blaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 blaðfö FULLAR BUÐIR AF NYJUM VORUM á I /1 i|| * 1 Fi I li s- m. . BARNARÚM í MIKLU URVALI BabySam Skeifan 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Fæst í apótekum 16 I FJÖLSKYLDAN Im/jÍA, BARNAVÓRUVERSLUN • GLÆSIBÆ simi 5S3 3366 - wimvoo is Ýtt undir sjálfstœða hugsun í haust opnar Montessori-leikskóli sem hefur ekki aðeins að markmiði að auka þekkingu barnsins heldurfremur að þróa andlegan þroska þess með sjálfstœði í leik og starfi. Hvað er aldurstakmark barna í sund? Ég nota Sterimar, það hjálpar kvef ofnæmi - eyrnabólga - ennis og kinnholusýking V STÉRIMAR' PhyMological ; Sea Water Mlcrospray ist mikið með börnum og þróaði sínar eigin kenningar. Beverly og Einar Gíslason eru kenn- arar auk þess að hafa kynnt sér vel kenningar Mariu. Þau hyggjast opna leikskóla í haust. „Mér fannst bara kominn tími á að hafa Montessori- skóla á Islandisegir Beverly og hlær. „Núna er einmitt rétti tíminn. Við fórum á námskeið nýlega um lestrar- kennslu í Garðabæ og þær aðferðir sem voru kynntar þar eru náskyldar Montessori- hugsuninni. Þessi ungu börn eru eins svampar og vilja ólm læra. Þegar þau eru svona opin þá er um að gera að gefa þeim tækifæri til að læra.“ Lært á umhverfið Leikskólinn hefur göngu sína næsta haust og börnin verða tíu. Til að byrja með verða Beverly og Einar tvö með börnin en þau segjast vera að leita að Montessori-kennara sem hefur lært stefnuna. „Ung börn eru með mjög næm skilningarvit og það sést til dæmis á því að þau eru alltaf að snerta hluti. Á þessum tíma snerta þau allt og læra á umhverfið með skilningarvitum sínum. Kenning Mariu byggist á því að börnin eigi að læra á sínum eigin hraða og eigi að fá að velja skilgreind og afmörkuð verk- efni. Börnin eiga því að fá að vera þau sjálf og þau fá að vinna mjög frjálst í því verkefni sem þau velja. Þetta ýtir undir sjálfstæði í hugsun og verki, börnin uppgötva hlutina sjálf án þess að við segjum þeim hvernig hlutirnir eru. Með því að uppgötva hlutina sjálf festist vitneskjan betur og lengur í minni þeirra.“ Barnið læriraf leik Einar segir að auk þess sem vitn- eskjan festist betur í minni þeirra þá sé mjög mikilvægt að börnin fái sjálf að finna svörin. „Hefðbundnir skólar hafa oft verið gagnrýndir fyrir að mata börnin á upplýsingum. í Montes- sori er meira gert að þvi að leyfa barn- inu að finna sjálft út svörin og leyfa því að finna upplýsingarnar. Þegar börnin leika sér að kennslugögnum frá Montessori er þeim í byrjun sýnt hvernig eigi að fara að en eftir það er það ekJd nauðsynlegt. Með því lærir barnið af leik og þau öðlast þannig hagnýta þekkingu. Ég get tekið stærð- fræði sem dæmi en þegar þau sjá eininguna hundrað á gólfinu þá sést betur hvernig kerfið virkar.“ Beverly segir enda að í Montessori- skólum séu sérhönnuð kennslugögn og það geri kennsluna sérstaka. „Við notum líka venjuleg kennslugögn og til dæmis leika tveggja til þriggja ára gömul börn sér með kubbum, púslu- mmMi Beverly Gíslason og Einar Gfslason, eiginmaöur hennar.„Það er haldin skrá yfir það hvað börnin gera því þá er hægt að stýra þeim örlítið, ef það vantar upp á að þau læri eitthvað ákveðið. Þetta þarf að passa mjög vei þvf Maria hélt mikið upp á það að leyfa barninu að velja." spilum og alls kyns leikskóladóti. Inn á milli verða svo sérstök kennslugögn sem Maria hannaði. Hvert kennslu- gagn hefur sitt tiltekna markmið, til að mynda er ein tegund kubba sem kennir börnum að læra lengdir. Þetta er bara eitt dæmi. Svo fer þetta eftir því hvað barnið hefur áhuga á að læra. Ef barn vill læra stafina þá erum við með stafi á sandpappír. Þau læra þvi fyrst að snerta stafina og þegar stafur- inn er snertur þá segir barnið hljóð stafsins.“ Hjálpa hvort öðru I Montessori eru aldurshóparnir blandaðir, frá 2 ára til 6 ára gömul börn i sömu skólastofu. Beverly segir að börnin séu aðskilin i eldri og yngri hóp í samverustundum en annars sé mjög gagnlegt að hafa þau öll saman. „Yngri börnin líta upp til eldri barnanna, virða þau og læra því heil- mikið af þeim. Eldri börnin hafa lært þetta allt saman en aðstoða oft yngri börnin. Enda fara þau oft frekar til eldri barna og biðja um hjálp heldur en til kennarans. Eldri börnin styrkja því sína þekkingu auk þess sem þau hafa ánægju af því að hjálpa yngri börnunum,“ segir Beverly og bætir við að í leikskólanum sé allt i sömu hæð og börnin og verkefnin séu á hillunum. „Börnin geta því gengið að hillunum og valið hvað þau vilja gera. I Montessori- stefnunni er líka lögð áhersla á að leyfa börnunum að vera á gólfinu og þá er hvert barn með sína moppu. Þetta er því þeirra eigið land og það er borin virðing fyrir því. Hin börnin ganga því ekki yfir moppuna og með þessu læra þau að bera virð- ingu fyrir öðrum börnum.