blaðið - 27.02.2006, Síða 6

blaðið - 27.02.2006, Síða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 blaöió Borgarstjóri út- hlutar styrkjum Hin unga Tina kom, sá og sigraði Um helgina var fjórum styrkjum úr Guðrúnarsjóði úthlutað. Sjóðurinn er nefndur eftir Guðrúnu HaUdórs- dóttur, fyrrverandi forstöðumanni Námsflokka Reykjavíkur, en hún vann mikið brautryðjendastarf við uppbyggingu Námsflokkanna þar sem boðið var upp á fjölbreytta full- orðinsfræðslu. Styrkirnir voru að upphæð 50 þúsund krónur hver og veittir einstaklingum sem sýnt hafa djörfung og dug í námi sínu. Miðað er við að styrkirnir dugi til greiðslu skólagjalda. Þeir sem styrkina hlutu eru Huong Xuan Nguyen (Emily), Máni Jósepsson, Signý Björk Ólafs- dóttir og Helga Agnars Jónsdóttir. Hin tuttugu og tveggja ára gamla Tina Vik frá Noregi bar sigur úr býtum í matreiðslukeppn- inni Food and Fun sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur um helgina. Þetta er í fyrsta skipti sem kona sigrar keppnina en þær eru í miklum minnihluta matreiðslumanna. Dómnefndvar einróma í úrskurði sínum og þótti eldamennska þessarar ungu konu benda til þess að hún ætti mikinn frama fyrir sér. Tina starfar á veitingahúsinu Bagatelle í Osló en það þykir eitt hið allra besta á Norðurlöndunum. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjónmeð 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða sept. Diamant íbúðahótelið. Helmsfi Bókaóu núna á www-heimsferdir, 1 1 » 1 | 1 il | r* jJtílHH ; [j 1 Skógarhlíó 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjöróur sími: 510 9500 Hver er reynsla þín í matargerð? „Ég byrjaði að læra til kokks þegar ég var sextán ára og kláraði bóklega hlutann á tveimur árum. Verklega námið kláraði ég svo tvítug og hef unnið á Bagatelle sfðan hjá mat- reiðslumeistaranum Eyvind Hells- töm þar sem ég hef lært alveg gríðar- lega mikið." Tina segist ekki hafa hugmynd um leyndarmálið á bak við sigurinn en matargerð sé ástríða hennar og að hún geri vart nokkuð annað í dag en að elda. Hvenœr hófst áhugi þinn á matargerð? Ég er ekki viss um að mér hafi þótt neitt sérstaklega gaman af því að elda þegar ég var krakki. Mamma sá alltaf um eldamennskuna heima en ég ákvað að skella mér í matreiðslu- nám því ég vissi ekki hvað annað ég átti að velja. í Noregi velur maður framhaldsnámið við sextán ára aldur og ég endaði á að læra til kokks. Maturinn hennar mömmu Uppáhaldsmaturinn hennar er þó ekki veislumatur á borð við það sem fá má á fínni stöðum eins og Bagat- elle heldur íburðarlaus matur úr eld- húsi móður hennar. „ Hún býr til al- veg frábæran rétt úr kartöflum, mjög norskan, sem er bara svona gamal- dags og alveg svakalega góður. Þetta eru bara kartöflubollur með beikoni og smjöri en þær eru alveg dásam- lega góðar. Þetta er ekkert á borð við gæsalifrarkæfu en uppáhaldið mitt engu að síður. Þess utan er skelfiskur mitt uppáhald," segir Tina. Hvernig fannst þér að nota ís- lenskahráefnið í keppninni? Mér finnst það frábært. Ég er mjög hrifin af mjólkurvörunum. Eg notaði súrmjólk og rjómaost í réttina mína og það kom mjög vel út. I aðalrétt bar ég svo fram íslenska önd sem var mjög góð og lúðu notaði ég í forrétt- inn en hún var alveg frábær. Er ekkert