blaðið - 20.02.2006, Síða 18
26 I HEIMSPEKI
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 blaðið
Heimspeki i daglega lifinu
Fyrir stuttu var bókin Ástarspekt, eftir heimspekiprófessorin Stefán Snœvarr, endurprentuð. Bókin inniheldur
ríflegt safn greina þar sem Stefán beinir meðal annars sjónum sínum aðfrjálshyggju, hagfrœði og íslensku.
Auk þessa hefur Stefán gefið
út átta skáldverk og birt fjölda
ritgerða um aðskiljanleg efni í
innlendum og erlendum blöðum,
tímaritum og bókum en Ást-
arspekt er þriðja heimspekirit
höfundar. Þrátt fyrir titilinn er
bókin þó hvorki með öllu spök né
ástúðleg heldur er hún áleitin og
ögrandi á margan hátt.
Hvað kom til að þú gafst þessa bók
út?
.Gunnar Harðarsson hafði samband
við mig og bað mig að athuga hvort
ég ætti ekki eitthvað í handraðanum
til að koma á prent. Ég átti það vissu-
lega því upphaflega skilaði ég inn
459 blaðsíðna handriti. Þeir hjá Hinu
íslenska bókmenntafélagi báðust
vægðar svo ég sorteraði úr þessu og
skilaði styttra handriti. Ég á það til
að fá ritræpu - hef svo gaman af því
að skrifa,“ segir Stefán og hlær.
Er bókin fyrst og fremst skrifuð af
frœðimanni fyrir aðra frceðimenn
eða geta leikmenn haft gaman af
henni líka?
,Bókin skiptist í tvennt. Sumar
greinar eru svolítið þungar en aðrar
eru svona meira í alþýðukantinum,
sérstaklega þær sem ég skrifa um
pólitík og siðferði. Það er eitthvað
af greinum þarna um stjórnfræði
eða heimspeki stjórnmála. Þær eru
flestar hálfgerðar áróðursgreinar.
Áróður er reyndar stórt orð, en
ég er fyrst og fremst að gagnrýna
ákveðnar stefnur og þá aðallega
frjálshyggjuna. Ég held að þetta sé
eitt fyrsta, eða í það minnsta eitt af
fáum eiginlegum uppgjörum sem
hafa verið gerð við frjálshyggjuna,
allavega hér á íslandi.“
Talið berst að altrú á kenningar,
kreddur og gildi þess að útiloka
ekki kenningar án þess að skoða
þær nánar.
„Aristóteles sagði að allar siðferðis-
reglur væru þumalputtareglur og
aldrei algildar. 1 því samhengi benti
hann á að sama mataræði hentar til
dæmis ekki glímukappa og heim-
spekingi. Mataræði glímukappans
gæti einfaldlega gengið af heimspek-
ingnum dauðum!"
Heimspeki og mataræði.
Hvernig getur venjulegt fólk, þ.e.a.s.
ekki útlœrðir heimspekingar, nýtt
sér heimspekina í daglega lífinu. Til
Stefán Snævarr
dœmis þegar hlustað er á fréttir eða í
hvers konar umrœðum?
„Þetta er skemmtileg spurning. Só-
krates sagði nú að heimspeki ætti
aldrei að vera einhver „teoríustofnun"
úti í bæ þar sem fólk syði saman
kenningar heldur ætti hún að vera
hluti af lífinu. Gagnleg og nytsöm.
Sjálfur sat hann innan um almenn-
ing úti á torgum og ræddi málin við
fólk. Til að nýta sér heimspekina er
eflaust best að fara eftir kjörorðum
hans: Þekktu sjálfan þig. Sá maður
sem ekki gagnrýnir sjálfan sig eða
skoðar náið, lifir ekki góðu lífi. Svo
má ekki festast of mikið í reglum
eða kennisetningum," segir Stefán.
Áhugaverður og góður heimspek-
ingur að nafni Ludwig Wittgenstein
benti líka á það að það væru vissu-
lega til reglur en engar reglur um
hvernig fylgja bæri reglum.
„Sá sami talaði einnig um að maður
lærði meira um heimspeki á því að
vinna í skóbúð en að velta sér upp
úr kenningum. Heimspeki á ekki
að verða of teóretísk. Reglur eru
svo gjarna þjóðfélagsreglur og þrátt
fyrir að þær séu settar þá komumst
við aldrei hjá því að þurfa að beita
heilbrigðri skynsemi. Þess vegna
skil ég alltaf betur þessa gömlu sjó-
ara sem hlæja að Hafró og líta á þá
sem menn sem hafa aldrei migið í
saltan sjó. Því eldri sem ég verð því
betur finnst mér ég átta mig á gildi
lífsreynslunnar og því að notast við
heilbrigða skynsemi," segir heim-
spekingurinn Stefán Snævarr að
lokum.
