blaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 6
6 r INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 blaAÍ6 Ovenju margir fluttu til landsins Síðasta ár einkenndist af umfangs- miklum búferlaflutningum til lands- ins. Tæplega 7.800 fluttu til landsins í fyrra, en tæplega 4.000 fluttu frá landinu. Aðfluttir umfram brott- flutta í millilandaflutningum voru þannig tæplega 4.000 samanborið við rúmlega 500 árið áður. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa íslands birti í gær. Til flestra landshluta eru að flytja fleiri en þaðan fara. Undantekningin frá þessu eru Vestfirðir og Norður- land. Austurland kemur þarna best út með tæplega 116 aðflutta um- fram brottflutta á hverja 1.000 íbúa. Þrátt fyrir mikinn straum fólks frá útlöndum til Austurlands voru brottfluttir þar hins vegar fleiri en aðfluttir ef einungis er tekið mið af innanlandsflutningum. Það vekur sérstaka athygli að fleiri flytja frá höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári en til þess. FitFood Heilsusjoppan Tilbúin hollusta til að taka með Margskonar grænmetis- og ávaxta- bakkar, hollustulanglokur, pasta, ávaxtaskyrdrykkir, prótíndrykkir ávextir og grænmeti og margt fleira. Nýbýlavegi 28, Kópavogi, sími 517-0110 avaxtabillinn@avaxtabillinn.is www.avaxtabillinn.is NOVARTIS CONSUMER HEALTH Otrivin nefúöi - án rotvarnarefna Otriviri UKONSERVERET Otriviri UKONSERVERET Otrivin MENTHOL UKONSERVERET lometazolin /drochlorid • Otrivin fyrir 2-10 ára Næsespra Xylometazoli hydrochlori ■ Otrivin fyrir 10 og eldri 10 ml lometazolin. 'drochlorid ■ Otrivin Menthol fyrir 10 og eldri Otrivin notast við bólgu og aukinni slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Einnig við miðeyrnabólgu. Fæst án lyfseðils. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Otrivin nefúóinn og nofdroparnir innihalda xýlómetasólin scm vinnur gcgn bólgu. nefstiflu og slimmyndun vegna kvefs og bráórar bólgu i ennis- og kinnholum. Otrivin virkar fljótt og áhrifin vara i 6-10 klst. Otrivin getur valdió aukaverkunum, s.s. ertingu i slímhúó og sviðatilfmningu. Eínnig óglcói og höfuóverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga i senn. Varúó: Langtimanotkun Otrivin getur lcitt til þurrks i nefslimhúó. Sjúklingar meó gláku eóa þeir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasolin ættu ekki að nota Otrivin. Kynnió ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem born hvorki na til né sja. Þynging refsingar ein og sér dregur ekki úr afbrotum Breytingar á tilteknum ákvæðum almennra hegn- ingarlaga um kynferðisbrot, sem dómsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn, hafa vakið athygli. Meðal þeirra breytinga sem þar koma fram er að fyrningarfrestur í kyn- ferðisbrotamálum lengist og samræði við börn undir 14 ára aldrei eru nú skil- greind sem nauðgun. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð- ingur hjá Háskóla Islands, segir að sín fyrstu viðbrögð við frumvarpinu séu að þarna er á ferðinni ákveðin réttarbót en segir ennfremur að í því séu nokkrir hlutir sem hann staldri við. „Þarna er verið að breyta skilgrein- ingu á því hvað er nauðgun og hvað ekki. Nú nær nauðgunarhugtakið líka yfir kynferðisafbrot gagnvart börnum. Það þýðir að refsiramminn breytist nokkuð. Til að mynda er nú komið eins árs refsilágmark. Það þýðir að ef einstaklingur er fundinn sekur um kyn- ferðisbrot gagnvart barni fær viðkomandi lágmarks eins árs fangelsi en engin lágmarksrefsing var áður,“ segir Helgi. Erfitt fyrir þolendur að sækja rétt sinn „Það er hins vegar eitt sem ég staldra við í frumvarpinu, sem er að ég er ekki viss um að refsiþyngdin hafi verið megin vandamálið í þessum málaflokki. Megin vand- inn er að réttur þolenda er torsóttur í kerfinu sjálfu. Það birtist t.d. i því að tiltölulega litill hluti mála sem er kærður endar með dómi, einhver fyrirstaða virðist því vera í kerfinu varðandi þessa málsmeðferð. Ég sé ekki að það muni breytast með þessu frumvarpi. Enn- Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. fremur virðist vera