blaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 blaöið Þurfa ekki að greiða sjúkra- sjóðsgjöld Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði í gær starfsmannaleigurnar Select og N.E.T.T. af kröfum AFLs, Starfsgreinafélags Austurlands, um greiðslu í sjúkrasjóð af erlendum starfsmönnum starfsmannaleig- anna við Kárahnjúkavirkjun. Starfsmannaleigurnar höfðu staðið skil á gjöldum í félags- og orlofssjóð félagsins, en neituðu að greiða i% iðgjald í sjúkrasjóð á grundvelli þess að starfsmenn væru með tryggingu í sínu heimalandi sem jafngilti þeirri tryggingu sem sjúkrasjóðsgjaldið tryggði þeim. Að sögn Jóns Inga Kristjássonar, formanns AFLs, er niðurstaða hér- aðsdóms í gær mikil vonbrigði. „Við munum taka málið upp innan Landssambands verkalýðshreyfing- arinnar á næstu dögum og ég geri ennfremur ráð fyrir að málið verði tekið upp innan miðstjórnar ASl á næstunni. Við höfum nú þrjá mán- uði til að ákveða hvort við áfrýjum úrskurðinum," segir Jón Ingi. Flokkarnir fá 300 milljónir á ári frá skattborgurum Árlegt framlag skattgreiðenda til þeirra stjórnmálaflokka, sem sitja á þingi, hafa hækkað um 60% í krónum talið undanfarin fimm ár eða 31,3% umfram verðlagshækkanir. Árið 2005 voru þau 295 milljónir og sama krónutala er í fjárlögum fyrir árið 2006. Styrkirnir eru greiddir út á þremur fjárlagaliðum. Þannig greiðir fjármálaráðuneytið flokk- unum 200 milljónir króna, sem skiptast í samræmi við atkvæða- magn í síðustu kosningum, og er það fé ætlað til þess að létta undir með rekstri flokkanna. Þá greiðir Alþingi þingflokkunum 55 milljónir króna til sérfræðilegrar aðstoðar, sem skiptist í samræmi við fjölda þingsæta að viðbættu einu fyrir hvern þingflokk. Loks hefur forsæt- isráðuneytið veitt 40 milljónum til flokkanna vegna breytts kjördæma- B D F s V Styrkur vegna landsbyggðarkjördæma 10.697.902 kr. 10.900.818 kr. 3.872.587 kr. 10.565.249 kr. 3.963.445 kr. Sérfræðiaðstoð þingflokka 10.514.706 kr. 18.602.941 kr. 4.044.118 kr. 16.985.294 kr. 4.852.941 kr. Styrkur til reksturs stjórnmálaflokka 35.986.000 kr. 68.353.000 kr. 14.980.000 kr. 62.813.000 kr. 17.868.000 kr. Samtals 57.198.608 kr. 97.856.759 kr. 22.896.704 kr. 90.363.543 kr. 26.684.386 kr. fyrirkomulags, en það fé skiptist eftir atkvæðafjölda og þingmanna- fjölda landsbyggðarkjördæmanna. Eins og greint var frá í Blaðinu í gær eru flestir stjórnmálaflokkarnir reknir með hagnaði vegna þessara háu styrkja. Þennan gróða nota flokk- arnir svo til þess að greiða niður kosn- ingabaráttu sína eða fortíðarskuldir, þó það sé eldci ætlunin, a.m.k. í orði kveðnu. Nokkuð er misjafnt hvernig flokkarnir haga fjárreiðum sínum, t.d. hvort fjárhagur þingflokka og flokka sé aðskilinn, þannig að örðugt er að bera þá saman svo óyggjandi sé. Flokkarnir hafa afar mismikinn rekstur á sínum snærum, allt frá fjöl- mennri skrifstofu sjálfstæðismanna í Valhöll til eins manns skrifstofu vinstrigrænna og frjálslyndra. Kosn- ingabaráttan er einnig afar misdýr hjá flokkunum. Ef litið er til síðustu kosninga rak Samfylkingin dýrustu kosningabaráttuna, fyrir 88 millj- ónir króna, þá framsóknarmenn fyrir 68,5 milljónir, vinstrigrænir fyrir 33 milljónir og frjálslyndir fyrir 15,6 milljónir króna. Sjálfstæð- ismenn hafa ekki opinberað kostnað sinn, en áætlað er af fagfólki í aug- lýsingaiðnaði að hann hafi verið á bilinu 50-60 milljónir króna. Á töflunni að ofan má sjá hvernig styrkirnir skiptast eftir flokkum og hvaðan þeir koma, en fjárhæðirnar hafa verið óbreyttar frá árinu 2004. Flokkarnir verja að jafnaði á bilinu 50%-65% til eiginlegs reksturs. Und- antekningin á því er Sjálfstæðis- flokkurinn, en Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri hans, sagði f sam- tali við Blaðið að allir þeirra styrkir færu í rekstur eða þau verkefni, sem til væri ætlast. Reikningar Sjálfstæð- isflokksins liggja hins vegar ekki á lausu, þó framkvæmdastjórinn geri lauslega grein fyrir þeim á lands- fundum flokksins. Lostæti mcö lítilli fyrirhófn Netsíur gegn barnaklámi Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir samstarfi við netfyrirtæki á Islandi við að koma upp sér- stökum síum sem hindra eiga að- gang að barnaklámi. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, við fyrir- spurn Söndru Franks, þingmanns Samfylkingarinnar, um aðgerðir stjórnvalda gegn barnaklámi á Netinu á Alþingi í gær. Unnið að lagabreytingum Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra, sagði í svari sínu að nú þegar hafi lögreglan undir forystu embættis ríkislögreglustjóra verið að kanna ýmsar leiðir í þessum efnum. Þá hafi lögreglan óskað eftir samstarfi við netfyrirtæki hér á landi í þvi skyni að koma upp netsíum sem hindra eiga aðgang að barnaklámi á Netinu. Gerir ráðherra ráð fyrir því að þetta samstarf verði að veruleika á næstu vikum eða mánuðum. Þá kom einnig fram í máli ráðherra að unnið sé að lagabreytingum sem hafi það markmið að efla al- þjóðlega samvinnu í málefnum rafrænna glæpa. * Grisaveisla i einum qrænum Fulleldaðar og tilbúnar VXUJS JHolocis á pönnuna eða í ofninn Segja áfengisauglýsingar ögra löggjafarvaldinu Lögregluyfirvöld þurfa að fylgja því harðar eftir þegar menn brjóta bann við áfengisauglýsinum að mati Krist- jáns Möller, þingmanns. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær um áfengisauglýsingar í útvarpi. Markaðsstjóri Ölgerðarinnar telur þörf á skýrari leikreglum. Síendurteknar ögranir Flestir þeir þingmenn sem til máls tóku í umræðunni í gær voru á því máli að banni við áfengisaug- lýsingum í fjölmiðlum væri ekki fylgt nógu hart eftir. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjás- lynda flokksins, sagði að í sumum tilvikum væri um hreinar ögranir að ræða af hálfu auglýsenda. „Það er afskaplega leiðinlegt að þurfa að horfa upp á síendurteknar ögranir þeirra sem selja áfengi. Þeir eru að reyna að ögra löggjafanum og dóms- <---- Alþingismönnum þykir áfengisauglýsend- ur ganga oflangt. valdinu í landinu með því að birta auglýsingar í fjölmiðlum.“ Kristján Möller, þingmaður Sam- fylkingarinnar, tók í sama streng í ræðu sinni. „Það er lögregluyfir- valda að framfylgja því þegar menn brjóta lög með því að birta mynd af bjórdós sem er nákvæmlega eins hvort sem hún er 5% bjór eða 0,0%, sem að ég held að sé ekki til og ekki hægt að búa til.“ Skýrar reglur Hörður Harðarsson, markaðsstjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, segir nauðsynlegt að löggjafinn setji skýrar reglur um auglýsingar. „Ég skora á þá að koma með skýrar leik- reglur sem allir geta farið eftir og unað sáttir við. Það er langbest fyrir alla ef það eru skýrar reglur.“ Hörður segir það ekki rétt hjá þingmönnum að fyrirtæki á mark- aðinum auglýsi vöru sem er ekki til. „Það er alltaf til léttöl þegar við erum að auglýsa léttöl." Þá segir Hörður að vissulega sé hægt að búa til 0% öl. „Það er verið að framleiða 0% öl fyrir þau lönd þar sem áfengi er bannað með lögum. Við framleiðum hins vegar 2,2% eins og löglegt er til þess að hægt sé að kalla vöruna léttöl.“ eftir 2 daga! Trúnaðar- maður rekinn Italska verktakafyrirtækið Impre- gilo sagði í gær íslenskum trúnaðar- manni hjá fyrirtækinu upp störfum. Trúnaðarmenn eiga að njóta sér- stakrar verndar í starfi og því hefur yfirtrúnaðarmaðurinn á Kárahnjúka- svæðinu, Oddur Friðriksson, óskað eftir skýringum á uppsögninni. Oddur segir að í kjölfar þess að trúnaðarmaðurinn hafi gert athugasemdir við tímaskriftir yfirmanna á svæðinu hafi hann farið að fá áminningar í starfi sem að lokum leiddi til uppsagnar. Ómar Valdimarsson sagði í samtali við Blaðið að maðurinn hefði tvisvar sinnum lent í um- ferðaróhappi og síðan hefði hann líka farið út fyrir verksvið sitt. „Þegar hann lenti í enn einu umferðaróhappinu á mánudag- inn þá kærði fyrirtækið sig ekki lengur um að bera af manninum kostnað og áhættu,“ sagði Ómar. H ÚSGAGNA Bæjarlind 14-16, Kópavogi LI NDIN 10.000 MÖGULEIKAR - fyrirfóikmeð sjálfstæðan smekk Þú velur sófa Þú velur stól Þú velur áklæði Þú velur lit Þú hannar Bara gaman Xavira Sessalong + 3 púðar Áklæðifrákr 48.000 Leður frá kr 77.000 Cube sófasett 2.5+1+1+4 púðar Áklæði frá kr 104.000 Leðurfrákr 172.000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.