blaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 blaðið 28 l Aftur til fortíðar Rifjaðu upp œskuminningar um leið ogþú skoðar úrvalið á www.classic-modern.co.uk, síðu sem sérhœfir sig í að selja margvíslega hönnunfrá árabilinu 1950-19/0. Skærir litir voru oftar en ekki í fyr- irrúmi á þessu tímabili hönnunar- sögunnar enda áttu sér stað margar byltingar á hinum ýmsu sviðum lífins. Konur brenndu m.a. brjósta- höld og ungmenni börðust fyrir friði. Fólk bjó saman í kommúnum og lagði stund á frjálsar ástir. Öll aft- urhaldssemi var lögð á hilluna, hönn- uðurnir fylgdu með straumnum og munstrin fengu því að flæða jafn frjálslega og hárið sjálft. margret@bladid.net Bara tíu takk: Það er auðvelt að sjá fyrir sér ömmu eða mömmu, sitjandi við eldhúsborð með stórar rúllur í hárinu, kleinu í annarri og sams konar kaffibofla í hinni á meðan Gerður G. Bjarklind les óskalög sjómanna í útvarp- inu. Þetta skemmtilega sett var hannað í Noregi á tímabilinu 1960-1970 af Figgjo Flint og kostar rúmar 3.000 krónur. Gulir kristallar: Þessir flottu vegglampar eru gerðir úr akríl og stáli. Þá má festa upp jafn auðveldlega og mynd með einum nagla. Lamparnir eru danskir, líkt og flest það sem síó í gegn á þessu árabili og stykkið kostar 87 pund, eða rúmlega 10.000 íslenskar krónur. 30 Járnsmiðja Óðins J Smiðjuvegur 4b • 200 Kópavogur Smiðjuvegur 4b • 200 Kópavogur Síml 557 9300‘Fax 567 9343 Netfang jsoOjso.is Astarstjarna yfir hraundranga: Nei, en þó ekki langt frá því. Þetta er níðþungur kertastjaki úr stáli. Hann vegur um 750 grömm og var hannaður af danska parinu Christel og Christer Holmgren á árabilinu 1973-1974. Stjakinnfíni kostar um 5.000 krónur. Dreymir þig í svart hvítu eða lit? A www. classic-modern.co.uk er líka haegt að fá fal- legar slæður. Þær eru flestar notaðar en það sér samt ekki á þeim, enda væri ekki til sóma að fara illa með svo fallegar flíkur. Fiðrildaslæðan kostar tæpar 5.000 krónur en sú svart hvíta kostar rétt rúmar 3.000 og á uppruna sinn á (talíu en minnir um margt á stílinn hennar Mary Quant sem sló í gegn á sjöunda áratugnum. Rifjárn með stíl: Þessi flottu, litríku rifjárn myndu sóma sér vel við matargerðina. Þau voru hönnuð árið 1965 af Dananum Bjarne Bo. Að sögn seljanda gerir hring- laga handfangið þetta einkar þægilegt í notkun og litadýrðin myndi léttilega lífga upp á hvaða hillu sem er. i það minnsta væri synd að setja svona fínerí inn í skáp eða ofan í skúffu. Stykkið kostar um 1.000 krónur en þá á eftir að bætast við lítillegur flutnings- kostnaður. Blóðrautt sólarlag: Þetta fallega ullar- teppi kostar um 37.000 krónur og ku vera notað en nánast ekkert slitið. Það var framleitt af danska teppaframleið- andanum Ege Taepper en sá ruddi sér til rúms árið 1938 þar í landi og þótti fljótt bera af hvað varðaði djörf munstur og skemmtiiega listrænar útfærslur. Þessi fallega motta er úr 100% ull og er 120 cm á breidd en 180 cm á lengd. i 533 5060 pp.is Teppi á stigaganginn Falleg aökoma að heimilinu skiptir máli. Teppi er slitsterkt gólfefni sem auðvelt er að þrífa, hljóðeinangrandi og hlýlegt. Við seljum vönduð og endingargóð teppi sem eru ofnæmisprófuð og á góðu verði. Mála, sprauta og bólstra Þórunn Högnadóttir segist ekki hlaupa út og kaupa sér eitt- hvað nýttþegar húnfcer leið á húsgögnunum stnum. „Ég er mjög nýjungagjörn og spennt fyrir straumum og stefnum, en ég forðast þó að hlaupa til og kaupa mér eitthvað nýtt þegar mér fara að leiðast húsgögnin mín,“ segir Þórunn Högnadóttir, ein umsjóna- kvenna þáttarins Innlit útlit sem er til sýninga á Skjá einum. „Síðustu þrjú til fjögur ár hef ég farið meira inn í mínimalismann og kýs að hafa umhverfið fremur hlutlaust en skreyta það svo með einhverjum fallegum munum. Til dæmis finnst mér barokkið æðislegt í bland við mínimalismann. Heima hjá mér er allt í svörtu og hvítu og svo er smá viður inn á milli. Þessi stíll höfðar mikið til mín og ég held að það muni ekki breytast á næstunni." Þórunn segist hafa gaman af því að gera gamla muni upp og færa þá í nýjan búning til þess að þeir passi sem best inn í umhverfi sitt. „Ég hef til dæmis málað rokókóstóla og látið bólstra þá. Þetta voru svona gamlir viðarstólar með bleikum sessum. Þetta passaði alls ekki inn til mín en eftir yfirhalninguna komu þeir mjög vel út. Það eru reyndar til margar leiðir til að glæða gömul húsgögn nýju lífi. Til dæmis fékk ég einu sinni gefins kristalsljósakrónu Þórunn Högnadóttir sem var gyllt, en ég sprautaði hana silfurlitaða sjálf. Svo setti ég hana inn í plexíglerhólk og um leið öðlað- ist hún alveg nýtt líf og varð mjög nú- tímaleg. Ég í raun bara mála, sprauta og bólstra. Ef ég fæ leið á einhverju heima hjá mér þá bara breyti ég því í stað þess að hlaupa út í búð og kaupa eitthvað nýtt. Reyndar kaupi ég mér hluti svona annað slagið, en fyrst og fremst reyni ég að nýta það sem til er,“ segir Þórunn Högnadóttir að lokum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.