blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 6
20 I FORMÚLAN MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 blaöið Hetjur, hraði og sœtar stelpur Hallgrímur Hólmsteinsson er maðurinn sem kom Formúlu 1 á dagskrá Ríkissjónvarpsins f Formúlunni koma saman margir þættir sem gera þetta að afbragðs góðri skemmtun að mati Hallgríms Hólmsteinssonar, fyrrum markaðsstjóra RÚV. Blaðið sló á þráðinn til hans og tók við hann stutt spjall um þessa mögnuðu keppni og ástæðu þess að hún var tekin til sýninga á íslandi. Hvernig kviknaði áhugi þinn á Formúlunni? „Ætli þetta hafi ekki verið á árabil- inu '95-'96. Ég var að vinna hjá Sjón- varpinu og vinur minn fór að hvetja mig til að horfa á þetta. Við vorum alltaf saman í kaffi og honum fannst hann ekki hafa um neitt að tala við mig svo hann stakk upp á að kannski gæti ég fengið áhuga á Formúlunni. Honum varð að ósk sinni því ég fór að fylgjast með þessu á Eurosport og kolféll alveg um leið. Fór að vakna á nóttunni til að fylgjast með þessu og svona. Sem sagt bara alla leið. Þetta er svolítið svona annað hvort eða,“ segir Hallgrímur og heldur áfram. ,Þegar Eurosport hætti svo að sýna Formúluna þá fór ég i það með félaga mínum, Gunnlaugi Rögnvaldssyni, að fá íþróttadeildina til að taka hana til sýninga en á þessum tíma var ég markaðsstjóri hjá Sjónvarpinu. Það var erfitt að fá Ingólf Hannesson, þá- verandi yfirmann deildarinnar, til að átta sig á því hvað þarna væri á ferðinni. Gulli fékk keppnina á ein- hverjum spottprís, en þrátt fyrir það ætlaði Ingólfur ekki að gefa sig. Það var ekki fyrr en ég var kominn með kostunaraðila fyrir allri keppninni og gott betur en það, að hann sá að hann yrði að gera þetta. Ég man að kostunaraðilarnir spurðu mig að því hvaða áhorfi ég lofaði þeim. Eg sagði að á fyrsta árinu færi þetta eflaust yfir tuttugu prósent og menn bara hlógu að mér, en í fyrstu könnun fór áhorfið yfir það. Þetta er allt til marks um hversu mikið íslendingar voru út á þekju gagnvart þessu til að byrja með. Það áttaði sig enginn MEIRAPRÓF Hallgrímur Hólmsteinsson kom Formúlu 1 til sýninga á RÚV árið 1997. á því hvað þetta er skemmtilegt. En nú er það heldur betur búið að breyt- ast. Nú er annar hver maður að fylgj- ast með þessu.“ NÆSTA NÁMSKEIÐ BYRJAR 15. MARS NÝLEGIR KENNSLUBÍLAR SEM UPPFYLLA Euró 2 mengunarstaðal, lærðu í nútímanum Hvernig tekur Ingólfurþér í dag? „Ingólfur er enn mikill vinur minn. Ég man að aðaláhyggjur hans voru að þetta myndi skarast á við aðrar íþróttir, útsendingartíminn og svona, en þetta var sem betur fer yfir miðjan daginn. Svo fór enski boltinn sína leið og þá kom gat í dag- skrána sem var heldur betur hægt að stoppa í. “ Hvað var það sem þú féllst helst fyrir? „Það er svo margt. Þetta er svo magnað sport að mörgu leyti. Það er hraðinn, krafturinn, þessir ægi- legu bílar, miklar hetjur og mikið af peningum og gott ef það glittir ekki öðru hvoru í sætar stelpur lika, en það voru svona bónusar. Þetta er bara mjög heillandi sport að mörgu leyti. Mikill kraftur í þessu í víðasta skilningi þess orðs.