blaðið - 20.02.2006, Side 1

blaðið - 20.02.2006, Side 1
Aukablað um tísku og snyrtivörur fylgir Blaðinu ■ ERLENT Rumsfeld óttast ósigur Segir Bandaríkja- ■ STJÓRNMÁL Stórsigur Eyþórs Frjálst, óháð & ókeypis! ■ ERLENT Vill hækka lífeyrisaldurinn | SÍÐA 8 ■ SÖNGVAKEPPNIN Trúnaður ríkir hjá RÚV | SlÐA 2 ■ HEIMSPEKI Stefán Snœvarr^^. um heimspeki JPR daglegs lífs | SlÐA 26 ■ INNLENT Enn deilt um lóðaúthlutanir | SlÐA 6 ■ IPROTTIR Afrek íslendinga á vetrarólympíuleikum uolrin nthunli Höfuðborgarsvæðið meðallestur *o 53,8 46,9 «0 »5 2 JD c 3 XO Ol w XO O ro s CO 16,6 Samkv. fjölmlftlakönnun Gallup janúar 2006 > Q m Reuters I dagsins önn á Indlandi Indverskur hirðir rekur uxa á akri í Tharad I Gujarat-héraði f vesturhluta Indlands í gær. Yfirvöld f héraðinu hafa meiri áhyggjur af fiðurfé en uxum þessa dagana því að í gær fyrirskipuðu þau stórfellda förgun á kjúklingum eftir að H5Nl-afbrigði fuglaflensunnar greindist í kjúklingahræjum f nágrannahéraðinu Maharashtra. Fuglaflensunnar hefur ekki orðið vart í mönnum á Indlandi. Ingibjörg vill rannsaka bankasölu Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Islands, vakti athygli um helgina með ummælum sínum í fréttum þess efnis að kaupendur Búnaðarbankans hafi á sínum tíma beitt íslenska ríkið, ríkisend- urskoðun og einkavæðingarnefnd blekkingum. Hann segir ítrekaðar athuganir sínar á málinu staðfesta þetta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að málið verði skoðað. Egla aldrei í eigu Aufahauser Á sínum tíma samdi ríkið við S-hópinn svokallaða um kaup á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum sem var þá um 45%. Að S-hópnum komu fjórir aðilar, þar á meðal Egla hf. Vilhjálmur segir ljóst að þýski bankinn Aufahauser Privatbanken, sem var sagður eiga 35% hlut í Eglu þegar S-hópurinn gerði tilboð sitt, hafi aldrei átt neitt í félaginu. Það var ekki síst þessi aðkoma þýska bankans að málinu sem gerði S-hóp- inn að besta kostinum í augum rík- isins. Ein af ástæðunum sem gefin var fyrir hæfi S-hópsins var að hann hefði innanborðs „virt, erlent fjármálafyrirtæki“ eins og það var orðað. Ingibjörg Sólrún segir málið þarfnast skoðunar ,Mér finnst að það sé full ástæða til þess að skoða þetta mál. Forsæt- isráðherra verður að mínu mati að beita sér fyrir því að þetta verði rannsakað. Það eru hagsmunir ríkisstjórnarinnar að farið verði rækilega yfir þetta mál.“ Hún seg- ist ekki hafa velt því fyrir sér hver eftirleikurinn verði, komi það í ljós að ríkið hafi verið beitt blekkingum Hún segir að málið verði tekið upp á þingi í dag. „Ég mun óska eftir því að þetta verði rætt í fyrirspurna- tíma í upphafi þingfundar.“ Móðir í 12. sinn 62 ára gömul Sextíu og tveggja ára gömul banda- rísk kona ól um helgina barn og heilsast því og móðurinni vel. Konan heitir Janise Wulf og býr í Redding í Kaliforníu. Þetta er tólfta barn hennar en hún á jafnframt 20 barnabörn og þrjú barnabarna- börn. Að sögn fjölskyldunnar gekk fæðingin vel. Wulf þjáist af sykur- sýki og höfðu læknar því nokkrar áhyggjur af fæðingunni. Blóðþrýst- ingur hennar jókst mjög í liðinni viku og ákváðu læknar þá að taka barnið með keisaraskurði. Wulf og eiginmaður hennar, hinn 48 ára gamli Scott, hafa þegar ákveðið nafnið og heitir drengurinn Adam Charles Wulf. Fyrir rúmum þremur árum eignuðust Wulf-hjóninn son- inn Ian. „Mér hugnaðist ekki að ala hann upp einan,“ sagði Janise Wulf. 1 bæði skiptin gekkst hún undir tæknif rjóvgunaraðgerð. Samkvæmt Heimsmetabók Guinn- ess er hin rúmenska Adriana Iliescu elsta konan sem vitað er sem fætt hefur barn. Hún var 66 ára er hún eignaðist fyrsta barn sitt 15. janúar í fyrra. Vitað er um tvær konur sem voru 63 ára gamlar þegar þær eignuðust börn, þær Rosanna Della Corte frá Ítalíu (1994) og Acheli Keh frá Kaliforníu (1996). Opið hús í Rauöa hverfinu Vændiskonur og nektardansmeyjar í hinu fræga Rauða hverfi í Amster- dam opnuðu dyr sínar og dyngjur upp á gátt um helgina þegar svokall- aður „opinn dagur“ var haldinn í fyrsta skipti. Með deginum vildu þær reyna að bæta þá slæmu ímynd sem hverfið hefur fengið á sig að undanförnu. Hundruð ferðamanna og borgarbúa nýttu sér tækifærið til að sjá með eigin augum svefn- herbergi vændiskvenna, fylgjast með gægjusýningu eða spjalla við kjöltudansmey. Vændi hefur verið löglegt að fullu í Hollandi frá árinu 2000 og þeir sem vinna í greininni þurfa að greiða skatt af starfseminni. Mannréttindasamtök telja engu að síður að um 3.500 konur séu seldar mansali til Hollands á ári hverju frá Austur Evrópu og Asíu. Þar eru þær látnar vinna í leyni- legum vændishúsum eða við ólög- leg fylgdarþjónustufyrirtæki: FRJALS IBUÐALAN Okkar markmiö er aö veita framúrskarandi þjónustu á sanngjörnum kjörum. Komdu til okkar í Lágmúla 6 hringdu í 540 5000 eöa sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. Við viljum aö heima sé best! 4,35% VEXTIR FRJALSI

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.