Fyrir áhugasama má benda á að
Stefán Snævarr mun halda tvo fyr-
irlestra hér á landi í næstu viku. Sá
fyrri verður haldinn á Bifröst kl 12:30
þann 23. febrúar. Þar veltir hann upp
spurningunni hvort hagfræði sé vís-
indagrein. Föstudaginn 24. febrúar
kl 20:00 verður fyrirlestur á vegum
ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði.
Sá fer fram i Freyjusal á Fjörukránni
í Hafnarfirði og ber heitið: „Miðjan
harða og hentistefnan góða. Hug-
myndafræði fyrir Samfylkinguna?"
margret@bladid.net
Algóour guð?
Bókin Birtíngur eftir Voltaire er
bók vikunnar en hún var þýdd af
Halldóri Laxness með forspjalli eftir
Þorstein Gylfason. Bókin ber ekki
svip venjulegs lærdómsrits heldur
býr Voltaire hugrenningum sínum
búning skemmtisögu; bókin er
„heimspekilegt ævintýri" sem hann
kallaði. Bók þessi er eitt víðfrægasta
rit upplýsingastefnu átjándu aldar.
Hún geymir viðbrögð Voltaires
við þeim meginvanda kristinnar
lífsskoðunar, guðfræði og heim-
speki, hvernig hörmungar jarðlífs-
ins - hvort heldur af völdum okkar
sjálfra eins og styrjaldir eða af ytri
orsökum eins og náttúruhamfarir -
fái samrýmst því að heimurinn lúti
Voltaire
forsjón einhvers guðdóms sem sé í
senn almáttugur og algóður.
Ferðir fyrir 2 með Sumarferðum
42" Plasmasjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni
ísveislur frá Kjörís
Ljósakort frá Sólbaðstofunni Smart
Gjafabréf í Húsasmiðjuna
Seconda armbandsúr
Gjafabréf frá Glerauganu
Vasar, teppi og mynd frá Zedrus
Fjarstýrðir bílar frá Tómstundarhúsinu
Næstu vikurnar ætlar Blaðið að láta drauminn þinn rætast.
Sendu okkur einhverja fyrirsögn úr blaðinu og
þú kemst í pott sem dregíð verður úr einu sinni
í viku og þú gætir komist i sólina (boðí -fiiL
eða unníð einhvern af glæsilegum vinningum.
Klipptu út seðilinn hér að neðan og sendu okkur
hann á (Blaðið, Bæjarlind 14 -16,201 Kópavogur)
eða sendu okkur tölvupóst (með nafni kennitölu
og s(manúmeri) á netfangið sumar@bladid.net
4.
Dregið ut á mánudögum
^fcti^Taujr.á rns>i;Ili^J,ú>vilL_lW!jleiniiiinsendirja>yJwin muijiuinviimji^sKKur^
(Úrklippumiði / þátttökumiði)
Fyrirsögn:
Fullt nafn
Kennitala
Sfmi
(sendistá - Blaðið.Bæjarlind 14 - 16,201 Kópavogur), J
Wómgtidi
HÚSASMIDJAN
S Gleraugað
Suðuriandsbraut 50
i biéu húsunum við Faxafen
Simi 568 2662
Z E D R U S
Hlfðorsmóri 11 »:5342288
SUHirYA
smort
1 ‘••‘“IMI
OrtMÍivMl 7
• 1
V>» Anorukuat
Rökhornið!
Umsjón: Hrafn Ásgeirsson, BA í heimspeki.
Þverstæða vikunnar er sígild og er oft kölluð „þverstæða rakarans“ eða
„rakaraþverstæðan'. Hún er á þessa leið:
I tilteknu þorpi er rakari. Rakarinn rakar alla þá, og aðeins þá, þorps-
búa sem raka sig ekki sjálfir. Spurt er: Rakar rakarinn sjálfan sig?
Góða skemmtun
Svörsendist til haukur@bladid.net
Vegna tæknilegra mistaka hefur netfangið haukur@bladid.net verið
óvirkt í nokkra daga. Lesendur eru vinsamlegast beðnir um að senda
svör síðustu viku aftur á netfangið haukur@bladid.net