blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 18
30 I ÍPRÖTTIR MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 blaðiö Tók Edgar Davids létt í bekkpressu Emil Hallfreðsson er í hópi efnilegustu knattspyrnumanna íslands. Björn Bragi Arnarsson ræddi við hann um lífið í atvinnumennskunni ogfræddist um dvölina hjá Tottenham, framtíðarhorfur hans hjá Malmö og íslenska landsliðið. Óhætt er að telja Emil Hallfreðsson einn af allra efnilegustuknattspyrnu- mönnum íslands. Emil var einn af - burðarásum FH þegar liðið vann sinn fyrsta íslandsmeistaratitil sum- arið 2004 og varð góð frammistaða hans með Fimleikafélaginu til þess að enska stórliðið Tottenham Hot- spur fékk hann í sínar raðir. Emil er nú á lánssamningi hjá Malmö í Svíþjóð og fyrir viku siðan lék hann í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Emil steig fyrstu spor sín á knatt- spyrnuferlinum í búningi Hauka en í 5. flokki gekk hann til liðs við nágrannaliðið FH og segir hann það — hafa breytt öllu fyrir feril hans. „Þá komst ég í umhverfi þar sem ein- hver alvara var í þessu og allt gekk út á að vinna titla. Enda varð minn árgangur mjög sigursæll upp alla yngri flokkana," segir Emil og tekur fram að góðan árangur FH að und- anförnu megi að mörgu leyti þakka góðri þjálfun hjá yngri flokkunum og hversu vel sé haldið utan um unglingastarfið. Aðspurður hvort hann hafi lagt harðar að sér en aðrir við æfingar segir hann að margir í hans flokki hafi verið öllum stundum í fótbolta og haft þvílíkan metnað. „Ætli ég hafi ekki lagt aðeins harðar að mér en sumir. Aukaæfingin skapar meistarann." Eignaðist góða vini hjá Tottenham Emil segir það hafa verið tals- verð viðbrigði að halda einn út í atvinnumennskuna í hinum stóra heimi. „Þarna var maður kominn til Englands í bestu deild í heimi, til stórliðs þar sem maður æfði dag- lega með góðum leikmönnum við frábærar aðstæður. Síðan voru auð- vitað mikil viðbrigði að fara að búa einn og þurfa að gera allt á heimil- inu sjálfur, eins og að þvo þvottinn, vaska upp, þrífa klósettið, elda og allur sá pakki. Það var náttúrlega engin mamma.“ Hann segir móttökurnar hjá Tot- tenham hafa verið eins og best var ^ á kosið. „Það var tekið alveg frábær- lega á móti mér og allt gert til þess að láta manni líða vel. Það var t.d. einn maður i fullu starfi við það að hjálpa útlendingunum að koma sér fyrir. Það var alltaf hægt að tala við hann ef maður átti í vandræðum með eitthvað.“ Emil segir að liðsandinn hjá Tot- tenham hafi verið mjög góður. Á æfingasvæðinu hafi allir verið með öllum og oftast hafi myndast þar góð stemning, en utan þess hafi leikmenn ekki haft sérlega mikil samskipti. Þó hafi honum orðið vel Emil Hallfreðsson á harða spretti í leik með fslandsmeisturum FH sumarið 2004. til vina við nokkra þeirra. „Ég var t.d. mikið að hanga með Svía að nafni Erik Edman og ungverskum strák sem heitir Marton. Þeir eru báðir mjög nettir og ég held ennþá sambandi við þá. Einnig urðum við Teemu Tainio ágætis kunningjar." Aðspurður um gott slúður úr her- búðum Tottenham segir Emil stoltur að helst beri að nefna að hann hafi unnið hollensku stórstjörnuna Edgar Davids í bekkpressukeppni. „Síðan vorum við Edgar, Ledley og Jermaine stundum... nei, alveg rólegur.“ Skref upp á við að fara til Malmö Emil segist á heildina litið sáttur með fyrsta árið sitt í atvinnumennsk- unni. „Ég lærði mjög margt en mér fannst þó kominn tími á að breyta til og fara á lán til liðs þar sem ég fengi að spila fleiri alvöru leiki sem skipta máli. Mér fannst það nauð- synlegt til þess að halda áfram að bæta mig og einnig til þess að eiga möguleika á því að komast í A-lands- liðið," segir Emil „Mér var búið að ganga mjög vel með varaliðinu á þessu tímabili og var að fá ágætis hrós frá góðum mönnum. En ég var farinn að sjá að ég væri ekki mikið inni í myndinni þetta árið, enda erfitt að komast í liðið þegar því gengur svona svaka- lega vel. Þess vegna ákvað ég að breyta til því það er auðvitað mikil- vægt að fá að spila þegar maður er svona ungur.