blaðið


blaðið - 06.03.2006, Qupperneq 4

blaðið - 06.03.2006, Qupperneq 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 blaðið c r a ugu A halum ís Kuldakast síðustu daga hefur skapað aðstæður til skautaiðkunar á Tjörninni, þó viðbúið sé að það breytist á næstu dögum með hækk- andi sól. Vetrarólympíuleikarnir í Tórínó hafa vafalaust orðið þessum krökkum tilefni til innblásturs þegar þau fótuðu sig á sveilinu. „Alveg nýtt að setja málið f ram með þessum hættiv' Bœjarstjóri Hafnarfjarðar segist ekki hafa heyrtað stjórnendur Alcan hyggist leggja álverið í Straumsvík niður, verði það ekki stœkkað. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafn- arfirði, segir að hugmyndir í þá veru, að álver Alcan í Straumsvík verði lagt niður fáist ekki heimild til stækkunar, hafi aldrei borist inn á borð bæjaryfirvalda. „Það er alveg nýtt að heyra menn setja málið fram með þessum hætti,“ segir hann. Að sögn bæjarstjórans hafa menn hins vegar gert sér grein fyrir því að öll umræða um stækkun álversins snúist um það hvort starf- semin verði þarna til framtíðar. Hann segir ljóst að iðnaðarsvæði verði þarna eftir sem áður, hvort sem álverið stækki eða fari. „í aðal- skipulagi bæjarins síðustu árin og áratugina og í því skipulagi sem nú er verið að vinna sem gilda á til árs- ins 2025 er gert ráð fyrir því að þetta svæði við Straumsvíkina sé okkar iðnaðar- og atvinnusvæði og fram- tíðar hafnarsvæði.“ Fjörtíu fótboltavellir „Það er mikil eftirspurn eftir atvinnu- lóðum hér hjá okkur og höfum við á síðustu vikum og mánuðum út- hlutað um 300 þúsund fermetrum af atvinnulóðum." Til samanburðar má nefna að á því svæði mætti koma fyrir hátt í 40 fótboltavöllum. „Við eigum mikið af góðu atvinnusvæði þarna og það mun ekkert breytast." Lúðvík segir að bæjaryfirvöld séu í stöðugum viðræðum við Alcan og hann bendir á að öll stóru málin í sambandi við fyrirhugaða stækkun séu ókláruð. „Það er ekki búið að afgreiða deiliskipulagið, það er ekki komið endanleg ákvörðun varðandi starfsleyfið frá umhverfisráðuneyt- inu og því eru enn mjög margir endar óhnýttir í þessu máli.“ íbúarnir með úrslitavaldið Lúðvík áréttar að á endanum verði það íbúar bæjarins sem komi til með að ákveða hvort stækkun álvers- ins verði heimiluð. „Við ákváðum það í upphafi kjörtímabilsins að öll stærri mál er varða hagsmuni bæj- arbúa fari í atkvæðagreiðslu. Þetta er sannarlega eitt af þeim málurn," sagði Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. 4RHOLL Gleraugnaverslun Reykavíkurvegur 22 220 Hafnarfírði 565-5970 Ekki meira um vopnaburð í borginni Eigandi Glaumbars segir afogfrá að vopnaburður sé að aukast. Varðstjóri hjá lögreglunni tekur undir það ogsegirþað einstakt tilvik að tveir menn hafi verið stungnirsömu helgina. Fallegar umgjarðir Tveir menn urðu fyrir því að vera stungnir með hnífi um helgina í mið- bænum. 1 kjölfarið hefur sprottið upp umræða þess efnis að vopna- burður sé að aukast og í fréttum í gær var haft eftir Geirjóni Þórissyni hjá lögreglunni að stefnt væri að því að auka samstarfið við eigendur skemmtistaða. Steinar Sigurðarson, eigandi skemmtistaðarins Glaumbars, seg- ist ekki merkja aukinn vopnaburð á BiaomtemarHugi Hnífstungan aðfaranótt sunnudagsins átti sér stað fyrir utan Listasafn Reykjavikur. fíkniefni inni á staðnum en þegar hann hafi haft samband við lögregl- una vegna þess hafi hann fengið þau svör að lögreglan hafi ekki tíma eða fjárráð til þess að sinna því. „Við hendum út um það bil tíu manns á hverju kvöldi fyrir fíkni- efnanotkun. Maður er að reyna að berjast gegn þessu eins og maður getur og þess vegna er afar leiðin- legt að heyra fréttir af staðnum um að hann tengist svona málum á einhvern hátt.