“ Barninu leyft að velja Beverly segir að þegar hún hafi lært Montessori-stefnuna hafi hún til dæmis þurft að læra að virða barnið upp á nýtt. „Svo var líka lögð áhersla á að sjá sjónarmið barnsins, hvað er barnið að uppgötva og svo framvegis. Ef börnin eru ekki að læra málfræði, stærðfræði eða annað þá er kennar- inn mikið að fylgjast með börnunum og skrá niður hvað börnin gera. Það er haldin skrá yfir það hvað börnin gera því þá er hægt að stýra þeim örlítið, ef það vantar upp á að þau læri eitthvað ákveðið. Þetta þarf að passa mjög vel því Maria hélt mikið upp á það að leyfa barninu að velja. Við virðum því barnið og val þess. Sum börn eyða miklum tíma í eitthvað ákveðið verkefni, jafnvel dögum saman, og við verðum að virða barnið nægilega til að fylgjast með hvenær það hefur fengið nægju sína og lært það sem það vill læra af verkefninu. Við verðum því að passa okkur á því að stýra börn- unum ekki of mikið en samtímis verðum við að sjá um að það sé jafn- vægi í þessu,“ segir Beverly upprifin. svanhvit@bladid.net I „Reglum um öryggi á opinberum sundstöðum og kennslulaugum“ stendur að barn undir átta ára megi ekki fara eitt í sund. Mörgum for- eldrum finnst þetta aldurstakmark vera of lágt og vissulega má deila um það. Það má hins vegar minna foreldra á að það eru þeir sem verða að vita hvort börnin þeirra kunni að synda þegar þau eru átta ára og ef þau eru ekki synd er öruggast að fara með þeim í sund. Þeir foreldrar sem fara sjaldan með börnum 1 sund geta fengið upplýsingar um frammistöðu og kunnáttu barna sinna hjá sundkennara í gegnum grunnskólann. Öryggisreglur fyrir sund- staði eru góðar Þó að eftirlit með sundgestum sé víðast gott þá er það samt ekki jafn gott alls staðar á landinu. Þó eftirlit í tiltekinni laug sé til fyrirmyndar 99.................... / Montessori-stefnunni er líka lögð áhersla á að leyfa börnunum að vera á gólfinu og þá er hvert barn með sína moppu. Þetta er því þeirra eigið land og það er borin virðing fyrir því. Hin börnin ganga því ekki yfir moppuna og með þessu læra þau að bera virðingu fyrir öðrum börnum. Það er ekkert launungamál að foreldrar vilja hafa val um hvaða skóla börnin sækja. Sem betur fer er einkareknum skólum sífellt að fjölga þannig að valmöguleikar for- eldra aukast að sama skapi. Maria Montessori er ein af virtustu upp- eldisfrömuðum heims og ljóst er að margir hafa beðið með eftirvænt- ingu að hér yrði opnaður skóli þar sem starf fer fram eftir kenningum hennar. En í haust verður opnaður lítill og heimilislegur leikskóli í Garðabæ sem byggir á kenningum Mariu. Maria Montessori fæddist árið 1870 á Ítalíu og var fyrsta konan sem lauk læknisfræðiprófi á Ítalíu á sínum tíma. Þegar hún hóf að starfa sem læknir varð hún mjög upptekin af þroskaferli barna. Hún færðist því inn á þá braut að læra meira um hegðun og uppeldi barna. Hún fylgd- Inni í leikskólanum. (Montessori-stefnunni er borin virðing fyrir barninu og vali þess. geta sundlaugarverðir ekki fylgst með hverju einasta barni, hins vegar er það verk foreldranna. Sundlaugar- verðir eiga að hafa eftirlit með öllum gestum og er þeim sérstaklega kennt að þekkja hættumerki og bregðast við þeim. Það er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra að senda ekki barn eitt í sundlaugina sem ekki kann að synda. Börnin eru ekki alltaf bestu dómarar á eigin getu þannig að ef þau eru spurð þá telja þau sig oft vera betri en þau eru. Gott er að spyrja sig þeirrar spurningar hvort barnið geti gætt sín sjálft að öllu leyti i lauginni. Eins er nauðsynlegt að vita hvort barnið kunni að bregð- ast við ef eitthvað kemur fyrir það, þrátt fyrir að það sé orðið átta ára gamalt. Með bestu kveðju, Herdís L. Storgaard herdis@lyd- heilsustod.is Verkefnastjóri barnaslysavarna Árvekni, Lýðheilsustöð www.lyd- heilsustod.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.