blaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 1
Veldu ódýrt bensín # ^+avmning! vr , '\\ \ > . \% ^ Kvittun fyfgir ávinningur! ó>eGO Meira fyrir peninginn ■ MATUR Sítrónukjúklingur með linsubaunum | SÍÐA 24 ■ SAMSKIPTI KYKJANWA Hvað er leyfilegt O OuiznosSuB HMMH...GLÓÐADUR á stefnumótinu? Fyrirtæki - heimili Pantaöu Quiznos á netinu og fáöu sent heim 1 * A rl (7* tl www.justeat.is | SlÐA 26 Fríáist, óháð & ókeypis! Fá tilfinningu fyrir gervifæti Benedikt Helgason, doktorsnemi í verkfræði við Háskóla íslands, vinnur að doktorsverkefni sem gengur út á að tengja gervifót við bein með ígræðslu. „Með þessu móti öðlast þeir sem ígræðsluna fá tilfinningu fyrir útlimnum. Þeir verða mun næmari gagnvart gervifætinum að sumu leyti eins og um venjulegan útlim væri að ræða. Þeir öðlast betra jafnvægisskyn og finna meira að segja þegar þeir eru kitlaðir í iljarnar," segir Benedikt. Enn sem komið er hefur enginn Islendingur fengið ágræddan útlim en þessar aðgerðir hafa verið gerðar erlendis og nú er talið að um 100 einstaklingar víðs vegar um heiminn hafi fengið ágræddan útlim. Benedikt hefur sjálfur rætt við mann sem hefur farið í gegnum ígræðslu á gervilim. Maðurinn lýsir þessu sem stórkostlegri framför enda átti hann erfitt með að nota hefðbundinn gerviútlim vegna þess hve lærleggsstúfur hans var stuttur. Benedikt telur að þróunin verði sú næstu árin að það verði hópar lækna og sérfræðinga á fáum stöðum í heiminum sem framkvæmi þessar aðgerðir en jafnt og þétt muni hópunum fjölga. | SfÐA 16 BlaÖIÖ/Fríkki Ég er ennþá kommúnisti Baráttukonan Ásta Bjarnadóttir í viðtali við Kolbrúnu Berþórsdóttur | SÍÐUR 22 - 23 Nýjar myndir úr Abu Ghraib Sjónvarpsstöð í Ástralíu sýndi í gær ljósmyndir og myndbandsupptökur af misþymingum bandarískra her- manna á föngum í Abu Ghraib fang- elsinu í Irak árið 2003. Talið er að myndirnar komi frá þeim sömu og gerðu aðrar myndir úr fang- elsinu opinberar í apríl árið 2004. Þær myndbirtingar ollu hneyksli og reiði um allan heim á sínum tíma og leiddu til þess að nokkrir banda- rískir hermenn voru dæmdir til fang- elsisvistar fyrir misþyrmingarnar. Málið þótti mikill álitshnekkir fyrir Bandaríkjastjórn og herafla hennar í írak. Hart var þá sótt að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sem situr enn í embættti. Óttast er að birting myndanna í gær auki enn á þá ólgu sem ríkir í löndum múslima vegna frétta af misþyrmingum breskra hermanna á íröskum unglingum í Basra og birt- ingar á umdeildum skopmyndum af Múhameð spámanni. | SÍÐA12 500 bílum fargaó í hverjum mánuði Gömlu bílarnir fara mun fyrr i haugana en áöur Hernum mein- að að granda flugvélum Stjórnarskrárdómstóll 1' Þýska- landi nam í gær úr gildi lög sem gera flughernum heimilt að skjóta niður farþegaflugvélar sem grunur leikur á að hafi verið rænt til að nota í hryðjuverkaárás. Hans-Jiirgen Papier dómari komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum væri óheimilt að fórna lífum saklausra farþega í þeim tilgangi að bjarga mannslífum á jörðu niðri. Ríkisstjórn Gerhards Schröders, fyrrverándi kanslara Þýskalands, lagði frumvarpið fram i kjölfar árásanna á New