blaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 blaöiö Uppsagnir þeirra lægst launuöu vofa yfir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands íslands (SGS), segir að flótti muni bresta á úr ákveðnum greinum hjá rík- inu og á hinum almenna vinnu- markaði verði laun ekki hækkuð á næstunni. Formenn sambands- ins hittust í gær og fóru yfir stöðuna. Að sögn Kristjáns var alger samstaða á fundinum og menn sammála um að bregðast verði við þeirri stöðu sem komin er upp á vinnumarkaði. Ekki hægt að fara í verkföll Eins og kunnugt er hafa laun starfsmanna sveitarfélaga hækkað talsvert að undanförnu og eru samningar þeirra nú mun betri en á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu. Stoppa verður upp í þetta gat á einhvern hátt að mati Kristjáns. „Ríkið og fulltrúar atvinnurek enda eru þegar búnir að hafna öllum viðræðum við okkur um þetta mál. Við erum með gildandi kjarasamninga við þessa aðila og erum því bundir af friðarskyldu Silvía fær að syngja Kristján Gunnarsson, formaður Starfs- greinasambands (slands. Það þýðir að ekki er hægt að blása í herlúðra og boða verkföll. Ég bendi hins vegar á að starfsmenn leikskóla og leikskólakennarar voru bundnir af sams konar friðarskyldu. Þeir tóku hins vegar á það ráð að segja upp störfum sínum og því fór sem fór. Ég er ekki að hvetja til uppsagna en bendi á að fólk mun einfaldlega skipta um vinnu ef betur launuð störf eru í boði. Mér skilst meira að segja að það sé þegar farið að gerast,“ segir Kristján. Ekki hægt að fj ölga útlendingum ,Þau störf sem ég hef mestar áhyggjur af eru til að mynda umönn- unarstörf og fleiri slík. Menn hafa spurt mig hvort þau verði þá ekki bara mönnuð útlendingum en ég tel að svo verði ekki. Það er mikið af erlendu vinnuafli í þessum störfum en ég tel að ekki verði gengið lengra í þá átt en nú er. Ég bendi ennfremur á að útlendingarnir eru bara alls ekkert ánægðir með sín laun,“ segir Kristján. Kristján hvetur til að laun verði endurskoðuð nú þegar. ,Þetta er snjóbolti sem bara stækkar. Ef ekkert verður að gert núna þá eru endurskoðunarákvæði í samn- ingum í desember næstkomandi. Það þarf vart að sitja lengi yfir því þá hvort samningsforsendur eru brostnar eða ekki. Ég held hins vegar að það verði mun erfiðara að taka á málinu í desember en að gera það strax. Því vildi ég setjast að samningaborðinu strax,“ segir Kristján að lokum. Össur skilar góðri afkomu Össur hf. hagnaðist um tæpar 735 milljónir króna á síðasta ári en félagið birti ársuppgjör sitt í gær. Heildarsala ársins nam um 10,1 milljarði króna sem er um 29% aukning miðað við fyrra ár. 1 fyrra yfirtók Össur rekstur fimm erlendra fyrirtækja í þremur heimsálfum og jukust umsvif fyrirtækisins töluvert í kjölfar þess og fór starfsmannafjöldi yfir 1.000 í lok síðasta árs. Össur sérhæfir sig í þróun og framleiðslu stoð- og stuðningstækja og er annar stærsti stoðtækjaframleiðandi í heiminum. Minni hagnaður hjá Marel Hagnaður Marels á síðasta ári nam 5,7 milljónum evra eða um 430 millj- ónum króna samkvæmt ársuppgjöri félagsins sem birt var í gær. Þetta er minni hagnaður en árið 2004 en þá var hann 694 milljónir. Skýringin er lægri ffamlegð vegna óhagstæðrar gengisþróunar, hækkun á föstum kostnaði og aukinn fjármagns- kostnaður. Heildarsalan árið 2005 nam um 129 milljónum evra eða um 10,1 milljarði króna sem er um 14,9% aukning frá fyrra ári. Þá var rekstrarhagnaður á fjórða ársfjórð- ungi í fyrra um 99 milljónir króna samanborið við 247 milljónir fyrir sama tímabil árið 2004. Marel samanstendur af 17 fyrirtækjum og er með starfsemi í 14 löndum. Á fundi útvarpsráðs