blaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 25
Leynist listamaður í þér? 26 Stiginn er miðja heimilisins 26................... Algjör engill 27 ................ Augað blekkt með málningu og pensli 28 ............... Afturtil fortíðar 29.......... Borðstofusett sem keyptvar í skyndi íslendingar eyða stórum hluta ævi sinnar á heimilinu og því er það okkur sérstaklega mikil- vægt. Mikilvægur hluti fallegs heimilis er án efa myndirnar sem skreyta það, hvort heldur sem er ljósmyndir, teikningar barnanna eða málverk. Þótt margir kjósi að skreyta heimili sitt með glæsi- legum málverkum eftir okkar hæfustu Iistamenn þá eru það færri sem hafa efni á því. Fallegt listaverk þarf ekki að vera dýrt þar sem það er tiltölulega auðvelt að gera það sjálfur, hvort sem þú ert með listamannseðli í blóðinu eða ekki. Þetta fallega málverk sem er hér að ofan færi vel á stofuvegg, sér- staklega í stofu með brúnum hús- gögnum. Verkið tók lítinn tíma eða aðeins um eitt kvöld og efnið var mjög ódýrt. Núorðið má fá ódýra striga í nokkrum verslunum og það gerir svona tilraunastarfsemi töluvert freistandi. Þetta tiltekna málverk var grunnað með hvítri málningu. Síðan var ljósbrúnum og dökkbrúnum lit blandað saman sem var svo notaður til að mála nokkrar línur á strigann. Eftir það var dökk- brúni liturinn bleyttur aðeins með vatni svo málningin yrði þynnri og auðveldara væri að sletta á strigann. Að endingu var keypt dökkbrúnt leð- urband sem var bundið í kringum myndina. Einfalt, ódýrt en ótrúlega flott! Þúsundir lausna Þetta er bara ein lausn af þúsundum. Það eina sem þarf er strigi, málning og örlítið ímyndunarafl. Til dæmis er einnig hægt að kaupa fjóra litla striga og máía þá alla í einum lit. Það væri til dæmis hægt að velja rauðan lit, mála hann mjög þykkt á strigana þannig að yfirferðin verði hraunkennd. Þessar myndir er síðan hægt að hengja upp í röð í til dæmis anddyri. Þrátt fyrir að ekki sé beint hægt að kalla þessar myndir hrein listaverk þá kemur þetta mjög vel út enda mynda strigarnir fal- lega samfellu, sérstaklega á hvítum vegg. Þeir sem treysta sér ekki til að munda pensilinn á striga geta einnig nýtt sér aðrar lausnir. Bæði er hægt að kaupa veggfóður og fallegt efni sem er síðan heftað á strigann. Með þessu er hægt að forðast pensil- inn en einungis þarf að finna fallegt efni eða veggfóður sem passar inn á heimilið. Það er því um að gera að hætta að glápa öfundaraugum á mörg þúsund króna listaverk en smella sér í næstu verslun og kaupa striga, pensla og málningu. Leitið að hugmyndum á Netinu eða í tíma- ritum og látið ímyndunaraflið ráða för. svanhvit@bladid.net l/ortuwaðjíínýjfc s&nAinxjU/ afljóstMK/ jr&SfMÍni Ljósin í bænum c nnnnucni SUÐURVERI Opió: Virka daga kl.10.00 ti!18.00, Laugardaga kl.11.00 til 16.00 Stigahlíð 45 105 Reykjavík Sími 553 7637 www.ljosin.is Rýmingarsala Rýmum fyrir nýjum vörum í nokkra daga 15-50% afsláttur t- Gólfdúkar - Stök teppi - keramikflísar - Dreglar - Plastparket - Málning - Veggfóður - Skrautlistar Litaver - Teppabúdin Grensásveg 18 Sími 581 2444

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.