York og Washington 11. september árið 2001. Horst Köhler forseti samþykkti lögin umdeildu á síðasta ári en hvatti jafnframt dómstólinn til að úrskurða um lögmæti þeirra. Lögunum var ætíað að vera síð- asta úrræði þegar aðrar tilraunir til að binda enda á þess háttar ástand hefðu farið út um þúfur. Alríkis- stjórnin hefði tekið ákvörðun um hvort beita skyldi heimildinni en ekki yfirmenn flughersins. Samtök flugmanna í Þýska- landi voru mótfallin lögunum og sögðu að þau gætu leitt til hræðilegra mistaka. Mikill bílainnflutningur síðustu misserin hefur þær afleiðingar að fólk hendir gamla bílnum mun fyrr en áður tíðkaðist. Á bilinu fjögur til fimm hundruð bílum er fargað á stór-Reykjavíkursvæðinu f hverjum mánuði. Dæmi eru um að fólk komi með nokkuð heillega bíla til förgunar. Um 1.300 tilkynningarvorusettar á bíla í borginni á sfðasta ári. í til- kynningunni eru eigendur hvattir til þess að fjarlægja ökutækin, að öðrum kosti verði þau fjarlægð á kostnað eiganda. Vaka ehf. er í sam- starfi við borgina um að fylgja því eftir að bílarnir séu fjarlægðir og segir Bjarni Ingólfsson, starfsmaður Vöku, að eigendur séu tiltölulega duglegir við að verða við tilmælum borgarinnar. Rúmlega helmingur bregst við ,Það er búið að fjarlægja um það bil 50-60% þeirra bíla sem borgar- starfsmenn merkja áður en kemur til kasta okkar,“ segir Bjarni Ingólfs- son, starfsmaður Vöku. Þeir sem ekki fjarlægja bflinn lenda í því að greiða að lágmarki í kringum 7.000 krónur fyrir að fá bíl- inn til baka ef fólk bregst fljótt við, en síðan bætist við þá upphæð eftir því sem tíminn líður. „Ef hins vegar fólk ætlar að farga bílnum höfum við reynt að vera liðlegir og fólk er yfirleitt ekki að borga mikið yfir 13 þúsund krónur fyrir að láta ganga frá bílnum til eyðingar, jafnvel þó að kostnaðurinn sé orðinn mikið meiri.“ Borgar sig ekki að bíða Það er hins vegar mun betri lausn fyrir alla aðila að menn sjái sjálfir um að losa sig við hræin. Skilagjald er greitt að upphæð 15.000 krónum fyrir að koma bflnum til eyðingar. ,Það eru auðvitað mjög margir sem gera þetta sjálfir eða hringja í okkur af fyrra bragði og biðja okkur um að ná í bílinn. Fólk miklar það þó oft fyrir sér að koma bílnum til förg- unar og þá endar það oft með því að við mætum á svæðið með tilheyr- andi kostnaði.“ Borgar sig ekki að selja þann gamla Bjarni segir að hjá Vöku sé um 200 bílum eytt í hverjum mánuði. Hann segist áætla að allt að 500 bílum sé fargað í hverjum mánuði þessi misserin hjá þeim sem þvf sinna. ,í þessum mikla bílainnflutningi gefur það augaleið að gömlum bílum fækkar í meiri mæli,“ segir Bjarni og bætir við að fólki virðist oft standa á sama um gamla bílinn. 1 mörgum tilvikum sé það jafnvel þannig að fólk sé að koma með bíla til förgunar sem séu í sæmilegasta ásigkomulagi. „I sumum tilvikum eru þetta ótrúlega góðir bílar. Fólk metur þetta þá einfaldlega kalt. Það fæst ekki hátt verð fyrir eldri gerðir af bílum og þegar auðvelt er að kaupa nýjan, eins og er í dag, er fólk gjarnara á að henda bara gamla bílnum í stað þess að reyna að fá ein- hverja aura fyrir hann.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.