blaðið - 06.03.2006, Side 1

blaðið - 06.03.2006, Side 1
16 Hvað merkja fánarnir? 18.................... Loftaflsfræði er lykillinn að fullkomnum Formúlubíl 20 Hetjur, hraði og sætar stelpur 22............. Fyrstu þrjár keppnis- brautirnar í Formúlu 1 24............. (Formúlunni er farið eftir reglum Fédération Internationale de l'Automobile en höfuðstöðvar þess eru á Place de la Concorde í París og núverandi forstjóri er Max Mosley. Brasilíska kappaksturs- goðsögnin Ayrton Senna 25................... Besti kappakstur- sökumaður í heimi 26 íslenskur dómari eftir- sóttur í Formúlunni Framsœknasti og metnað- arfyllsti kappaksturinn Formúla í kappaksturinn er keppni í hœsta gœðaflokki enda eru efnahagsleg áhrifhennar gríðarleg. Formúla 1 kappaksturinn á rætur sínar að rekja til evrópska Grand Prix kappakstursins sem var keppt í á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Nokkrar stofnanir Grand Prix kappakstursins bjuggu til reglur fyrir heimsmeistaramót áður en seinni heimsstyrjöldin skall á. Vegna þess að ekki mátti keppa á meðan á stríðinu stóð var Heims- meistarakeppni ökumanna ekki full- þróuð fyrr en árið 1947 og fyrst var keppt í því árið 1950. Rúmlega 320 km hraði Titill Formúlunnar gefur til kynna að Formúlan eigi að vera fram- sæknasta og metnaðarfyllsta akst- urskeppnin. Formúlan er í hæsta gæðaflokki keppna þar sem ein- ungis er einn ökumaður. Formúlan samanstendur af röð keppna sem eru haldnar á sérstaklega byggðum brautum eða lokuðum götum. Bíl- arnir keppa oft á rúmlega 320 kíló- metra hraða. í Formúlunni er farið eftir reglum Fédération Internation- ale de l’Automobile en höfuðstöðvar þess eru á Place de la Concorde í París og núverandi forstjóri er Max Mosley. Dýrasta íþrótt í heimi Samkvæmt hefðinni er Evrópa miðja Formúlukappakstursins og helsti markaður keppninnar. Hins vegar hafa Grand Prix keppnirnar verið haldnar út um allan heim og með nýjum keppnum í Bahrain, Kína, Malasíu og Tyrklandi er um- fang keppnissvæðisins sífellt að stækka. Formúlan er dýrasta íþrótt í heimi og efnhagsleg áhrif hennai eru því gríðarleg. Að sama skapi ei fylgst grannt með fjárhagslegum og pólitískum orustum um Formúluna Mikil umfjöllun og vinsældir Form úlunnar gera hana að augljósri versl unarvöru sem leiðir til hárra fjárfest inga styrktaraðila. svanhvit@bladid.net Spennandi tímarit 7 fyrir áhugafólk / um bíla og mótorsport! iass«. askrift@bilarogsport.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.