blaðið - 08.02.2006, Qupperneq 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 blaAÍA
Villa í heima-
bönkum
Gera má ráð fyrir að mörgum hafi
brugðið í brún þegar þeir heimsóttu
heimabankann sinn í gærmorgun
því villa hjá Reiknistofu bankanna
varð til þess að allar færslur frá
því á mánudag birtust tvöfaldar.
Þetta hafði meðal annars þær
afleiðingar að á heimabönkum
kom fram röng staða á einstökum
bankareikningum. Að sögn Helga
H. Steingrímssonar, forstjóra
Reiknistofu bankanna, hafði þetta
ekki áhrif á raunverulega stöðu
reikninganna innan bankanna.
„Allt bókhald í bönkunum var
rétt. Þetta var aðeins villa í heima-
bönkum. Það var brugðist hratt
við þegar villan kom í ljós og
klukkan 9 í gærmorgun var staða
reikninga orðin rétt og búið var
að leiðrétta málið í heild sinni rétt
fyrir klukkan 12,“ segir Helgi.
Slíkar villur koma mjög sjaldan
fyrir, en þó er að sögn Helga
ávallt einhver hætta á að þetta
gerist, sérstaklega þegar verið er
að uppfæra tölvukerfi þegar teknir
eru í notkun nýir þjónustuþættir.
Lögreglumenn telja að vanþekk-
ing og áhugaleysi ákæruvaldsins
valdi því að ekki sé refsað fyrir
ofbeldi gegn þeim. Aðeins lítið
brot af þeim málum þar sem lög-
reglumaður verður fyrir ofbeldi
endar fyrir dómi og sökudólgar
sleppa með væga refsingu. Páll
E. Winkel, framkvæmdastjóri
Landssambands lögreglumanna
(LL), segir virðingarleysi fyrir lög-
reglunni valda því að þeir standa
oft berskjaldaðir gagnvart hvers
konar ofbeldi.
Aðeins 5% mála enda með dómi
I nýlegri rannsókn sem birt var í Lög-
reglumanninum um starfsumhverfi
lögreglumanna kemur fram að að-
eins 5% mála þar sem lögreglumenn
kæra ofbeldi gagnvart sér enda með
dómi. Frá 1984 til ársins 2005 voru
um 4.500 mál kærð en aðeins 226
þeirra enduðu með dómi.
Að sögn Páls E. Winkel gætir
ákveðins áhugaleysis og vanþekk-
ingar ákæruvaldsins á notkun og
túlkun 106. grein hegningarlaga
þar sem kveðið er um ofbeldi gegn
valdstjórn. Páll segir lögreglumenn
lfða fyrir þetta og jafnvel fjölskyldur
þeirra líka sem þurfa í sumum til-
vikum að þola hótanir af ýmsu tagi
„Við teljum okkur sýna fram á í rann-
sókn okkar að það er ákveðið áhuga-
leysi hjá ákæruvaldinu og ef til vill
þekkingarleysi í þessu samhengi.
Samkvæmt hegningarlögunum má
dæma viðkomandi í allt að 6 ára
fangelsi. Aldrei frá upphafi hefur
maður þó verið dæmdur í meira
NIS5AN
FORKLIFT
DX Series
1.5 - 3.2 Torme
Léttitækni ehf
Stórhöfða 27. 110 Reykjavlk, simi: 567 6955
Efstabraut 2, 540 Blönduósi, sfml: 452 4442
www.lettitaekni.is
en árs fangelsi fyrir árás á lögreglu-
mann. Þannig að refsiramminn
er bara notaður að litlu leyti. Þetta
þekkist hvergi annars staðar. “
Enda á örorkubótum
Páll segir ennfremur að á meðan
ástandið er svona sé verið að senda
þau skilaboð út í samfélagið að það
sé allt í lagi að ráðast á lögreglumenn.
Hann segist þekkja dæmi um það að
menn hafi slasast illa við skyldustörf
án þess að ofbeldismaðurinn hafi
þurft að sæta þungri refsingu. „Ég
get nefnt mörg dæmi þar sem menn
eru bara að detta út úr lögreglustarfi
vegna þess að þeir hafa orðið fyrir
varanlegri örorku og endað á örorku-
bótum vegna barsmíða. Við teljum
að með því að koma refsingunum í
ásættanlegt form þá muni almenn-
ingur bera meiri virðingu fyrir
lögreglumönnum."
