blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 10
24 I JORMÚLAW MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 blaöÍA Ayrton Senna Örstutt œviágrip brasilísku kappakstursgoðsagnarinnar sem Formúlu-aðdáendur munu aldrei gleyma. Ayrton Senna er að öðrum ólöstuðum einn allra besti kappakst- ursmaður sögunnar. Hann hefur orðið heimsmeistari í Formúlu t alls þrisvar sinnum og hafa aðeins Michael Schumacher og Alain Prost gert betur. Senna þótti einkar áhuga- verður maður, metnaðarfullur fram í fingurgóma og hafði ákaflega mikla ástúð á kappakstri. Senna fæddist í borginni Sao Paulo í Brasilíu þann 21. mars árið 1960 og barn að aldri fékk hann mik- inn áhuga á mótorsporti og hóf að keyra litla kappakstursbíla. Á upp- vaxtarárum sínum gekk hann ævin- lega undir nafninu Ayrton da Silva en um tvítugt ákvað hann að taka upp eftirnafn móður sinnar, Senna, þar sem da Silva er gríðarlega al- gengt nafn í Brasilíu og hann vildi skera sig frekar úr. Eftir mörg ár í smábílakappakstri sem unglingur hélt hann til Evrópu árið 1981 og hóf að keppa á meðal at- vinnumanna, m.a. í bresku Formúl- Frá slysinu hræðilega á Imola. unni. Fræknir sigrar í fjölmörgum mótum greiddu leið hans að Form- úlu 1 og þar keppti hann fyrst árið 1984. Nýliðaárið sitt keppti hann fyrir Toleman-liðið og fór hans fyrsti kappakstur fram í heimaland- inu Brasilíu. Ári síðar gekk hann til liðs við Lotus þar sem hann dvaldi til ársins 1998 er hann gekk til liðs við McLaren. Hjá McLaren varð liðs- maður hans enginn annar en Alain Prost og háðu þeir mörg dramatísk og eftirminnileg einvígi. Á fyrsta ári sínu hjá McLaren vann Senna sinn fyrsta heimsmeistaratitil og ári seinna varð hann í öðru sæti á eftir Prost, þrátt fyrir að hafa unnið oftar en hann það ár. Sambandið milli Senna og Prost var ævinlega stirrt og fór það svo að fyrir tíma- bilið 1990 yfirgaf Prost McLaren og gekk til liðs við Ferrari. 1 hans stað kom Gerhard Berger til McLaren og varð þeim Senna og Berger mjög vel til vina og urðu þekktir fyrir að grínast mikið sín á milli. Senna varð aftur heimsmeistari árin 1990 og 1991 eftir geysiharða keppni við gamla liðsfélaga sinn, Prost, og Nigel Mansell. Árið 1994 gekk Senna til liðs við Williams-liðið, en það hafði löngum verið draumur hans og sögur gengu um að hann hefði boð- ist til að keyra fyrir þá frítt. Tíma- bilið, sem lofaði góðu fyrir Senna, var varla hafið þegar hann lenti í hörmulegu slysi í keppni á Imola- brautinni á Italiu. Senna ók þá á steinvegg, á að því er talið 216 kíló- metra hraða, með þeim afleiðingum að hann lét lífið, 34 ára að aldri. Þegar Senna var jarðsettur söfnuðust milljónir saman á götum úti til þess að syrgja þennan mikla íþróttamann. Heimsþekkt andlit og aðrir íþróttamenn kepptust um að lofa hann og brasiliska landsliðið í knattspyrnu tileinkaði Senna sigur sinn á HM i Bandaríkjunum það ár. Óhætt er að segja að Ayrton Senna hafi nánast verið tekinn í guðatölu í Brasilíu og á dánardegi hans, 1. mai, safnast enn þann dag í dag mikill fjöldi saman til þess að heiðra minn- ingu hans. bjorn@bladid.net Formúla 1 2006 Liðin og ökumenn þeirra Renault Fernando Alonso (SPÁ) Red Bull Giancarlo Fisichella (fTA) David Coulthard (SKO) Christian Klien (AUS) McLaren Kimi Ráikkonen (FIN) BMW Juan Pablo Montoya (KÓL) Nick Heidfeld (ÞÝS) Jacques Villeneuve (KAN) Ferrari Michael Schumacher (ÞÝS) MFi Felipe Massa (BRA) Tiago Monteiro (POR) Christijan Albers (HOL) Toyota Ralf Schumacher (ÞÝS) Toro Rosso Jarno Trulli (fTA) Viantonio Liuzzi (fTA) Scott Speed (BAN) Williams Mark Webber (ÁST) Super Aguri Nico Rosberg (ÞÝS) Takuma Sato (JAP) YujiIde(JAP) Honda Rubens Barrichello (BRA) Jenson Button (BRE) ..kúlulegur ..keflalegur ..veltilegur ..rúllulegur „flangslegur „búkkalegur SðluaSIJ Akurayri Slml 461 2288 STRAUMRÁS Furuvelllr 3 - 600 Akureyri Spánverj inn Fernando Alonso þykir líklegur til aö verja heimsmeistaratitilinn. Ráikkonen og Alonso líklegastir Breski veðbankinn William Hill birti á dögunum stuðla yfir sigur- líkur ökumannanna í Formúlunni. Bankinn telur Finnann Kimi Ráik- konen hjá McLaren og Spánverjann Fernando Alonso, sem er núverandi heimsmeistari, líklegasta til þess að fara alla leið. Þýski snillingurinn Mi- chael Schumacher kemur hins vegar í þriðja sæti. Á botninum sitja hins vegar báðir ökumenn Toro Rosso og MFi með líkurnar 500/1. Líklegastir að mati William Hill Kimi Ráikkonen 9/4 Fernando Alonso 9/4 Michael Schumacher 10/3 Juan Pablo Montoya 7/1 Jenson Button 9/1 Giancarlo Fisichella 14/1 Rubens Barrichello 16/1 Felipe Massa 33/i Ralf Schumacher 50/1 Mark Webber 50/1 Jarno Trulli 50/1 Tölfræði yfir árið 2005 Lokastaða ökumanna Ökumaður Heildarstig Fernando Alonso 133 Kimi Raikkonen 112 Michael Schumacher 62 Juan Pablo Montoya 60 Giancarlo Fisichella 58 Ralf Schumacher 45 JarnoTrulli 43 Rubens Barrichello 38 Jenson Button 37 MarkWebber 36 Nick Heidfeld 28 David Coulthard 24 Felipe Massa 11 Christian Klein 9 Jacques Villeneuve 9 Tiago Monteiro 7 Alexander Wurz 6 Narain Karthikeyan 5 Christijan Albers 4 Pedro de la Rosa 4 Patrick Firesacher 3 Antonio Pizzonia 2 Vitantonio Liuzzi 1 Takuma Sato 1 Lokastaða liða Lið Heildarstig Renault 191 McLaren 182 Ferrari 100 Toyota 88 Williams 66 BAR 38 Red Bull 34 Sauber 20 Jordan 12 Minardi 7

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.