“ UPPLÝSINGAR OG INNRITUN í SÍMA 567 0300 •• OKU 3KOLINN IMJODD BIM/Frikki 99............................................... Bróðir minn er hins vegar orðinn verrPen ég. Hann er mikill Schumacher maður og þess vegna slær nánast í brýnu á miiii okkar. Hann fór reyndar að fylgjast svo seint með þessu að hann sá ekki þegar Schumacher var að keyra menn út afbrautinni. Hann bróðir minn er eldri en ég en hann eryngri þegar kemurað Formúlunni. Hann ermjög áhugasamur. Dregur meira að segja Ferrari fánann við hún við sumarbústaðinn sinn vesturí Þingvallasveit." mikið til hans koma, en hann hefur ekki alveg náð að standa sig.“ Hvern telurðu líklegastan til að skáka við Schumacher? „Núna er þetta spurning um Rena- ult liðið. Þeir voru með einvala lið á sínum tima og eru að koma sterkir inn aftur. Maclaren eru líka með góða menn en Ferrari hafa ekki al- veg náð að halda dampi undanfarið. Ætli það séu ekki Renault og Macl- aren sem eru Hklegastir til að skáka Ferrari mönnum.“ Kannaðist þú við Nicky Lauda hér áðurfyrr? „Já, heldur betur. Manni bárust alltaf fregnir af honum. Þetta var náttúrlega alltaf miklu meira stór- slysasport hér í gamla daga og auð- vitað heldur þetta lika mönnum við skjáinn. Þá er beðið eftir þvi að einhver fljúgi út af brautinni og allt springi í loft upp en það hefur breyst mikið í seinni tíð. Nú eru öryggisráð- stafanir meiri. Þegar það kviknaði í bílnum hjá Nicky Lauda þá sat hann fastur í logandi bíl í korter eða hvað það var. Hann fór náttúrlega mjög illa og þetta komst í fréttirnar.“ Vaknarþú enn á nóttunni til að fylgj- ast með keppninni? „Nei, ég hætti því síðustu tvö árin. Þetta er endursýnt svo fljótt. Svo er maður Hka að fylgjast með þessu á Netinu. Bróðir minn er hins vegar orðinn verri en ég. Hann er mikill Schumacher maður og þess vegna slær nánast í brýnu á milli okkar. Hann fór reyndar að fylgjast svo seint með þessu að hann sá ekki þegar Schumacher var að keyra menn út af brautinni. Bróðir minn er eldri en ég en hann er yngri þegar kemur að Formúlunni. Hann er þó mjög áhugasamur. Dregur meira að segja Ferrari fánann við hún við sumarbústaðinn sinn vestur í Þing- vallasveit. Á einar þrjár eða fjórar Ferrari húfur sem hann gengur með og hefur farið út að horfa á keppn- ina. Þetta er mjög alvarlegt." Hefur þúfarið út? „Nei, ég á það enn eftir, en það kemur að því,“ segir Hallgrímur Hólmsteinsson, maðurinn sem við eigum það að þakka að Formúla 1 er sýnd í íslensku sjónvarpi. Eru allar keppnirnar jafn spennandi eða stendur eitt ár meira upp úr? „Já, árið þegar Damon Hill varð heimsmeistari stendur mest upp úr að mínu mati. Ég held að það hafi verið 1998. Ég var mikill Hill maður. Schumacher hafði keyrt hann út af brautinni árið á undan ogþá fékk ég alveg óbeit á þeim manni og sú óbeit hefur alveg haldist. Hann hefur i frammi mjög óíþróttamannslega framkomu á allan hátt og á ekki upp á pallborðið hjá mér.“ Hver er uppáhalds kappakstursmað- urinn þinn í dag? „Ég hef haldið mig við Finnana síðan Hill hætti. Helst hef ég trú á Kimi Raikonen núna en svo eru margar nýjar stjörnur að koma upp sem mér finnast mjög spennandi. Bretinn Jenson Button hélt ég mikið upp á í fyrra eða árið áður og þótti margret@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.