“ Áhugi Malmö kviknaði eftir 4-1 LENGJAN LEIKIR DAGSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is sigur U-21 árs landsliðsins á því sænska í október þar sem Emil fór mikinn og lagði upp þrjú af mörkum liðsins. Um áramótin gekkhann svo til liðs við Malmö á lánssamningi. „Mér hefur líkað mjög vel frá því ég kom hingað. Ég er nýkominn með íbúð og er svona að byrja að koma mér almennilega fyrir. Undirbún- ingstímabilið er í fullum gangi og hefur verið alveg hrikalega erfitt en jafnframt skemmtilegt,“ segir Emil en á erfitt með að bera saman hvort honum líki betur hjá Malmö eða Tottenham. „Ég er þó sannfærður um að þetta hafi verið skref upp á við fyrir knatt- spyrnuferillinn minn þar sem ég mun spila fleiri alvöru leiki hérna og var orðinn leiður á þessum vara- liðsleikjum hjá Spurs,“ segir Emil, en hann telur stöðu sína hjá Malmö nokkuð góða. „Þetta er allt undir mér komið, ég þarf auðvitað að berj- ast fyrir sæti mínu i liðinu eins og allir aðrir. Þetta er bara spurning um að standa sig og þá heldur maður sæti sínu í liðinu.“ Áð öllu óbreyttu snýr Emil svo aftur til Tottenham þegar sænska tímabilinu lýkur og þá á hann hálft ár eftir af samningi sínum við liðið. Getur orðið einmanalegt Aðspurður hvort nóg sé fyrir stafni þegar frí gefst frá knatt- spyrnunni segir Emil að lífið geti á köflum orðið helst til rólegt. „Eg get ekki sagt að ég hafi haft neitt svaka- lega mikið fyrir stafni þegar ég var í Englandi og þá var ég mikið bara í rólegheitum. Þetta er aðeins skárra hérna í Svíþjóð þar sem allt er miklu nær mér. Ég er kominn niður í miðbæ eftir fimm mínútur en í Eng- landi tók það mig einhverjar 45 mín- útur að komast þangað. í London er líka allt miklu stærra og það gerir manni erfiðara fyrir að nota daginn almennilega,“ segir Emil. „Auðvitað koma stundir inn á milli þar sem maður verður hálf einmana en það fylgir þessu bara. Þetta verður öðruvísi þegar maður er kominn með konu upp á arm- inn,“ segir piparsveinninn Emil og bætir við í léttum tón að hann hafi aðeins verið að skoða markaðinn að undanförnu. Skömmu eftir komuna til Sví- þjóðar tók Emil upp á því að fara að æfa samkvæmisdansa. „Ég fæ útrás í danssalnum. Ég fór í dans- inn til þess að finna minn innri mann,“ segir hann með dulúð, en segist efast um að hann muni leggja knattspyrnuna á hilluna og snúa sér alfarið að dansinum. „En það er al- veg hugmynd að hella sér út í þetta eftir þrítugt, finna sér dansfélaga og verða svo fslandsmeistari í flokki 40 ára og eldri.“ Eyjólfur mun ná langt með landsliðið Emil lék sinn annan landsleik gegn Trínidad og Tóbagó á dög- unum og var hann einn af fimm leikmönnum sem fengu að spila allan leikinn. „Jolli var bara nettur og valdi mig. Eigum við ekki bara að segja að ég hafi alveg eins átt von á því,“ segir Emil, en segir ekki hægt að svara því hvort hann sé búinn að vinna sér fast sæti í landsliðinu. „Það er náttúrlega stefnan að spila eins marga leiki og ég get fyrir þjóð mína. En ég held að það eigi enginn öruggt sæti í neinu landsliði, þetta er bara undir því komið hvort maður stendur sig.