blaðið


blaðið - 27.02.2006, Qupperneq 16

blaðið - 27.02.2006, Qupperneq 16
24 I MEWWIWG MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 blaöiö Ragnar Baldursson hefur þýtt Speki Konfúsíusar, en bókin var skyldulesning kínverskra embættismanna j 2000 ár. BMiS/Sleinar Hugi Sígild speki Konfúsíusar Út er komin ný útgáfa af hinu klassíska riti Kínverja, Speki Kon- fúsíusar, sem Ragnar Baldursson þýddi úr frummálinu. Ragnar, er meðal þeirra íslendinga sem dval- ist hafa manna lengst í Austur- Asíu og hann talar kínversku og japönsku. Hann hefur stundað nám bæði við Pekingháskóla og Tokyoháskóla og starfaði meðal annars við stofnun sendiráða íslands í Kína og Japan. Þýðingunni fylgja ítarlegar skýr- ingar, formáli eftir Pál Skúlason, fyrrverandiháskólarektor og nýr inn- gangur þýðanda þar sem mikilvægi ritsins fyrir nútímann er rakinn. í eftirmála segir Ragnar frá kynnum sínum af konfúsískri hugmynda- fræði og hvernig hún nýtist honum í hans eigin embættisstörfum. „I bókinni eru tilvitnanir í kín- verska heimspekinginn, Konfúsíus, sem uppi var fyrir 2400 árum, en þær er í raun samantekt á afstöðu kín- verskra menntamanna fyrr á öldum til stjórnsýslu og siðferðis. Segja má hún hafi lagt grunninn að almennu siðgæði í Kína og hugmyndafræði kínverska ríkisvaldsins í yfir tvö þúsund ár.“, segir Ragnar sem nú starfar sem sendiráðunautur hjá auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og er meðal annars fulltrúi íslands í embættis- mannanefnd Norðurskautsráðsins. „Ýmislegt í speki Konfúsíusar er enn í fullu gildi. „Þetta á til dæmis við um leiðbeiningar hans til stjórn- valda sem hann telur að eigi að sýna siðferðilega gott fordæmi fremur en að stjórna með beinu valdboði eða refsingum. Þannig gerir Kon- fúsíus miklar siðferðilegar kröfur bæði til stjórnvalda og til embætt- ismanna þeirrasegir Ragnar. „í bókinni eru ábendingar varðandi hegðun, sem nýtast embættum jafn- vel nú á dögum sem fyrr á öldum, til dæmis hvernig embættismenn eigi að koma fram við ríkisleiðtoga eða ráðherra og hvernig þeir eiga að haga samskiptum sínum við aðra embættismenn eða annað fólk við mismunandi tækifæri. Konfúsíus setur fjölskylduna í fyrirrúm eins og stjórnmálamenn nú á dögum gera reyndar gjarnan á hátíðlegum stundum. En fyrir Konfúsíusi voru samskiptin innan fjölskyldunnar grunnur allra mannlegra samskipta: Ef brotalöm væri í samskiptum innan fjölskyldunnar þá væri ekki hægt að ætlast til að mannleg sam- skipti innan ríkisins væru í lagi.“ Taka kínverskir kommúnistar undir speki Konfúsíusar eða hafa þeir litið hana hornauga? „Speki Konfúsíusar var skyldulesn- ing fyrir alla embættismenn í Kína í 2000 ár og þeir urðu að ná prófum í þessum fræðum til að öðlast emb- ættisframa. Leiðtogar kínverskra byltingar voru flestir lærðir í speki Konfúsíusar. En þeir risu upp gegn hefðum og réðust að vissu marki gegn hinni konfúsísku arfleifð, jafnvel þótt þeir vitnuðu gjarnan sjálfir í Konfúsíus. í menningarbylt- ingunni á árunum 1966 - 