“ Að sögn Steinars er langstærsti hluti þeirra sem sækja staðinn „heiðvirt fólk sem einungis kemur til þess að skemmta sér.“ Sérstakar uppákomur „Frá mínum bæjardyrum séð finnst mér þessar tvær uppákomur vera alveg sérstakar," segir Sveinn Er- lendsson, varðstjóri hjá Lögregl- unni í Reykjavík. Hann segist ekki meta það sem svo að hnífstungur og vopnaburður almennt sé að auk- ast. „Eg held að það sé einstakt að sjá þetta svona tvo daga í röð.“ Aðspurður hvort lögreglan muni grípa til einhverra sérstakra að- gerða vegna þessa segir hann það vera í verkahring yfirlögregluþjóna embættisins að ákveða það og sagð- ist Sveinn gera ráð fyrir að þeir komi saman í dag til þess að ræða þessi mál. Að öðru leyti var helgin erilsöm fyrir lögregluna að sögn Sveins. meðal fólks í miðbænum um helgar. Hann segist ósáttur við fréttaflutn- ing af hnífstungunni aðfaranótt sunnudagsins, en í fréttum í gær var sagt frá árásinni á þann veg að hún hafi átt sér stað fyrir utan Glaum- bar. „Þetta gerðist hérna í götunni, fyrir utan Listasafn Reykjavíkur, eftir lokun hjá okkur.“ Steinar segir atvikið því ekki tengjast skemmti- staðnum á nokkurn hátt. Fíkniefnalögreglan fjársvelt Að sögn Steinars er ekkert meira um vopnaburð í miðbænum nú en verið hefur síðustu ár. Hann segir þetta vera fámennan hóp manna sem tengist fíkniefnum sem þekktir eru fyrir að bera vopn. „Fíkniefnalög- reglan hefur einfaldlega ekki nægt fjármagn til þess að takast á við þau fíkniefnamál sem koma upp hér í borginni. Það er allt of mikið um fíkniefni hér og því fylgir einfald- lega að sumir eru vopnaðir." Hann segir þá sem standa í skemmtistaða- rekstri í miðbænum ekki verða varir við aukinn vopnaburð almennt. „Þetta tíðkast innan þessa hóps, sem ætti að vera búið að tækla fyrir löngu síðan á þessu pínulitla landi sem ísland er. Það er mér algjörlega óskiljanlegt að það sé ekki hægt að kippa þessum mönnum úr umferð.“ Flestir einungis að skemmta sér Steinar segir það hafa iðulega komið fyrir að menn hafi orðið varir við --- .............-..........: u J 'I u Frá 39*696 kr. Margar brottfarir í júrri og ágúst að seljast upp frá 39.696 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 3 börn, 2-11 ára, vikuferð 18. eða 25. maí. Castte Beach íbúðahótelið. Heimsferðir Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Simi 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyrí sími: 461 1099 • Hafnarfjöróur sími: 510 9500 Enn á gjör- gæsludeild mbl.is | Maðurinn sem slasaðist er hann ók vélsleða sínum fram af snjóhengju á Langjökli í fyrra- dag var í gær að sögn vakthaf- andi læknis ennþá í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala-há- skólasjúkrahúss í Fossvogi. Maðurinn ók sleða sínum fram af um 40 metra hárri snjó- hengju í fyrradag. Hann var með meðvitund þegar hjálp barst og kvartaði hann undan áverkum á baki og í brjósti.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.