Skýrslan hefur nú verið send dóms-
málaráðherra og gerir Páll sér vonir
um að fljótlega verði hafist handa við
úrbætur. „Við sendum þessa skýrslu
til dómsmálaráðherra rétt fyrir jól.
Það er mikil og góð vinna þar í gangi
og ráðherra hefur sýnt þessu mik-
inn skilning. Við búumst við niður-
stöðum þaðan innan skamms.“
Lögreglumenn telja aö ákæruvaldiö sé ekki nógu áhugasamt um öryggi þeirra.
Blaöiö/lngó
Varað við ferðalögum
til Sýrlands og Líbanons
Utanríkisráðuneytið varar íslendinga sérstak-
lega við að ferðast til Sýrlands og Líbanons
vegna óvildar ígarð Norðurlandabúa þar.
Utanríkisráðuneytið sendi í
gær frá sér tilkynningu þar sem
segir að í ljósi atburða undanfar-
inna daga og ótryggs ástands sé
íslenskum ríkisborgurum ráðlagt
að ferðast ekki til Sýrlands og Líb-
anons eins og sakir standa. Þá eru
þeir Islendingar sem staddir eru
annars staðar f Miðausturlöndum
hvattir til að sýna fyllstu aðgát.
Viðvörun þessi siglir í kjölfar mik-
illar ólgu í íslömskum ríkjum, en
velflestir múslimar eru sárreiðir
vegna skopmyndabirtinga danska
dagblaðsins Jyllandsposten í fyrra-
haust. Þar var Múhameð spámaður
og íslam dregin spaugilegum eða
háðskum dráttum. Hefur mikið
Danahatur breiðst út um hinn ís-
lamska heim og ákafast í Sýrlandi
og Líbanon þar sem æstur múgur
kveikti í sendiráðum og ræðismanns-
skrifstofum Dana og Norðmanna.
Hefur þessi megna andúð á Dönum
vegna skopmynda Jyllandsposten
þannig færst yfir á aðrar Norður-
landaþjóðir og telur ráðuneytið því
ráðlegt að íslendingar hafi allan
vara á í heimsóknum til Miðaustur-
landa um þessar mundir.
(>()% EÐA MEIHI
AFSLÁTTUR
Opió virka daga frá kl. 10-18
Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Laugardaga frá kl. 10-16
VINNUVÉLANAMSKEIÐ
NÁMSKEIÐ VIKULEGA
Heimsókn-
um í íþrótta-
hús fjölgar
Rúmlega ein milljón gesta kom i
íþróttahús og íþróttamiðstöðvar
Hafnarfjarðar á síðasta ári. Það
er um 16% aukning frá fyrra ári.
Flestir komu í íþróttamiðstöð-
ina í Kaplakrika, en heimsóknir
þangað voru rúmlega 380 þúsund.
Næst flestar voru þær í íþrótta-
miðstöðina á Ásvöllum, eða
tæplega 330 þúsund. Fæstar voru
þær hins vegar í íþróttahúsið við
Lækjarskóla eða rúmlega 8.500.
Breiðband fyrir
1,5 milljarða
íslenska fyrirtækið Industria hefur
gert samning um að breiðbands-
væða fimmtán bæi á írlandi. Um
er að ræða svæði þar sem um 325
þúsund íbúar búa. Verkefnið var
boðið út á evrópska efnahagssvæð-
inu og var fyrirtækið hlutskarpast
í tilboðinu. Gert er ráð fyrir að 18
mánuði þurfi til að klára verk-
efnið og að kostnaður við það
nemi um 1,5 milljörðum króna.
„Samningur þessi er sá þriðji
sinnar tegundar sem Industria gerir
á írlandi og kemur í kjölfar tveggja
annarra sem voru gerðir árið
2005 við sveitastjórnir Galway- og
Meath-héraða. Með þessu hefur
Industria umsjón með breiðbands-
væðingu 65% af íbúum þessara
héraða á Suður-írlandi, eða alls um
780.000 íbúa. Heildarkostnaður
verkefnanna þriggja hljóðar upp
á um 3 milljarða íslenskra króna,“
segir meðal annars í tilkynningu frá
fyrirtækinu sem send var út í gær.
Staðstetning Mjódd
www.ovs.is
EmDmimg
UPPLÝSINGAR OG INNRITUN I SÍMA 894 2737
Frá undirritun samningsins.
Lögreglan berskjölduð gagnvart ofbeldi
Koma þarfrefsingum vegna ofbeldis gegn lögregluþjónum í ásættanlegtform til að tryggja
vinnuöryggi þeirra, segir framkvœmdastjóri Landssambands lögreglumanna.