blaðið - 20.02.2006, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 blaöiö
ALLIR ÁFANGASTAÐIR í EVRÓPU FLUG l Q 900 ICELANDAIR jfff \ w • w \w KR. + Bókaðu á www.icelandair.iswww.icelandair.is
Ætla að fara frá því að vera
minnstir í að verða stærstir
Eyþór Arnalds, ótvírœður sigurvegari prófkjörs sjálfstœðismanna í Árborg.
,Það sem mér er efst í huga er auð-
vitað þakklæti fyrir þennan mikla
stuðning almennra sjálfstæðis-
manna í prófkjörinu," sagði Eyþór
Arnalds, ótvíræður sigurvegari í
prófkjöri sjálfstæðismanna í Árborg
um helgina, í samtali við Blaðið.
Alls kusu 1.087 manns í prófkjörinu
en nýskráningar í flokkinn voru á
sjötta hundrað í aðdraganda þess.
Eyþór hlaut 593 atkvæði í 1. sætið
eða um 57%, en keppinautar hans
miklum mun minna.
„Prófkjörið skilaði okkur afar
sterkum lista, nýrri og kraftmikilli for-
ystu og ég er ekki i nokkrum vafa um
að í vor förum við sjálfstæðismenn úr
því að vera minnsti flokkurinn í bæj-
arstjóm í það að vera sá stærsti.“
Eyþór segir að mikill áhugi hafi
verið á prófkjörinu, sem endur-
speglist meðal annars í þeim mikla
fjölda fólks sem gengið hafi til liðs
við flokkinn til þess að taka þátt í
því. „Það má segja að Sjálfstæðis-
flokkurinn hér í Arborg hafi gengið
í gegnum endurnýjun og á því
munum við auðvitað byggja. Það er
ekki hægt að fá betra veganesti inn
í þá kosningabaráttu, sem nú fer í
hönd,“ segir Eyþór.
„Þessi mikla endurnýjun á list-
anum held ég svo að gefi til kynna
víðtækan vilja fyrir breytingu í vor.
Ég og meðframbjóðendur mínir
höfum fundið það mjög skýrt undan-
farna daga að fólk hefur orðið fyrir
miklum vonbrigðum með núver-
► Almennt tölvunám
Ef þú hefur litla reynslu af tölvunotkun eöa vilt fá ítarlegt námskeið um allt
það helsta sem gert er með tölvum þá er þetta frábæra námskeið fyrir þig.
Helstu kennslugreinar
• Windows, Word og Excel
• PowerPoint, Outlook og Internetið
Lengd: 90 stundir/60 klst. • Verð: 69.990
► Tölvuþekking fyrir konur
Námskeið sem hefur slegið í gegn, ætlað þeim konum sem vilja ná færni í
notkun tölva við margvísleg verkefni hvort sem er f vinnu eða heima.
Helstu kennslugreinan
• Tölvugrunnur, Windows og Word
• Excel, Internetið og tölvupóstur
Lengd: 60 stnd./40 klst. morgun eða kvöld • Verð: 45.900
► Tölvunám fyrir 50+
Ef þú hefur ekki ennþá lært á tölvu og ert komin(n) yfir fimmtugt er þetta
rétta námskeiðið fyrir þig. Þægilegur hraði, spennandi efni og frábær kennsla
gerir þig að öflugum tölvunotanda.
Helstu kennslugreinan
• Tölvugrunnur, Windows og Word
• Excel, Internetið og tölvupóstur
• Stafræn Ijósmyndun og vinnsla
Lengd: 72 stnd./48 klst. • Verð: 59.900
+J
Tölvunám TV til betri verka
- hringdu núna í síma 520 9000
- og skoðaðu www.tv.is til að fá meiri upplýsingar
iimimáxmWi TÖLVU- OG
.......VERKFRÆÐIMÓNUSTAN
Grensásvegi 16 ■ 108 Reykjavík • Sími 520 9000 • tv@tv.is • www.tv.is
Sjálfstæðismenn héldu kosningavöku íTryggvaskála á laugardagskvöld og hér sjást
efstu menn listans fagna sigri. Það eru frá vinstri þau Grímur Arnarsson í 5. sæti, Elfa
Dögg Þórðardóttir i 4. sæti, Eyþór Arnalds sigurvegari prófkjörsins, Snorri Finnlaugsson
f 3. sæti og Þórunn Jóna Hauksdóttir í 2. sæti.