í gær var ákveðið endanlega að Silvía Nótt fær að flytja lag sitt Til hamingju Island í Söngvakeppni sjónvarps- ins. Kristján Hreinsson.skáld og þátttakandi í kepninni, lagði fram stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar útvarpsstjóra að heimila Silvíu áframhaldandi þátttöku eftir að lag hennar hafði komist í umferð á Netinu. Kæran var lögð fyrir á út- varpsráðsfundi og komst fundur- inn að því að útvarpsstjóri hefði af- greitt málið af sanngirni og styður ráðið útvarpsstjóra f málinu. Málinu lokið Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir málinu lokið af sinni hálfu. „Það er að minnsta kosti úr sögunni hvað okkur varðar.“ Páll segir að samkvæmt lög- fræðilegri álitsgerð sem fengin hafi verið sé ákvörðun hans endanleg og henni verður hvorki vísað annað né er hægt að kæra málið annars staðar. Engar afleiðingar fyrir aðalkeppnina Aðspurður að því hvort málið gæti haft einhverjar afleiðingar í framtíðinni komi til þess að Silvía sigri kepnina hér heima segir Páll svo ekki vera. „Eina evrópska reglan í þessu sambandi, sem leki lagsins á Netið gæti fallið undir, er á þann veg að lag má ekki hafa verið flutt opinberlega fyrir 1. október 2005.“ Páll segir að afit sem viðkemur birtingu lag- anna eftir þá dagsemingu heyri undir sjónvarpstöðina í viðkomandi landi. „Þetta er þessi sam-evrópska regla sem á að tryggja að þetta séu ný lög en ekki Valkostum ferðalanga fjölgar enn Mbl.is | Frá 31. mars næstkomandi verður hægt að fljúga beint frá Reykjavíkurflugvelli til Þórshafnar í Færeyjum og þaðan áfram til Billund á Jótlandi. Það er færeyska flugfélagið Atlantic Airways sem mun bjóða upp á þennan mögu- leika. Til að byrja með verður flogið tvisvar í viku á þessari flugleið en í júní verður bætt við tveimur ferðum á viku. Á heimasíðu flugfé- lagsins kemur fram að verð fyrir flug fram og til baka mun verða á bilinu 28 til 32 þúsund krónur. Landsmenn fá að hlýða á söng Silvíu Nótt- ar í úrslitum í Söngvakeppni sjónvarpsins. gömul sem send eru inn og ég veit ekki betur en að öll íslensku lögin uppfyfli þetta skilyrði.“ omsTumus/s Torfærutrukkur sem sameinar styrk og kraft. HPI Savage 25 Limited Edition, sér-útgáfa hlaðinn aukahlutum, takmarkað upplag. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík KJARTAN VALGARÐSSON 3: Gjaldfrjáls leikskóli Brasaó á Búllunni Það logaði glatt f grillinu á Hamborgara- búllunni þegar Ijósmyndara Biaðsins bar að garði. Þar er oft heitt í kolunum enda búllan með vinsælli skyndibitastöð- um. Það var Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem svo að segja innleiddi skyndibitamenninguna hér á landi fyrir nokkrum áratugum og enn eru Tommaborgarar Ijóslifandi í minningum margra. Blam/Frikki Líkams- og heilsurækt aldraðra Hádegisverðarfundur ÍSÍ ■■■■■■■■ Föstudaginn 17. febrúar heldur íþrótta- og Ólympíusamband íslands hádegisverðarfund í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn hefst kl. 12:00 og mun standa tíl kl. 13:00. Aðgangur er ókeypis. Janus Friðrik Guðlaugsson mun halda erindi um niðurstöður meistararannsóknar á líkams- og heilsurækt aldraðra hér á landi. Janus Friðrik Guðlaugsson varði nýlega meistaraprófverkefni sitt við Kennaraháskóla íslands og er það fyrsta rannsóknartengda meistaraverkefni á sviði íþróttafræða við íslenskan háskóla. Janus mun í erindi sínu gera grein fyrir framkvæmd rannsóknar og segja frá helstu niðurstöðum. Frekari uppiýsingar má finna á Hægt er að kaupa hádegisverð hjá café easy sem www isisport ÍS staðsett er á jarðhæð íþróttamiðstöðvarinnar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.