erfitt að vera kona í karlastétt? I mínum huga gildir einu af hvaða kyni maður er í eldhúsinu. Maður verður bara að temja sér ákveðið við- horf og vita hvað maður er að gera og missa aldrei sjónar á markmiði sínu. Ég vinn bara með strákum á Bagatelle en það skiptir mig engu. Þessir strákar eru bara vinir mínir og vinnufélagar og mér finnst gott að vinna með þeim. Ég finn ekkert til þess að ég er af öðru kyni. Banaslys á Hofsjökli BlailH/SteinarHugi Stjarnan úr Garðabæ varð bikarmeistari í handknattleik karia á laugardag er liðið lagði að velli Hauka með fjögurra marka mun, 24-20. Þetta er t þriðja skiptið i sögu félagsins sem það hampar þessum titli í karlaflokki og 17 ár eru liðin frá því að Stjömumenn hófu bikarinn síðast á loft. Einn maður beið bana og annar slasaðist mikið þegar jeppi sem þeir óku féll niður um sprungu á milli Hásteina og Tanna á Hofsjökli um miðjan dag á laugardag. Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri. Um klukkan þrjú á laugardag barst neyðartilkynning þess efnis að jeppi hafði fallið ofan í sprungu á Hofsjökli. Björgunarsveitir frá Norðurlandi, Suðurlandi og af höfuðborgarsvæð- inu voru kallaðar út. Fyrstu björgun- armennirnir komu á slysstaðinn um kl. 19:30 á laugardagskvöld. Ferðin á slysstaðinn reyndist erfið enda færðin slæm. Aðstæður á slysstað voru einnig mjög erfiðar og jökullinn mjög sprunginn. Um 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðinni. Þeir notuðust við fjölda jeppa, snjóbíla og vélsleða. Að auki komu sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins að björguninni. Þyrla frá danska varðskipinu Tri- ton fór frá Reykjavík á slysstaðinn með sjúkraflutningamenn en þyrla frá varnaliðinu var nýtt til að flytja lækni upp á jökulinn. Björgunar- sveitarmenn sigu niður að bilnum sem er á 10-15 metra dýpi og þurfti að klippa mennina út úr flakinu. Sá sem slasaðist var með meðvitund. Tekist hafði að ná mönnunum úr flakinu um miðnætti á laugardag. Þyrla varnarliðsins sem flutti menn- ina til Reykjavíkur lenti við Borg- arspítalann laust fyrir klukkan 1 aðfaranótt sunnudags. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að líðan þess slasaða væri stöðug eftir atvikum. I tilkynningu sem Landhelgis- gæslan sendi frá sér í gær segir að báðar þyrlur gæslunnar hafi verið óvirkar þegar sækja þurfti mennina. Líf, hin stóra björgunarþyrla gæsl- unnar, var í 3.000 tíma skoðun en það er mjög viðamikil skoðun sem tekur nokkrar vikur. Búist er við að hún komist í gagnið um miðjum mars. Sif, minni björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, var einnig óvirk vegna ófyrirséðs viðhalds en beðið er eftir varahlutum í hana' og er reiknað með að hún komist í gagnið í vikulok. ■flandverlcfaeri jcbd-cdi2 Rafhlöðuborvél 12 volt 16 stillingar Stiglaus hraði Hraðhleðsla (1 klst.) JCBD-CD14 Rafhlöðuborvél 14,4 volt 16 stillingar Rafmagnsbremsa Stiglaus hraði Hraðhleðsla (1 klst.) Tvær rafhlöður 11.995 JCBD-CD1821 Rafhlöðubon/él 18 volt 20 stillingar Rafmagnsbremsa Stiglaus hraði Hraðhleðsla (1 klst.) % SM Tvær rafhlöður ■ JCBD-CSK4880 Skrúfvél með jm 80 fylgihlutum "••SFSr® www.radio.is RADÍÚBÆR r / ARMULA 38 • SIMI 553 1133

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.