blaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 blaðið blaðiö__________ Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is Kærir birtingu tölvupósts á Netinu Umkvartanir Jónínu Benediktsdóttur leiddu til þess að spjallborðinu mdlefnin.com var lokað. Lögmaður hennar er vongóður um aðfinna þann sem ber ábyrgð á birtingunni. Boðskort láttu okkur sjá um boðskortið fyrir ferminguna FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 51Q3744 netfang: auglysingar@bladid.net Jarðskjálfti á Suðvest- urlandi Snarpur jarðskjálfti um 4,6 á Richter reið yfir Suðvesturland um klukkan hálf þrjú í gærdag. Skjálftinn átti upptök sín við Gullbringu suðaustan við Kleif- arvatn á Reykjanesskaga og fannst víða á höfuðborgarsvæð- inu og á Suðurlandi. I kjölfar skjálftans mældust á annan tug eftirskjálfta. Engin slys urðu á fólki vegna skjálftans eða tjón á eignum svo vitað sé til. Að sögn jarðskjálftafræðinga hjá Veðurstofunni er ekki talið að skjálftahrinan sé fyrirboði frekari jarðhræringa. Magnús Þór Hafsteinsson, al- þingismaður, gerði skjálftann að umræðuefni á fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hann Ríkisútvarpið og taldi það hafa brugðist skyldum sínum í fréttaflutningi af skjálftanum. Benti hann á það að útsending hefði ekki verið rofin til að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri við almenning. I fréttatíma Ríkisútvarpsins klukkan sex í gær kom fram að útsending hefði verið rofin tæpum tveimur mínútum eftir að skjálftinn reið yfir. Jónína Benediktsdóttir lagði í gær fram formlega kæru til lögreglunnar í Reykjavík vegna birtingar á tölvu- póstsamskiptum hennar og nafn- greindra einstaklinga á íslenskri vefsíðu. Vefsíðan, sem vistuð er á erlendum vefþjóni, er ekki skráð á ákveðið nafn en lögmaður Jónínu segist hafa gögn undir höndum sem geti vísað á þann sem ber ábyrgð á birtingunni. Vefstjóri spjallsíðunnar málefnin.com hefur lokað spjallborð- inu vegna kvartana frá Jónínu. Lögin vernda ekki vefstjóra Það var síðastliðinn laugardag sem að ábendingu um hvar mætti finna tölvupóstinn var komið fyrir á netspjallborðinu málefnin.com. I kjölfarið gerði Jónína Benedikts- dóttir athugasemdir við vefstjóra spjallborðsins. Stefán Helgi Kristinsson, org- anisti og vefstjóri málefnin.com, hefur haldið utan um spjallborðið í frítíma sínum í nokkur ár. Hann segir Jónínu hafa haft samband við sig á laugardaginn og óskað eftir því að spjallþráðurinn með umræddri ábendingu yrði fjarlægður. „Hún kvartaði undan spjallþræðinum og bað um að hann yrði fjarlægður sem ég og gerði. En það var greinilega ekki nóg því eftir það hafði hún sam- band við prestinn hér, sem tengist þessu ekki neitt, og kvartaði undan mér við hann.“ Stefán segist hafa fengið kvart- anir áður og alltaf tekið tillit til þeirra. Hann segir það hins vegar ómögulegt að ritskoða allt efni áður en það er birt á síðunni og því hafi hann ákveðið að loka spjallborðinu. „Lögin eru ekki að vernda vefstjóra eða vefeigendur. Allur óhróður sem settur er á spjallsiður er settur beint á ábyrgð vefstjóra. Undir þessum kringumstæðum er ómögulegt að Jónína Benediktsdóttir lagði í gær fram kæru vegna birtingar á tölvupóst- samskiptum hennar og nafngreindra einstaklinga reka spjallborð af þessu tagi og því hef ég ákveðið að loka síðunni.“ Mun höfða skaðabótamál Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, segir að ekki sé búið að finna þann sem beri ábyrgð á bloggsíðunni þar sem tölvu- pósturinn birtist. Hann segir vonir standa til þess að greina megi það út frá IP tölu en þær eru eins konar kennitala sem allar tölvur senda frá sér og er engin þeirra eins. „Við höfum fengið ákveðin gögn í okkar hendur sem geta hugsanlega bent á IP tölu hlutaðeiganda." Hróbjartur segir að finnist sá sem beri ábyrgð á þessari birtingu muni Jónína höfða skaðabótamál á hendur honum. „I fyrsta lagi er ólögmætt að birta opinberlega upp- lýsingar um einkamálefni. Síðan er spurning um hvort þetta sé brot á lögum um persónuupplýsingar og vinnslu persónuupplýsinga og síðan brot á lögum um fjarskipti." Álfabakka 14 - $. 557 4070 myndval@myndval.is www.myndval.is 0.1 /y i. m:' Skákhátíð sett (gær hófst alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík á vegum Skáksambandsins og stendur hún fram til 18. mars. Hátíðin er haldin undir kjörorðunum „Skákin brúar bil" og koma af þvf tilefni ýmsar skærustu skákstjörnur heims til landsins, til þess að sýna hvernig skákin getur brúað bil kynslóða, trúarbragða, þjóðarbrota, kynþátta og kynja. Á myndinni hér að ofan má sjá Hrund Hauksdóttur, (slandsmeistara stúikubarna, leika fyrsta leikinn á hátíðinni fyrir aserska stórmeistarann Shakhriyar Mamedyarov í viðureign hans og Dags Arngrímsson- ar, unglingameistara fslands í skák. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands fslands, fylgist spennt með. /) Heiöskírt 0 Léttskýjaö Skýjað Alskýjað c* í Rigning, litilsháttar //' Rlgning ? ? Súld "T* Snjókoma 1 * Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 04 13 01 -04 01 0 -06 -01 07 12 13 -10 0 14 -02 07 -08 06 02 14 09 07 *o /// /// /// // / /// /// // / /// /// V° /// Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 9020600 Byggt á upplýslngum frá Veðurstofu íslands Slydda Snjóél ^ ; t° /// /// /// /// /// /// /// /// 20/// Á rnorgun (3 1° Verðbólga eykst Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,9% í mars samkvæmt spá Greiningardeildar Landsbank- ans. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka i 4,3% og fjarlægjast verðbólgumarkið Seðlabankaqs enn frekar. Þá gerir greiningardeildin ráð fyrir því að ibúðaverð á höf- uðborgarsvæðinu muni halda áfram að hækka hóflega. Enn- fremur er þvi spáð að gengi krónunnar muni fara lækkandi á næstu mánuðuin og það muni skila sér í hærra verðlagi þegar frá liður. Tryggir alla bíla ríkisins Vátryggingafélag íslands (VÍS) og Ríkiskaup gengu í gær frá samningi Um að tryggingafé- lagið annist lögbundnar trygg- ingar ökutækja ríkisins frá og með 1. mars næstkomandi. Samkvæmt tilkynningu sem VÍS sendi frá sér í gær er samn- ingurinn til tveggja ára og síðan verður hægt að framlengja hann í tvigang til eins árs i senn. „Samningurinn tekur til um 1.250 ríkisbifreiða og er stærsti einstaki tryggingasamningur fyrir ökutæki á íslenskum trygg- ingamarkaði,“ að því er fram kemur í tilkynningunni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.