknir tveggja
byggingafyrirtœkja í landi Úlfarsfells. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstœðisflokksins, vísar öllum vangaveltum um pólitíska hagsmunagœslu á bug.
Smáragarður, eignarhaldsfélag Byko,
hefur sótt um sömu lóð í landi Úlf-
arsfells og byggingavöruverslunin
Bauhaus AG. Dagur B. Eggertsson,
borgarfulltrúi, telur aðkomu Sjálf-
stæðiflokksins að málinu einkenni-
lega. Umsóknirnar verða teknar
fyrir á fundi skipulagsráð Reykjavík-
urborgar í dag.
Málinu frestað
Eins og fram kom í fréttum í síðasta
mánuði sótti þýska verslunarkeðjan
Bauhaus AG um að byggja 20 þús-
und fermetra byggingavöruverslun í
landi Úlfarsfells við Vesturlandsveg.
Skömmu áður en taka átti málið til
afgreiðslu í skipulagsráði Reykjavík-
urborgar sótti Smáragarður, eignar-
haldsfélag Byko, eftir sömu lóð.
Að beiðni Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
flokksins, var umfjöllun um um-
sókn Bauhaus AG frestað og koma
því bæði málin til afgreiðslu ráðsins
idag.
Dagur B. Eggertsson vildi ekki
tjá sig um það hvort umsókn Byko
hafi valdið því að málinu var frestað
en leggur áherslu á að málið fái mál-
efnalega umfjöllun og
það sé slæmt þegar
pólitík hleypur í
viðkvæm samkeppn-
ismál. „Málinu var
frestað á síðasta fundi
að beiðni Sjálfstæðis-
flokksins. Svo virðist
sem þeir hafi haft
veður af þessari um-
sókn Smáragarðs.“
Þá segir Dagur þetta
mál minria á þegar Ir-
ving Oil sóttist eftir að
koma inn á íslenskan markað. „Eins
og dæmin sanna er það oft viðkvæmt
þegar erlend samkeppni kemur inn
á íslenskan markað. Olíufélögin á
sínum tima sóttu á svipaðan hátt að
borginni þegar við vorum að finna
lóðir fyrir Irving Oil sem ætlaði að
innleiða samkeppni hér á landi. Ég
man ekki betur en að pólitísk öfl
hafi verið í liði með olíufélögunum
þá. Þessi saga má ekki endurtaka
sig því hér eru hagsmunir neytenda
í húfi.“
Ekkert óvenjulegt
Hanna Birna Kristjánsdóttir segir
alls ekki óvenjulegt að óskað sé
eftir frestun mála á fundi skipulags-
ráð. Þá vísar hún algjörlega á bug
öllum vangaveltum um pólitíska
hagsmunagæslu. „Ástæða þess að
við óskuðum eftir frestun var sú að
það komu fram nýjar upplýsingar á
fundinum. Upplýsingar sem tengd-
ust nýtingu svæðisins og aðrir full-
trúar í skipulagsráði töldu ástæðu
til þess að kynna sér málið á milli
funda. Það var enginn ágreiningur
um þessa frestun og hún var því
samþykkt.“
Islenskan starfsmann sakaði ekki
í árás á bækistöð friöargæsluliða
Friðrik Jónsson, íslenskur friðar-
gæsluliði, var í búðum endurreisnar-
sveitar NATO í Maymana í norður-
Afganistan í gær þegar ráðist var á
búðirnar. Árásin var gerð á búðirnar
þar sem norskir friðargæsluliðar
eru staðsettir vegna myndbirtinga
norskra blaða á skopteikningum af
Múhameð spámanni.
Var að sækja sérútbúna bíla
„Friðrik er staðsettur í Kabúl en var
staddur þarna til að sinna erindi,"
segir Ragnheiður Elín Árnadóttir,
aðstoðarmaður utanríkisráðherra.