fyrirstaða hjá þolendum að kæra til lögreglu og það er heldur ekki tekið á því í nýju frum- varpi. Mér finnst að skoða þurfi talsvert mikið betur málsmeðferðina í heild sinni og tryggja að þolendur geti leitað réttar síns hjá kerfinu,“ segir Helgi. Þufum viðhorfsbreytingu ,í þolendarannsókn sem ég stóð að með Rannveigu Þórisdóttur og Vilborgu Magnúsdóttur, kom í ljós að kærendur í kynferðisafbrotamálum eru ósáttari við þjónustu hins opinbera en kærendur í öðrum sakamálum. Mér sýnist enn og aftur að nýtt frumvarp taki ekki á þeim vanda. Reyndar er það mál flóknara því þarna gæti stimplun eða brennimerking af samfélaginu haft eitthvað að segja. Það er talað um fordóma, að þessi mál séu feimnismál o.s.frv. Það er því ekki bara málsmeðferðin sem hefur þarna áhrif heldur þarf róttæka viðhorfsbreytingu hjá al- menningi til.“ Þrátt fyrir ofansagt segir Helgi að margt í frumvarp- inu sé til bóta. „í heild sinni virðist mér nýtt frumvarp endurspegla réttarvitund almennings. Rannsóknir sýna hins vegar að refsiþynging ein og sér dregur ekki úr afbrotum. Hún sýnir hins vegar táknrænan vilja stjórnvalda að takast á við þennan málaflokk og eru um leið skilaboð út í samfélagið. Frumvarpið er því í takt við þá um- ræðu sem hefur verið um málaflokkinn undanfarin ár“ segir Helgi. Ríkiö veiti styrki til þeirra sem vilja ættleiða börn Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er fyrsti flutnings- maður þingsályktunartillögu um styrki til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum. Guðrún vill að Alþingi feli heil- brigðis- og tryggingarmálaráðherra að setja reglur um styrki þessa og lagt er til að styrkupphæðir og reglur taki mið af því sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Einnig er lagt til að styrkirnir verði greiddir eftir komu barnsins til landsins og verði skattfrjálsir. Tryggingastofnun annist milligöngu 1 tillögu Guðrúnar er lagt til að Tryggingastofnun hafi milligöngu um greiðslu styrkjanna eins og á við um meðgöngu og fæðingu í dag. Guð- rún bendir á í ályktuninni að undan- farin ár hafi læknavísindin hjálpað mjög mörgum til barneigna með glasafrjóvgunum. Sú aðferð dugi þó ekki öllum og oft lukkist hún ekki. Eini kostur þeirra fjölskyldna sem það á við um sé þá að ættleiða barn. Guðrún bendir einnig á að ætt- leiðingar barna frá útlöndum séu hluti framlags okkar Islendinga til þess að bæta aðstæður barna í bág- stöddum löndum. Þar bíði þeirra oft ekki annað en sár fátækt og löng stofnanavist. Helmingur fær ekki veiðileyfi Rétt tæplega 2.000 umsóknir hafa borist veiðimálastjóra um þau 909 hreindýr sem leyft verður að veiða á hausti komanda. Það þýðir að rúm- lega helmingur umsækjenda mun ekki komast á hreindýraveiðar þetta árið. Að sögn Jóhanns G. Gunnars- sonar, starfsmanns Hreindýraráðs á Austurlandi, hafa umsóknir um veiðileyfi aldrei verið fleiri. „Ætli það sé ekki bara svona vin- sælt að fara á veiðar. Fjöldi umsókna hefur verið vaxandi ár frá ári. í fyrra héldu menn að toppnum hefði verið náð vegna þeirrar óvissu sem ríkti um rjúpnaveiðar en þrátt fyrir að veiði á rjúpinni hafi verið leyfð á ný fjölgar umsóknum, þannig að það er augljóslega ekki ástæðan,“ segir Jóhann. Dregið úr umsóknum á næstunni Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem sækja um veiðileyfi að þessu sinni eru íslendingar, því aðeins þrjátíu af alls 1.970 umsóknum koma erlendis frá. Fyrirkomulag úthlutuna veiði- leyfa er einfalt því dregið er úr um- sóknunum. Happdrætti ræður því hverjir komast á veiðar og hverjir ekki. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær útdrátturinn muni fara fram í ár, en Jóhann segir að veiðimenn geti átt von á niðurstöðu þegar í næstu viku. Það er ekki alveg ókeypis að fara á hreindýraveiðar. Veiðileyfi á einn tarf á dýrasta veiðisvæði kostar 110.000 krónur. Ódýrust leyfin kosta 35.000 krónur fyrir kú á nokkrum veiðisvæðum. ÚTSALAN í FULLUM GANGI. VORUM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR. VEphUsriniL v/Laugalæk • sími 553 3755

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.