blaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 18
18 I HÖNlUfUN
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 bla6ÍA
Handverkfœri
JCBD-CD12
Rafhlöðuborvél 12 volt
16 stillingar
Stiglaus hraði
Hraðhleðsla (1 klst.)
^III
JCBD-CD14
Rafhlöðuborvél 14,4 volt
16 stillingar
Rafmagnsbremsa
Stiglaus hraði
Hraðhleðsla (1 klst.)
Tvær rafhlöður
11.995
JCBD-CD1821
Rafhlöðuborvél 18volt
20 stillingar
Rafmagnsbremsa
Stiglaus hraði
Hraðhleðsla (1 klst.) 4/1 QQC
Tvær rafhlöður " " “ ^ ^
JCBD-CSK4880
Skrúfvél með jm QQC
80 fylgihlutum ■••5F8F®
www.radio.is
RAPÍÚBÆR
ÁRMÚLA 38 • SÍMI 553 1133
r,Fagurfræöi aldrei veriö
hans útgangspunktur"
Rem Koolhaas veitir ráðgjöfum uppbyggingu Vatnsmýrarinnar
„Það er alltaf gott að fá fag-
leg sjónarhorn á sem flestum
stöðum,“ segir Jóhannes Þórðars-
son, deildarstjóri hönnunar- og
arkitektúrdeildar við Listahá-
skóla íslands. „Hollendingurinn
og arkitekinn Rem Koolhaas er
þekktur fyrir að hafa sterkar
skoðanir á borgarkerfum en fag-
urfræði hefur aldrei verið hans
útgangspunktur.“
Koolhaas var fenginn hingað til
lands sem sérlegur ráðgjafi við upp-
byggingu Vatnsmýrarinnar og er
þekktur fyrir fræðilegt sjónarhorn
sitt á arkitektúr og skipulag. Hann
nálgast fag sitt með mjög sérstökum
hætti og þykir einstaklega gagnrýn-
inn og harður húsbóndi.
„Koolhaas er mikill hugmynda-
fræðingur og maður veit aldrei fyr-
irfram hvernig skoðanir hann hefur
á hlutunum.“ Jóhannes segir þeim
peningum sem það kosti að fá Kool-
haas hingað til lands vel varið en að
hann komi ekki með lausnir heldur
ábendingar.
„Það er ekki hægt að segja að Kool-
has hafi neinn sérstakan stíl í bygg-
ingarlist en byggingar hans geta
engu að síður talist athyglisverðar.
Ég hef aldrei hitt Koolhaas sjálfan
en hann er bæði mikill fagmaður og
persónuleiki.“
Koolhaas átti að koma fyrr
„Það er mín skoðun að aðkoma
manns eins og Koolhaas hefði átt
að vera áður en menn réðust í kosn-
ingu um það hvort flugvöllurinn
ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni.
Þá hefði hann átt að skoða skipu-
lagningu nýju Hringbrautarinnar
og svæðið í kringum Landspítalann.
Ég hefði kosið að það svæði hefði
verið skoðað í víðara samhengi og
allt svæðið frá Landspítalanum
og út að sjó skoðað heildrænt áður
en lagt var í framkvæmdir. Þarna
hefðu hugmyndir manna eins og
Koolhaas komið að góðum notum.“
Jóhannes segir Koolhaas hvalreka
fyrir okkur því hann sé fræðimaður
sem kann að spyrja spurninga þó
þærkunni að vera óþægilegar. „Kool-
haas er búinn að vinna sem arkitekt
lengi og hefur spáð í borgarskipulag
New York borgar. I því sambandi
hefur Koolhaas rætt um að það
sem virki fráhrindandi geti einnig
virkað uppörvandi. Koolhaas líkir
New York við vél og hefur ákveðnar
hugmyndir um hvað geri hana jafn
spennandi og raun ber vitni.“
Af þeim byggingum sem Kool-
Ein af þeim byggingum sem Rem Koolhaas hefur hannað
haas hefur hannað má nefna tónlist-
arhúsið í Portó í Portúgal og Prada
tískuverslanirnar. „Koolhaas hefur
hannað fjórar Pradaverslanir og sú
sem er staðsett í New York er eins og
leiksvið. Það er algent hjá Koolhaas
að byggingar hans virki einfaldar í
fyrstu en verði síðan flóknari þegar
þær eru skoðaðar nánar.“
Sjónarhorn fagfólks takmarkað
Jóhannes segir sjónarmið fagfólks
takmarkað hér á landi. „Peninga-
menn og verktakar eru duglegir
við að koma sér að hjá stjórnmála-
mönnum en sjónarmið fagfólks
fær að sitja á hakanum. Stjórnmála-
menn eiga erfitt með að skilja önnur
sjónarmið en fjárhagsleg. Þannig
virtist færsla Hringbrautarinnar
ódýr á blaði en útkoman kann að
vera önnur ef hlutirnir eru settir í
stærra samhengi. Ef settur hefði
verið merkimiði á allt það land sem
hægt hefði verið að nýta á annan
hátt hefði niðurstaðan orðið önnur.
