blaðið - 20.02.2006, Side 14
blaði
Útgáfufélag: Árogdagurehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
AÐRIR MÁLHEIMAR
Ritstjórn Blaðsins barst á fimmtudag ánægjulegur liðsauki þegar
greint var frá nýrri rannsókn, sem unnin var á vegum Breska
menningarráðsins, British Council. Sífellt fleiri gera sér sýni-
lega ljóst að tungumálakunnátta, sem bundin er við ensku, nægir engan
veginn í nútímanum.
Blaðið gerði fyrir skemmstu að umfjöllunarefni þá staðhæfingu nokk-
urra helstu talsmanna nýja auðvaldsins á Islandi að leggja beri stór-
aukna áherslu á ensku í menntakerfi og atvinnulífi Islendinga. Tekið
var undir þessa nálgun en því bætt við að hún væri í raun furðulega gam-
aldags. Góð enskukunnátta væri lágmarkskrafa nú um stundir. Kennslu
í ensku bæri vissulega að auka en jafnframt þyrfti að auka hlut annarra
tungumála í skólakerfinu, einkum spænsku og þýsku. Síðan þyrfti að
gera þeim, sem áhuga og hæfileika hefðu, kleift að leggja stund á erfið
tungumál svo sem japönsku, rússnesku, kínversku og arabísku.
Sama niðurstaða kemur fram í rannsókninni, sem unnin var fyrir Breska
menningarráðið. Ein helsta niðurstaða hennar er sú að enskumælandi
þjóðir séu að glata yfirburðum sínum á vettvangi tungumálanna þar eð
sífellt fleiri (um tveir milljarðar manna) tali nú enska tungu. Á tímum
hnattvæðingar og hamslausrar samkeppni dugi ekki enskan ein til að
ná góðum árangri á sviði viðskipta og menningar. I arabaríkjum, Kína
og spænskumælandi löndum dugi enskukunnátta alls ekki. I skýrslunni
segir að þessi þróun sé alvarleg og er þá vísað til þess að Bretar séu al-
mennt og yfirleitt illa að sér í öðrum tungumálum.
Þessi niðurstaða Breska menningarráðsins ætti að vera íslendingum
íhugunarefni. Vitanlega þarf að auka enskukennslu á íslandi; það eru
„augljós sannindi" svo vísað sé til fyrri skrifa Blaðsins um þetta efni.
En jafnframt er áríðandi að huga að því hvernig auka ber aðra tungu-
málakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Ensku- og spænskukennslu
ætti að hefja sem fyrst í grunnskólanum t.a.m. við 8 eða 9 ára aldur og
leggja einkum áherslu á málnotkun. Hið sama á raunar við um fram-
haldsskólastigið. Draga ber úr þeirri áherslu, sem lögð er á málfræði og
bókmenntir við tungumálakennslu á íslandi. Almennt og yfirleitt gildir
að fólk fær áhuga á bókmenntum viðkomandi málheims eftir því sem
kunnátta og færni eykst.
Yfirvöld menntamála á Islandi standa frammi fyrir krefjandi verkefni,
sem þolir litla bið.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
14 I ÁLIT
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 blaðið
Q: OG CuRLiria
Fúskið verðlaunað
Um helgina veitti Blaðamannafélag
Islands sín árlegu Blaðamannaverð-
laun, en sá siður var tekinn upp fyrir
þremur árum „til að stuðla að vönd-
uðum vinnubrögðum í íslenskum
fjölmiðlum hvers konar.“ Það er auð-
vitað lofsvert markmið, en hitt er
svo annað mál hvernig til tekst. Það
hefur einnig aukið vandann að verð-
launaflokkarnir eru frekar loðnir
(besta umfjöllun ársins, rannsóknar-
blaðamennska ársins, blaðamanna-
verðlaun ársins) og geta skarast
talsvert. Á sama tíma saknar maður
þess að ekki skuli veitt verðlaun
fyrir fleiri greinar blaðamennsku,
t.d. fyrir stíl eða viðtöl.
Er bók fjölmiðill?
En mér finnst það orka nokkuð
tvímælis að veita blaðamannaverð-
launin fyrir bók. Enginn efast um
það að Gerður Kristný er vel að
lofinu komin fyrir bók sína um bar-
áttusögu Thelmu Ásdísardóttur, en
í ljósi ofangreinds markmiðs um
vandaðri vinnubrögð í íslenskum
fjölmiðlum er ég eilítið tvístígandi.
Ekki síst vegna þess að ég er sann-
færður um að verðlaun Gerðar Krist-
nýjar gerðu út um það að Sigmar
Guðmundsson, Kastljóssmaður,
fengi verðlaun fyrir umfjöllun sína
um sama mál í öðrum verðlauna-
flokki, sem er auðvitað fjarskalega
ósanngjarnt.
Ég leyfi mér að fullyrða að sú
umfjöllun hafi verið á heimsmæli-
kvarða, því með henni sýndi Sigmar
hvernig unnt er að fjalla um flókið
og vandmeðfarið efni í sjónvarpi á
nærgætinn hátt. Eftir að hafa tekið al-
veg skínandi gott viðtal við Thelmu
hélt hann svo áfram og fór út í það
hvernig nærsamfélagið hefði brugð-
ist við málinu á sínum tíma og fékk
loks ráðherra í viðtal, sem kvað upp
um aðgerðir í beinni útsendingu.
Þetta hefði maður nú einhvern tím-
ann kallað ippon.