íslenskir friðargæsluliðar voru stað-
settir í Maymana til skamms tíma
þangað til tekin var ákvörðun um að
www.hanspetersen.is
3,5” skjár
sá stærsti
28-420mm
samsungpto8is linsa
8,0 milljón punkta upplausn, D-SLR
SCHNEIDER þýsk hágaeðalinsa, með Ijósopi F2,2-F4,6
15x optlskur aðdráttur (28-420mm)
3,5” LCD 230.000 punkta litaslqár og minni upplýsingaskjár
Alsjálfvirk - Hraði: 1/4000 - Manual fókus (Professional)
Video m/hljóði eins og minniskort leyfir
64 MB CF minniskort og 1900mAh Li-ion hleðslusett
fylgir, allt að 500 myndir á hleðslu
PictBridge samskiptastaðall
Tilboðkr. 69.900,'
Fullt verð kr. 79.900,-
IHam hmsiH
Austurver BankastrteH • Kitnglan • Laugavegur 178 • I
svæðið væri of róstursamt. í slending-
arnir héldu því á brott í desember sl.
Tveir sérútbúnir bílar sem tilheyra
íslensku friðargæslunni voru hins
vegar skildir eftir og var Friðrik
staddur á þessum slóðum til þess að
undirbúa flutning þeirra til Kabúl.
Önnur bifreiðanna sem Friðrik átti
að sækja var hins vegar skemmd tölu-
vert. Þegar Blaðið ræddi við Ragn-
heiði var allt með kyrrum kjörum
í Maymana. „Það barst liðsauki
til þess að bregðast við ástandinu.
Þetta voru eitthvað um 200 manns
sem gerðu aðsúg að bækistöðinni.
Sex norskir friðargæsluliðar slösuð-
ust litilsháttar en enginn alvarlega.“
Afganska lögreglan skaut í kjölfarið
á mótmælendur með þeim afleið-
ingum að fjórir létu lífið.
Aðrir íslendingar óhultir
„Við höfum verið í sambandi við Frið-
rik sem lætur vel af sér og er óhultur,“
segir Ragnheiður.
Hið sama má segja um aðra íslend-
inga í landinu. í Chaghcharan, þar
sem íslensku friðargæsluliðarnir eru
staðsettir í dag, er allt með kyrrum
kjörum að sögn Ragnheiðar. „Þeir
voru á leið í verkefni þegar ólætin
brutust út og voru kallaðir til búða
þar sem þeir munu dvelja þar til
Norski fáninn í Ijósum logum í Maymana í gær
Rauters
þetta hefur gengið yfir.“ Ragnheiður
segir íslensk stjórnvöld fegin yfir
því að sú ákvörðun skuli hafa verið
tekin á sínum tíma að draga íslensku
sveitina frá þessum landshluta. Þó
að sú ákvörðun hafi auðvitað verið
þessu máli ótengd þá getum við ekki
annað en glaðst yfir því þegar okkar
fólk er óhult.“
Friðargæsluliðar verða
að óbreyttu í landinu
Það hefur engin ákvörðun verið
tekin um að endurskoða veru ís-
lenska friðargæsluliðsins í Afgan-
istan að sögn Ragnheiðar. „Það er
að fara nýtt teymi út í dag sem taka
mun við af þeim sem fyrir eru i
vesturhluta landsins. Þar erum við
með sjö manna teymi og einn þró-
unarfulltrúa. Fimm þeirra eru að
snúa heim og verða þeir leystir af.“
Ragnheiður segir enga ákvörðun
hafa verið tekna um að fresta þeim
áætlunum enda kalla aðstæður í
vesturhluta landsins ekki eftir því.
„En þessi mál eru undir miklu eftir-
liti. Við fylgjumst náið með okkar
fólki og erum snögg að bregðast við
ef eitthvað kemur upp á.“
O HelSsklrt (3 Léttskýjað ^ Skýjað Alskýjað -- Rlgnlng, lltilsháttar Rlgning 1 í Súld ;j: -K Snjókoma Cy Slydda \ Snjóél
Amsterdam 06
Barcelona 12
Berlín 04
Chicago -05
Frankfurt 06
Hamborg 03
Helsinki -14
Kaupmannahöfn 03
London 07
Madrid 11
Mallorka 13
Montreal 11
New York -01
Orlando 07
Osló -01
París 06
Stokkhólmur -01
Þórshöfn -01
Vín 03
Algarve 15
Dublin 06
Glasgow 05
-7°
\JJ Slydda ^jj Snjóél j !
-5°
0
«©
-5e
0
CV-9"
0
*© -6°
*
•v.
o° *
*
*
00*
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands
Á morgun
2** ^
/// • 0°
/// *
"rV