Þá fengu umhverfissjónarmið aldrei
á sig merkimiða.“
Jóhannes segir dæmi þess að verk-
takar hafi viðurkennt misheppnað
skipulag eftir að uppbygginu svæðis
var lokið og vísar þá til skipulags
við Borgartún. „Á þessu svæði hefur
uppbygging atvinnuhúsnæðis verið
mikil en gleymst að gera ráð fyrir að
í hverfinu býr líka fólk. Fyrir vikið
er nær engin uppbygging verslana
og þjónustu í hverfinu og ekki gert
ráð fyrir afþreyingu eftir að hefð-
bundnum vinnudegi er lokið.“
hugrun@bladid.net
Guðbjörg Gissurardóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarvettvangs.
Meiri fagmennska
i fatahönnun
íslensk fatahönnun í hávegum höfð á Tísku-
dögum í Kaupmannahöfn um síðustu helgi
Um síðastliðna helgi var mikið
um dýrðir í Kaupmannahöfn en
þá voru Tískudagar haldnir þar
í borg og spilaði íslensk hönnun
þar stórt hlutverk. Guðbjörg Giss-
urardóttir, framkvæmdastjóri
Hönnunarvettvangs, var viðstödd
hátíðina og segir hún íslensku
hönnuðina, sem voru 17 talsins,
hafa vakið mikla athygli.
„Þetta er fyrst og fremst tækifæri til
þess að komast inn á Norðurlanda-
markaðinn og koma vörum sínum
í verslanir þar,“ segir Guðbjörg
um hvaða tækifæri þetta er fyrir
íslensku hönnuðina. „Þarna koma
kaupendur frá verslunum að skoða
og gera pantanir. Það er bæði mik-
ilvægt að reyna að koma vörunum
sínum þarna inn en einnig að stofna
til sambanda og sýna sig og sjá aðra,“
segir Guðbjörg ennfremur. Hún
segir mikla og góða hluti vera að
gerast hjá íslensku hönnuðunum.
„Þetta er mjög ungt fag en við erum
stöðugt að verða tilbúnari í alvöru
framleiðslu. Það eru fleiri sem eru
komnir með framleiðslu á línunni
sinni og fagmennskan er meiri.
Kaupendur frá nágrannalöndum
CPH Vision, sem íslendingarnir
sýndu á, var stærsta og flottasta
sýningin en hún er í rauninni kaup-
stefnan fyrir fatahönnun á Norður-
löndum. Þar voru margir hönnuðir
frá Norðurlöndum. Annars koma
þarna kaupendur alls staðar að úr
heiminum en þó sérstaklega mikið
frá nágrannaþjóðunum,“ segir Guð-
björg. Hún segir að hönnuðirnir hafi
margir verið með sýningarbása og
svo hafi fjölmargar tískusýningar
verið í gangi í Kaupmannahöfn.
íslenska sendiráðið í Kaupmanna-
höfn stóð fyrir veislu í samstarfi við
Salka Agency á meðan hátíðin stóð
yfir. Annar eigenda Salka Agency er
Sigrún Guðný Markúsdóttir sem er
umboðsmaður fyrir íslenska hönn-
uði í Danmörku og sér hún um að
búa til sambönd fyrir þá á Norður-
löndum og reyna að koma þeim í
verslanir.
íslensk hönnun vinsæl
í Bandaríkjunum
Guðbjörg segir stöðu íslenskrar fata-
hönnunar á Norðurlandamarkaði
ekki hafa verið sérlega sterka hingað
til en þó virðist hún öll vera að koma
til. „Það er hins vegar athyglisvert
að hún hefur verið miklu sterkari
á Bandarikjamarkaði. Bandaríkja-
menn virðast vera mun opnari fyrir
því sem við höfum verið að gera. Sem
dæmi má nefna að ELM, sem eru
með vörurnar sínar í yfir hundrað
verslunum í Bandaríkjunum, eru
fyrst núna að sýna vörurnar sínar í
Danmörku og reyna að komast inn
á Evrópumarkað þar sem þær hafa
ekki verið með neina verslun,“ segir
Guðbjörg.
Guðbjörg segir íslenska fatahönnun
vekja athygli fyrir sérstöðu sína
en hún sé óhefðbundin og í dýrari
klassa. „Við erum ekki mikið í stórri
fjöldaframleiðslu. Við erum svo lítil
og fyrir vikið er sérhæfingin meiri
og merkin minni. Við höfum hingað
til ekki verið að framleiða fyrir hinn
almenna stóra markað heldur hafa
okkar hönnuðir verið að gera per-
sónulegri og sérstakari línur,“ segir
Guðbjörg.
bjorn@bladid.net