Hneyksli kvöldsins var hins vegar
að Sigríði Dögg Auðunsdóttur, blaða-
manni á Fréttablaðinu, skuli hafa
verið veitt verðlaun fyrir rannsókn-
arblaðamennsku. Verðlaunin fékk
hún fyrir úttekt á einkavæðingu
ríkisbankanna og umtöluð frétta-
skrif um aðkomu áhrifamanna f
aðdraganda málaferla gegn forsvars-
mönnum Baugs. Eða eins og segir í
rökstuðningi dómnefndar:
Andrés Magnússon
„I bankaumfjölluninni fór saman
skilmerkileg framsetning og um-
fangsmikil úttekt á sölu ríkisbank-
anna... Greinar Sigríðar Daggar
vörpuðu nýju ljósi á ýmsa þætti... I
Baugsmálinu sýndi Sigríður af sér
áræðni og nákvæmni í viðkvæmri
og vandasamri úrvinnslu á tölvu-
skeytum sem Fréttablaðinu höfðu
borist...“
Hvaðan eru þjófsaugu
komin í ættir vorar?
Þetta er alveg dæmalaus þvættingur,
því ekkert gæti verið fjær sanni. Hin
merka rannsókn Sigríðar Daggar á
bankasölumálinu fólst í því að sjóða
saman illskiljanlegan greinaflokk
upp úr þriggja ára gamalli skýrslu
ríkisendurskoðanda þar sem langir
kaflar voru teknir nánast orðréttir
án þess að geta þeirrar heimildar.
Slíkt er vanalega kallað ritstuldur
og þykir ekki til fyrirmyndar í blaða-
mennsku. Þessu var svo slegið upp
eins og um nýjar fréttir að ræða. Þar
fyrir utan voru greinarnar uppfullar
af rangfærslum og misskilningi, en
markmiðið var að sýna fram á fyrir-
framgefna niðurstöðu.
Ekki er minna hneyksli að verð-
launa Sigríði Dögg fyrir að semja
fréttir upp úr þýfi, stolnum tölvu-
pósti, þar sem markmiðið var hið
sama, að komast að fyrirframgef-
inni niðurstöðu með því að velja það
úr sem hentaði, en sleppa hinu. En
jafnvel það reyndist henni ómögu-
legt, því fréttirnar stönguðust á inn-
byrðis, fyrirsagnir rímuðu ekki við
innihaldið og þar fram eftir götum.
Dylst einhverjum að þarna gekk Sig-
ríður Dögg erinda eigenda sinna, til
þess að hafa áhrif á dómsmeðferð op-
inberra sakamála gegn þeim?
Svona vinnubrögð á ekki að verð-
launa, heldur á að nota þessar fréttir
sem kennslugögn í fjölmiðlafræði
um það hvernig ekki eigi að vinna.
Með verðlaununum hefur Blaða-
mannafélagið gengisfellt sjálft sig
og verðlaunin. Eða er það virkilega
til þess fallið „að stuðla að vönd-
uðum vinnubrögðum í íslenskum
fjölmiðlum" að verðlauna ritstuld,
villandi framsetningu, þjófnað og
þjónkun við hagsmuni fjölmiðlaeig-
enda? Svei, nei.
Höfundur er blaðamaður.
Klippt & skorið
klipptogskorid@vbl.is
Athyglisverð frétt blrtist á forsfðu
Morgunblaðsins í gær. Þar upplýsir
Karl Steinar
Guðnason, forstjóri
Tryggingastofnunar ríkis-
ins, að stofnuninni hafi
að undanförnu borist um
eitt þtísund andmælabréf
en stofnunin stendur nú
frammi fyrir því að krefja þtísundir öryrkja og
aldraða um samtals 1.800 milljónir króna sem
þessu fólki ber að endurgreiða samkvæmt
lögum frá árinu 2002. Á sama tíma greiðir TR
700 milljónir króna til þeirra sem af ýmsum
ástæðum hafa ekki nýtt sfn fyllstu réttindi.
Þrýstingurinn á stofnunina og starfsmenn
hennar er greinilega ógurlegur. „Fólk heldur
að við setjum lögin og reglugerðirnar og séum
með þetta allt i rassvasanum. Sannleikurinn
er hins vegar sá að lögin eru sett á Alþingi og
reglugerðir í ráðuneytum og það ereínfaldlega
okkar hlutverk að fara að lögum og reglum. Við
berum okkur því undan því að vera kennt um
þetta allt saman og ég legg þunga áherslu á að
TR vill veita miklu betri þjónustu en stofnunin
hefur tök á eins og staðan er ntína. Ég brýni
þvl fyrirfólki að skjóta ekki sendiboðann, eins
og stundum er ntí tilhneigingin," segir Karl
Steinar. Undarlegt er að aldraðir og öryrkjar
virði ekki lögin en hvernig má það vera að fólk
fái bæturfyrirað nýta ekki „full réttindi" sín?
Egill Helgason, sjónvarpsmaður, gerir
Blaðamannaverðlaunin sem veitt
voru á laugardagskvöld að umfjöllun-
arefni í pistli á Netinu. Egill segir m.a: „Það er
ekki mikill glamúryfir blaðamennsku á (slandi,
ónei... Það er vissulega virðingarvert þegar
blaðamenn setja sig inn í flókin og erfið mál,
en þegar það gerist virðist nánast vera regla
fremur en hitt að framsetningu sé mjög ábóta-
vant - að maður tali ekki um stíl. Sumt af þessu
minnir fremur á skýrslur en blaðagreinar. Það
er stóreinkennilegt hvað það er Iftils metið í
fjölmiðlunum að kunna að tjá sig á skemmti-
legri íslensku. Stingur hróp-
lega í stúf við allt blaðrið
um ræktun tungunnar.
Svo sé ég ekki betur en að
Fréttablaðið sé tilnefnt til
verölauna fyrir að birta tölvu-
pósta Jóninu Ben. Jú, það
var eins konar skúbb - en kannski ekki alveg
tækttilverðlauna."