1976 var skorin upp herör gegn konfúsískum áhrifum en núverandi leiðtogar Kín- verja hafa hafið Konfúsíus upp til skýjanna á ný. Ýmislegt af því sem kennt er við sósíalískt siðgæði í Kína nútímans er beinlínis upprunnið frá Kon- fúsíusi. Á fyrstu áratugum komm- únista réttlættu þeir stjórn sína gjarnan með verkalýðsrómantík og „alræði öreiganna“, en þeir eru löngu hættir slíku og réttlætingin á stjórn þeirra minnir einna helst á kröfur Konfúsíusar til ríkisvaldsins. í fyrsta lagi skal ríkisstjórnandinn tryggja að almenningur hafi nóg að bíta og brenna. Þá skuli tryggja ör- yggi þegnanna svo þeir geti gengið óhultir um strætin og að lokum skulu landamærin tryggð. Þegar al- mennri velferð hafi verið komið á, eiga stjórnvöld svo að snúa sér að menntamálum. Takiststjórnvöldum ekki að uppfylla þessi grunnskilyrði, töldu konfúsíusarsinnar að stjórnin hefði tapað „umboði himinsins" og þá væri kominn tími til að steypa keisaranum frá völdurn." Nú ert þú embœttismaður, tekurðu speki Konfúsíusar alvarlega? „Ég tek hana í raun töluvert alvar- lega. Ef ég á að nefna eina tilvitnun sem höfðar sérstaklega til mín þá gæti ég til dæmis nefnt leiðbeiningu Konfúsíusar til lærisveina sinna: „Óttist ekki að vera óþekktir, leggið ykkur heldur fram við það sem er þess virði að vera þekktur fyrir“. Hefðu íslenskir stjórnmálamenn ekki gott afþví að lesa þesa bók? „Engin spurning, því að Konfús- íus hefur ýmsar ábendingar sem hollt væri fyrir stjórnmálamenn að taka mið af. Hann segir til dæmis að „sá sem breytir rétt þurfi ekki að skipa fyrir til að verk verði unnin en breyti hann ekki sjálfur rétt fylgi honum enginn þótt hann gefi fyrirskipanir". Hann segir að undir- mönnum skuli „leiðbeint með góðu fordæmi, taka skuli vægt á smávægi- legum yfirsjónum og upphefja hæfi- leikamenn", og hann leggur áherslu á að ríkisleiðtogar séu meðvitaðir um ábyrgð sína en voðinn sé vís ef þeir þola ekki andmæli því að slíkt geti steyp ríki í glötun.“ 109 SU DOKU talnaþrautir Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 3 4 7 1 2 3 7 6 5 2 3 2 3 8 4 1 6 7 6 4 5 6 7 5 8 4 1 9 5 9 7 8 Lausn síðustu gátna 5 6 7 8 1 9 2 3 4 3 1 4 5 6 2 9 7 8 8 9 2 7 4 3 6 1 5 4 2 9 1 3 5 8 6 7 1 3 8 6 9 7 4 5 2 7 5 6 2 8 4 3 9 1 2 8 5 9 7 6 1 4 3 9 4 1 3 5 8 7 2 6 6 7 3 4 2 1 5 8 9 7 4 2 6 9 8 3 1 5 5 6 9 1 3 7 8 4 2 1 8 3 4 5 2 6 9 7 4 1 6 5 7 9 2 3 8 2 7 8 3 1 4 9 5 6 9 3 5 8 2 6 1 7 4 6 2 7 9 4 3 5 8 1 3 5 4 2 8 1 7 6 9 8 9 1 7 6 5 4 2 3 4 6 2 7 3 8 5 1 9 5 8 7 9 4 1 6 3 2 9 3 1 5 6 2 4 7 8 8 7 9 2 1 6 3 5 4 6 2 5 3 9 4 7 8 1 3 1 4 8 7 5 2 9 6 2 9 6 1 5 3 8 4 7 1 5 8 4 2 7 9 6 3 7 4 3 6 8 9 1 2 5 7 1 5 8 2 9 3 6 4 3 9 8 7 6 4 1 5 2 2 6 4 5 3 1 7 9 8 4 7 6 2 8 3 9 1 5 9 8 1 4 5 7 2 3 6 5 2 3 1 9 6 4 8 7 1 3 2 6 4 5 8 7 9 8 5 9 3 7 2 6 4 1 6 4 7 9 1 8 5 2 3 2 5 3 7 6 1 8 9 4 1 6 4 5 8 9 7 3 2 8 7 9 2 4 3 6 5 1 9 4 5 6 3 2 1 7 8 6 2 1 8 7 5 9 4 3 3 8 7 9 1 4 2 6 5 4 9 8 1 5 6 3 2 7 7 3 2 4 9 8 5 1 6 5 1 6 3 2 7 4 8 9

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.