“ Emil kveðst vera ánægður með að Eyjólfur hafi verið valinn til þess að taka við landsliðinu. „Ég er mjög sáttur með Jolla. Ég var náttúrlega með hann hjá U-21 árs liðinu og þar reyndist hann mér mjög vel. Hann veit nákvæmlega hvað hann er að tala um þegar kemur að boltanum enda er hann eldri en tvævetur í bransanum. Ég hef trú á því að með hans áherslum eigi íslenska lands- liðið eftir að bæta sig verulega og gera góða hluti,“ segir Emil. Hann segir sina skoðun vera að landsliðið sé í mjög góðum málum. „Þrátt fyrir að við séum lítil þjóð eigum við fullt af góðum fótbolta- mönnum sem eru að gera það gott um alla Evrópu. Ég held að á góðum degi eigum við möguleika á því að ná góðum úrslitum við allar þjóðir,“ segir Emil. bjorn@bladid.net Tvíeyki frá Lille til United? Slavia Prag - Sigma Olomouc 1,45 3,10 4,25 Freiburg -1860 Miinchen 1,75 2,80 3,15 Montpellier - Séte 1,30 3,50 5,15 Albinoleffe - Atalanta 2,35 2,60 2,30 Cleveland - Detroit Denver - Milwaukee Golden State - Utah Stuðlar mánudag Stuðlar mánudag Stuðlar mánudag Mathieu Bodmer og Jean Makoun, miðvallarleikmenn franska liðsins Lille, hafa verið sterklega orðaðir við nýkrýnda bikarmeistara Manc- hester United. Rauðu djöflarnir eru sagðir hafa reynt að fá hinn 23 ára gamla Bodmer til sín í janúar en ekki haft erindi sem erfiði. Áhug- inn á Makoun, sem er 22 ára, kvikn- aði hins vegar nýlega og nú gengur sú saga fjöllum hærra að franska parið sé efst á óskalista liðsins fyrir sumarinnkaupin. „Það er ákvæði í samningnum mínum sem gerir mér kleift að fara fyrir 5,5 milljónir punda,“ staðfesti Bodmer við News of the World í gær og tók fram að hann vissi að United hefði áhuga á sér. „Umboðsmaður Jean Makoun Mathieu Bodmer minn hefur fundað með þeim og ég veit að þeir vilja fá mig fyrir næsta tímabil,“ sagði Bodmer. Talið er að Lille muni neyðast til þess að selja leikmennina af fjárhags- legum ástæðum takist liðinu ekki að tryggja sér sæti í Evrópukeppni meistaraliða. Ronaldinho fagnar marki í leik gegn De portivo La Coruna um helgina. Hefurengan áhugaáChelsea Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur neitað því að hann muni ganga til liðs við Englandsmeist- ara Chelsea frá Barcelona í sumar fyrir metupphæð. Slúðurblöð víða um heim hafa ítrekað haldið því fram en tannstóri snilling- urinn segist hlæja að þessum fregnum. „Ég veit að Chelsea vill fá mig en þetta er einfaldlega lið seam ég hef engan áhuga á að spila fyrir,“ sagði Ronaldinho. Barcelona atti kappi við Chelsea í 16-liða úrslitum meist- aradeildarinnar á dögunum og gramdist Ronaldinho hversu grófir þeir voru. „Þeir reyndu alltaf að sparka í fæturnar á mér áður en þeir gerðu atlögu að boltanum. Svona leikstíll heillar mig ekki,“ sagði Ron- aldinho sem þurfti að sleppa vináttulandsleik vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum. Mohamed Sissoko borinn sárþjáður af velli í leik Liverpool gegn Benfica. Sissokoekkií skurðaðgerð Mohamed Sissoko, miðju- maður Liverpool, þarf ekki að gangast undir skurðaðgerð á auga eins og óttast var. Sis- soko fékk spark í andlitið í meistaradeildarleik liðsins við Benfica á dögunum og hlaut alvarleg meiðsli á hægra auga. „Ég hitti skurðlækninn í vikunni og hann er bjartsýnn á að ég muni ná að jafna mig að mestu þó að sjónin á auganu verði aldrei 100%. Ég er staðráð- inn í að ná að leika annan leik með liðinu á þessu tímabili en ég er þó tilneyddur til þess að hvíl- ast í minnst tvo mánuði,“ sagði Sissoko við vefsíðu Liverpool. „Ég hef aldrei í lífinu verið eins hræddur og þegar þetta gerðist. Læknir í Lissabon sagði að það væri mikil hætta á að ég myndi missa sjón á auganu og ég óttað- ist að þetta þýddi endalok ferils míns,“ sagði Sissoko sem er hins vegar allur að braggast. „Ég er farinn að geta opnað augað en ég sé ennþá mjög óskýrt," sagði hann og bætti við að í samráði við stjórann Rafael Benitez hefði hann ákveðið að taka sér frí og yf- irgefa England um stundarsakir.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.