andi meirihluta og treystir Sjálfstæð-
isflokknum best til þess að leiða það
endurreisnarstarf, sem bíður okkar.“
Hann segist ekki geta kvartað
undan þeim viðtökum, sem hann
hafi fengið sem aðkomumaður í Ár-
borg. „Sem nokkurs konar nýbúi á
svæðinu er ég afar þakklátur fyrir
það traust sem ég hef fengið, en það
er kannski lýsandi fyrir Árborg og
helstu viðfangsefni okkar. íbúum
Árborgar fjölgaði um 8% aðeins á
siðasta ári og það kallar á brýna
úrlausn í menntamálum, skipulags-
málum, samgöngumálum og svo
framvegis.“
Eyþór segist ekki óttast kosning-
arnar í vor þó Sjálfstæðisflokkurinn
hafi verið í nokkurri lægð í sveitar-
félaginu og raunar í Suðurkjördæmi
öllu. „Ég heyri það einfaldlega á fólki
og finn, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur mikinn byr í seglunum. Þessi
griðarlega þátttaka í prófkjörinu er
svo gleggsta sönnun þess. Hvort við
komumst svo í meirihluta er annað
mál og skýrist ekki fyrr en eftirkosn-
ingar. Hér er ekki hefð fyrir því að
neinn einn flokkur nái hreinum
meirihluta, heldur þurfa menn að
stjórna í samstarfi við aðra flokka. Á
slíkt reynir ekki fyrr en daginn eftir
kjördag, þannig að það er ótímabært
að ræða það að svo stöddu.“
Blaðakonur verðlaunaðar
mbl.is | Gerður Kristný Guðjóns-
dóttir fékk á laugardagskvöld Blaða-
mannaverðlaun ársins 2005 fyrir
óhefðbundna blaðamennsku og ít-
arlegar rannsóknir við skrif á sögu
Thelmu Ásdisardóttur, Myndin
af pabba. Verðlaunin voru afhent
á pressuballi Blaðamannafélags Is-
lands á Hótel Borg.
Sunna Ósk Logadóttir, Morgun-
blaðinu, fékk verðlaun fyrir bestu
umfjöllun siðasta árs fyrir greinar
um rekstur og starfsemi Landspít-
ala - háskólasjúkrahúss í kjölfar
sameiningar.
Þá fékk Sigríður Dögg Auðuns-
dóttir, Fréttablaðinu, verðlaun fyrir
rannsóknarblaðamennsku fyrir út-
tekt á einkavæðingu ríkisbankanna
og fréttaskrif um aðkomu áhrifa-
manna í aðdraganda málaferla gegn
forsvarsmönnum Baugs.
Tveir handtekn-
ir á ísafirði
mbl.is | Tveir menn eru í haldi lög-
reglunnar á ísafirði vegna rann-
sóknar á meintri fíkniefnadreifingu.
Mennirnir voru handteknir um kl.
10 á laugardagsmorgun í tsafjarðar-
djúpi en þeir voru þá að koma ak-
andi áleiðis til Isafjarðarbæjar. Lög-
regluna grunaði að för mannanna
tengdist fíkniefnamisferli og við leit
í bifreiðinni fundust fíkniefni, m.a.
hass í sölueiningum.
Ekki verður gefið upp á þessu stigi
málsins um hversu mikið magn er
að ræða.
Báðir mennirnir hafa áður
komið við sögu lögreglunnar vegna
fikniefnamála.
Lögreglustjórinn á ísafirði hefur
lagt fram kröfu um gæsluvarðhald
vegna beggja mannanna fyrir Hér-
aðsdómi Vestfjarða.
Lögreglan á ísafirði naut aðstoðar
lögreglunnar á Hólmavík vegna
málsins.
Skerðingu mót-
mælt á Akureyri
mbl.is | Nemendur við Menntaskól-
ann á Akureyri ætla að fella niður
nám í heilan dag á miðvikudag í
næstu viku til að mótmæla skerð-
ingu náms til stúdentsprófs. Eftir
annan tíma á miðvikudaginn
verður haldið á mótmælafund á Ráð-
hústorgi og ekki verður mætt aftur
í skólann fyrr en eftir annan tíma
á fimmtudag. Þetta er í samræmi
við það að áætlað er að skerða nám
til stúdentsprófs um u.þ.b. 20%, að
þeirra sögn.
Á vefsvæði Hugins, skólafélags
Menntaskólans á Akureyri, segir
að það jafngildi einum kennsludegi
af fimm í viku. Með mótmælunum
vonast nemendur til að vekja at-
hygli fjölmiðla og hafa áhrif á stefnu
menntamálaráðherra.
Árás í Keflavík
mbl.is | Ráðist var á 31 árs gamlan
mann fyrir utan kvikmyndahús
Sambíóa í Hafnargötu í Keflavík um
sjöleytið í gærmorgun. Að sögn lög-
reglunnar í Keflavík missti maður-
inn meðvitund og féll hann í götuna.
Ekki er vitað hverjir voru að verki
en vitni að árásinni gátu ekki greint
lögreglu frá málavöxtum að öðru
leyti en því að þau kváðu þrjá menn
hafa horfið afvettvangi í bifreið.
Maðurinn var fluttur á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja til skoðunar
en eftir það var hann fluttur á
slysadeild í Reykjavík. Hann reynd-
ist minna meiddur en í fyrstu var
talið og var hann útskrifaður í
gær, samkvæmt upplýsingum frá
Landspítala-háskólasjúkrahúsi.
Bæjarmálavefur
um Kópavog
Nýjum vef hefur verið hleypt af
stokkunum á vefslóðinni kopavogur.
net. Vefnum er ætlað að fylgjast með
atburðum innan bæjarins. Ékkert er
honum óviðkomandi eins og segir í
tilkynningu og verður fjallað um öll
þau mál sem að einhverju leyti eru
bænum viðkomandi. Ætlunin er
að sögn ritstjóra, Arnþórs Sigurðs-
sonar, að fjalla um öll mál á upplýs-
andi og gagnrýninn hátt. Þá verður
fjallað um íþróttir og tómstundir
hvers konar og gefst bæjarbúum
færi á að setja inn smáuglýsingar á
vefinn sér að kostnaðarlausu.