blaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 blaðiö
Hryðjuverkamenn
dæmdir til dauða
mbl.is | Herdómstóll í Jórdaníu
dæmdi í gær níu menn til dauða
fyrir að skipuleggja hryðjuverka-
árás þar í landi árið 2004. Á meðal
hinna dæmdu er leiðtogi A1 Kaída
hryðjuverkasamtakanna í Irak, Abu
Musab al-Zarqawi.
Al-Zarqawi og þrír aðrir voru
dæmdir að þeim fjarverandi, en
sá sem skipulagði árásina, Azim
al-Jayousi og fjórir meðsekir, voru
viðstaddir er dómurinn var kveðinn
upp.
Alls voru 13 manns ákærðir fyrir
að leggja á ráðin um ýmsar árásir
í Jórdaníu.
Meðal ann-
ars höfðu
þeir gert
áætlanir
um efna-
vopnaárás á
höfuðborg-
ina Amman
sem hefði
getað orðið
þúsundum
að bana. Tveir hinna ákærðu hlutu
nokkurra ára fangelsisdóm og tveir
voru sýknaðir.
Abu Musab al-Zarqawi.
- GLERBRAUTIR
FYRIR 8-12mm GLER
Q Raitii - Engin rafsuða
einfalt og snyrtilegt!
Inni og úti handriða og stiga smíði,
304 og 316 ryðfrítt stól
Atlantskaup efh. Bæjarflot 6,
ATLANTSKAUP 112 Reykjavík S:533-3700.
Dýralæknir rannakar gæs í Bronte á Sikiley í gær. H5N1-afbrigði fuglaflensu hefur greinst í nokkrum löndum Evrópu á undanförnum
dögum. Evrópusambandið og yfirvöld f ríkjum Evrópu hafa gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir að flensan berist í alifugla.
Evrópuríki grípa til ráðstafana
gegn útbreiðslu fuglaflensu
Banvœn fuglaflensa hefur greinst víða í Evrópu að undanförnu og
sérfrœðingar óttast að faraldur kunni að brjótast út meðal alifugla
þegar farfuglar koma frá Afríku í vor. Evrópusambandið og ríkis-
stjórnir í ríkjum Evrópu hafa gripið til ráðstafana vegna hœttunnar.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins, ESB, samþykkti í
gær að banna allan innflutning
á óunnu fiðri og fjöðrum frá
löndum sem ekki eiga aðild að
sambandinu til að sporna gegn
útbreiðslu fuglaflensunnar.
Yfirvöld í Svíþjóð og Danmörku
hafa gefið út reglugerð sem skyldar
fuglaeigendur til að halda fuglum
innandyra. Með þessu vilja yfirvöld
reyna að draga úr útbreiðslu fugla-
flensu. Fjölmargir dauðir fuglar, að-
allega svanir, fundust í Danmörku í
gær og hafa sumir þeirra verið sendir
til frekari rannsókna. Evrópusam-
bandið staðfesti jafnframt í gær að
dauðir svanir sem fundust á þýsku
eyjunni Rugen hafi verið smitaðir af
H5Ni-afbrigði fuglaflensuveirunnar
sem er banvænt. Einnig hafa dauðir
fuglar fundist í Austurríki. Áður
hafði H5Ni-afbrigðisins orðið vart á
Italíu, í Grikklandi og Búlgaríu.
Alifuglum haldið innandyra
Ríkisstjórn Þýskalands lýsti því
yfir á þriðjudag að hún myndi setja
bann við því að fólk héldi alifugla
utandyra í næstu viku en upphaf-
lega stóð til að bannið gengi í gildi
í byrjun mars. Á fréttavef breska rík-
isútvarpsins segir að frekari aðgerða
sé líklega að vænta en ekki er nánar
tiltekið hverjar þær verði.
Einnig hefur verið gripið til að-
gerða til að koma í veg fyrir frekari
útbreiðslu sjúkdómsins í Mellach
í nágrenni Graz í Austurríki þar
sem tvö tilfelli fuglaflensu fundust
á þriðjudag. Yfirvöld hafa sett upp
verndarsvæði í þriggja kílómetra
radíus frá Mellach og fyrir utan það
hefur verið komið eftilitssvæði í tíu
kilómetra radíus.
Bændum innan verndarsvæðis-
ins er óheimilt að stunda verslun
með alifugla, kjúklinga eða egg. Ali-
fuglabú á eftirlitssvæðinu þurfa að
fá sérstakt leyfi til þess. Ennfremur
þurfa alifuglabændur á svæðum þar
sem hætta er talin sérstaklega mikil
við vatnsfarvegi í landinu að halda
fuglunum innandyra.
Ólöglegri verslun með
fugla kennt um
í Afríku er ólöglegri verslun með
alifugla meðal annars kennt um út-
breiðslu sjúkdómsins og óttast er að
fuglaflensan hafi borist frá Nígeríu
til Níger.
Matvælastofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur varað ríkisstjórnir
í löndum Vestur-Evrópu við því
að sjúkdómurinn kunni að berast
vestur á bóginn með farfuglum frá
Afríku í vor.
Fuglaverndarsamtökin BirdLife
International segja að ekki sé hægt
að skella skuldinni alfarið á villta
fugla. Þau benda á að fyrsta tilfelli
fuglaflensu í Afríku sem kom upp
í Nígeríu hafi sennilega átt sér stað
vegna ólöglegs innflutnings á ali-
fuglum frá Kína, Tyrklandi, Evr-
ópu og Suður-Ameríku. „Alþjóða-
væðingin hefur gert kjúklinginn
að helstu farfuglstegund heims,“
sagði Leon Bennun, yfirmaður hjá
samtökunum.
Nýtt matarstell frá
o
ROSENDAHL
COPENHAGEN-DENMARK
sjón er sögu ríkari.
KÚNÍGÚND
SÉRVERSIUN MEÐ VANDAÐAR GJAFAVÖRUR
Laugavegi53, simi 551 3469, 1 01 Reykjavik