blaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 12
12 I VÍSZNDI
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 blaöiö
Eru igrœddir gervilimir íramtíðin?
Blaöil/Steinar Hugi
Benedikt Helgason vinnur aö doktorsverkefni sem gengur út á aö tengja gervifót viö bein.
Af og til heyrum við fréttir af
fólki sem misst hefur útlim í
slysum. Sem betur fer eru þau
slys ekki tíð en Ijóst að þeir sem
missa útlim búa við verulega
skerta starfsgetu og ganga í
gegnum langa endurhæfingu.
Þeir eru líka nokkrir sem missa
útlim af völdum sjúkdóma s.s.
krabbameins og sykursýki. Fyrir
þá hópa fólks sem misst hafa fót-
legg gæti verið lausn í sjónmáli.
,Doktorsverkefnið sem ég vinn að
gengur út á að tengja gervifót í bein
með ígræðslu sem kemur til með að
breyta miklu fyrir fólk sem misst
hefur fót,“ segir Benedikt Helgason,
doktorsnemi í verkfræði við Há-
skóla íslands. „Ég er að skoða þessa
lausn í stað þess að nota hulsu og
aðrar hefðbundnar lausnir sem nú
eru notaðar.
Igræðslur hafa nú þegar verið
framkvæmdar og talið að um íoo
einstaklingar í heiminum séu með
ígrædd tengistykki fyrir gervifætur.
Það voru aðilar í Gautaborg í Sví-
þjóð sem byrjuðu á þessu fyrir um
to árum. Árangur af þessu virðist
vera ásættanlegur en auðvitað geta
komið upp ýmis vandamál. Ég
hef rætt við aðila sem hefur farið í
gegnum ígræðslu. Hann lýsir þessu
sem stórkostlegri framför enda
átti hann erfitt með að nota hefð-
bundna gervilimi vegna þess hve
lærleggsstúfur hans er stuttur."
Benedikt segir hugsanlegt að
ígræðslan losni frá beininu vegna
of mikils álags og það er meðal
annars það sem hann er að skoða
ásamt samstarfsaðilum. „Þá er
alltaf ákveðin hætta á sýkingum
og fæstir sjúklinganna losna alveg
við að taka lyf vegna þessa. Það er
reyndar misjafnt hversu illa fólk er
plagað af þessu.
Eins og er hafa ígræðslur á gervi-
fótum eingöngu verið framkvæmdar
á aðilum sem hafa aflimun hátt á
lærlegg. Ástæðan er sú að þessir ein-
staklingar eiga erfitt með að nota
hefðbundnar lausnir og það er því
frekar auðvelt að fá þá til þess að
taka þátt í þessum verkefnum."
Fá tilfinningu í gervifótinn
Benedikt vinnur lokaverkefni sitt í
samvinnu við aðila á Ítalíu, Tækni-
háskólann i Queensland í Ástralíu
og Össur hf. „Ég kem til með að
ljúka doktorsverkefninu á árinu en
þar lýsi ég tengingu gervifótar við
bein út frá sjónarhóli burðarþols-
fræðinnar með það að markmiði
að endurbæta ígræðlinginn og lág-
marka endurhæfingarferlið.“ Hug-
myndin sem Benedikt er að skoða
byggir á að áður en að ígræðslu
kemur er gert þrívítt einstaklings-
bundið tölvulíkan af beini í útlim
og tengingin er svo hönnuð út frá
þvi.
„Tölvulíkönin með tilheyrandi
efniseiginleikum eru byggð á upp-
lýsingum úr röntgensneiðmyndum
af stúfnum. Álagið á beinið er ein-
staklingsbundið en hefur verið
mælt af samstarfsaðilum okkar í
Ástralíu fyrir venjulegan hluta af
þeim hópi sem nú notar þessa lausn.
Við höfum því nokkuð góða hug-
mynd um það hvað ígræðslan þarf
að þola við almenna notkun. Svíar
hafa ekki gert athuganir á sama
hátt en þeir hafa framkvæmt aðgerð-
irnar og reynt að aðlaga ferlið eins
og reynslan hefur kennt þeim.“
Benedikt segir þá sem fá íg-
ræddan gervifót smá saman öðlast
tilfinningu fyrir útlimnum. „Þeir
verða mun næmari gagnvart gervi-
fætinum að sumu leyti eins og um
venjulegan útlim væri að ræða
(e.osseo perception). Þeir öðlast
betra jafnvægisskyn og þeir finna
það meira að segja þegar þeir eru
kitlaðir í iljarnar. Hreyfigetan er
góð en það er ekki vitað með vissu
hvað tengingin þolir og því reyna
þeir sem fengið hafa ígræðslu að
fara varlega.“
Þarfað líða ákveðinn tímifrá út-
lima missi til tgræðsluaðgerðar?
„Ég hugsa að það sé betra að bíða
ekki mjög lengi frá aflimun til
ígræðslu því beinvefur rýrnar ef
hann er ekki örvaður með álagi.“
Benedikt segir að yfirleitt sé tít-
aníum notað í tengistykkið sem
gengur upp í beinið.
fgræðslur ekki langt undan
,Þeir sem láta græða á sig gervifót
þurfa að fara í tvær aðgerðir. 1 fyrri
aðgerðinni er sárið opnað og ígræð-
lingnum komið fyrir og sárinu
lokað. í seinni aðgerðinni er sárið
opnað og tengistykki fyrir gervifót
skrúfað í. Eftir þetta hefst margra
mánaða endurhæfing þar sem
álagið á ígræðsluna er aukið jafnt
og þétt. Hálfu ári eftir seinni aðgerð-
ina má búast við að menn geti farið
að stíga í fótinn af fullum þunga.“
Benedikt segir ígræðslurnar
eiga sér samsvörun í mjaðmaliða-
skiptum, munurinn sé hins vegar
sá að í igræðslum á gervifótum
fari tengistykkið í gegnum húð.
Allar framfarir í líkanagerð fyrir
ígrædda gervifætur munu því senni-
lega nýtast við líkanagerð fyrir t.d
mjaðmaliðaskipti."
Benedikt segir að ekki sé víst
að fólk þurfi að bíða mjög lengi
eftir ígræðslum gerviútlima. „Það
síðasta sem við höfum heyrt er
að sænsku aðilarnir hafa gengið
i gegnum strangt eftirlit í Banda-
ríkjunum til að fá aðgerðir sam-
þykktar. Hugmyndin er þá að nota
þessa lausn fyrir t.d. hermenn sem
misst hafa útlim í stríði. Þróunin
hefur verið mun hraðari í þessu
en við áttum von á. Við heyrðum
nýlega af þýskum rannsóknarhópi
sem byrjaður er á ígræðslum og
sjálfsagt munu fleiri hópar fylgja í
kjölfarið. En þetta er ekki eitthvað
sem menn gera með stuttum fyrir-
vara. Það þarf að sérhæfa fólk til
að framkvæma aðgerðirnar og svo
er ferlinu fylgt eftir. Ég hugsa að
þróunin verði sú næstu árin að það
verði hópar lækna og sérfræðinga
á fáum stöðum í heiminum sem
framkvæmi þessar aðgerðir en smá
saman mun hópunum fjölga.“
hugrun@bladid.net
Dulbúa sig í kvengervi til að heilla kvenkynið
Ástralski smokkfiskurinn er hugvitssamur enda keppist hann viðfjöldann allan afkarlkyns smokkfiskum um hylli kvenkynsins
Þeir karlmenn sem eru að
skipuleggja óvænta uppákomu
á konudaginn ættu að taka hug-
vitssemi ástralska smokkfisksins
til fyrirmyndar. Þegar ástralski
smokkfiskurinn vill næla sér í
kvenmann á hann það til að dul-
búa sig sem kvenmaður. Og það
þrælvirkar!
Ástralski smokkfiskurinn lifir ein-
ungis í ár en vill endilega koma
genum sínum til næstu kynslóðar.
Þar sem það eru 4-10 karlkyns smokk-
fiskar á hvern kvenkyns smokkfisk
þá getur það stundum reynst erfitt
og samkeppnin er því gífurlega
mikil á milli karlkyns smokkfiska.
Stærstu smokkfiskarnir af karlkyni
reyna að nýta stærð sína til að finna
kvenkyns maka og vernda hana frá
öðrum keppinautum. í nýlegri rann-
sókn komst vísindamaðurinn Roger
Hanlon að þvi að minni smokkfisk-
arnir gátu oftar en ekki komist að
kvenkyns smokkfiskunum án veru-
legra vandkvæða. Þetta gerðu þeir
meðal annars með því að dulbúa
sig sem kvenkyns smokkfiskur og
syntu þannig fram hjá stærri smokk-
fiskunum sem áttu að passa upp á
konuna.
Nýta helst sæði smærri smokkfiska
Smærri smokkfiskarnir reyndu
aldrei að berjast við stóra félaga
sína heldur notuðu laumulegri að-
ferð. Þeir fela fjórða arm sinn þar
sem kvendýrin hafa einungis þrjá
arma, láta sem þeir haldi á eggi og
breyta mynstri húðarinnar þannig
að þeir líkist konu. Með því geta
þeir hæglega synt fram hjá stóru
smokkfiskunum. Annað sem er
merkilegt við rannsókn ástralska
vísindamannsins Roger Hanlon
er að stór hluti þeirra eggja sem
eru frjóvguð eru ættuð frá smærri
smokkfiskunum. Þrátt fyrir að kven-
kyns smokkfiskar hafni um 70% af
tilraunum karlanna til samræðis þá
taka þær vel í bón smærri smokkfisk-
anna. Kvenkyns smokkfiskurinn
safnar sæði frá nokkrum körlum
og notar það seinna til að frjóvga
eggin. Með því að nota erfðapróf
fann Hanlon það út að konurnar
notuðu oftar sæði frá smærri smokk-
fiskunum heldur en þeim stærri.
kvendýrin virðast því vera mjög hlut-
drægar í vali sínu á sæði.
svanhvit@bladid.net
Ástralski smokkfiskurinn dulbýr sig sem kvenkyns smokkfiskur til að eiga auðveldara
með aö komast að þessum heillandi kvenfiskum sem slegist er um.
30% afsláttur af rúmum
ÁðuLSSreoor
Nú 29.750.-
Nýtt kortatímabil
Útsala
10-40% afsláttur
rúmco
—»1 WII'MMWMMHII'MMMHHMHHMí
Langholtsvegi 111,104 Rvk. Sími 568 7900
Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-14