blaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 6
6 I MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 blaöiö Góður árangur af forvarnastarfi í Breiðholti Þráinn Hafsteinssson segir mikilvœgt að fólki finnist eðlilegt að koma á lögreglustöð til að rœða þau mál sem þarfnast úrlausnar. BlaöMMl Sjómannslíf Sævar sjómaður á Aðalbjörgu 2 gefur sér stund milli stríða þegar verið er að gera skipið klárt til veiða. Bíldshöfða 5a Óskum eftir duglegu og kraftmiklu fólki til starfa á Hlöllabátum Nánari upplýsingar veitir Kolla í síma 892 9846 eða á staðnum eftirkl. 14.00. Mikið af upplýsingum hafa komið fram Þráinn segir vímuefnaneyslu meðal unglinga hafa farið minnkandi frá árinu 1998. „Það er samt sem áður staðreynd að þeir unglingar sem fara í vímuefnin fara hratt niður á botninn og því er mikilvægt að grípa tímanlega inn í. Við lítum á þennan góða árangur sem hvatningu til þess að reyna að gera ennþá betur og það er hægt með samhentu átaki lögreglu, grunnskóla og annarra fagaðila.“ Þráinn segir að það hafi komið fram heilmikið af upplýsingum í við- tölunum sem séu notaðar til að ná til þeirra sem eru í vanda. „Viðtöl á borð við þessi hafa verið tekin áður árin 2002 og 2004 en þá voru samstarfs- aðilarnir ekki þeir sömu því borgar- kerfið var öðruvísi uppbyggt og aðrar aðferðir notaðar.“ Þráinn kveður þessi mál viðkvæm og bendir því til staðfestingar á að bréfið sem sent var til foreldra í Breiðholtinu hafi verið lesið yfir af öllum samstarfsað- ilunum áður en það var sent. hugrun@bladid.net 58 vdo.is VDO Verkstæðlð ehf. - Borgartúni 36 Nicotineir ClLYFJ/ Þráinn Hafsteinsson frístunda- ráðgjafi Þjónustumiðstöðvar Breiðholts segir að í Breiðholtinu hafi verið komið á samstarfi lög- reglu, þjónustumiðstöðvarinnar, grunnskólanna og félagsmiðstöðv- arinnar um að ræða við nemendur og foreldra þeirra um forvarna- mál m.a. til að leita upplýsinga um hugsanlega vímuefnaneyslu unglinga. „f Breiðholtinu er verkaskipting þannig að lögreglan í hverfinu tekur viðtölin með félagsráðgjafa þjónust- miðstöðvarinnar ef á þarf að halda. Við leggjum áherslu á samstarf við íbúana um forvarnarmál og lög- reglan er einn þeirra aðila sem koma að því samstarfi. Við leggjum áherslu á að fólki finnist eðlilegt að koma á lögreglustöð hverfisins og ræða þau mál sem þarfnast úrlausnar.“ Engar kvartanir vegna viðtalanna Þráinn segir alla foreldra unglinga í efri bekkjum grunnskóla í Fella-, Hóla- og Bakkahverfi í Breiðholtinu hafi fengið bréf með tilkynningu um að til stæði að boða af handahófi nokkra unglinga ásamt foreldrum í viðtal til að ræða forvarnamál. „For- eldrar komu með börnum sínum í viðtölin og alls mættu 75% þeirra sem boðaðir voru sem er mjög góð þátttaka. Engin kvörtun barst í kjöl- far viðtalanna, þvert á móti lýstu foreldrarnir yfir ánægju sinni með verkefnið enda voru viðtölin á já- kvæðu nótunum. í Breiðholtinu voru það grunnskólarnir sem boðuðu í viðtölin en í Miðborgar-, Hlíða og Háteigshverfi sá lögreglan um boðun viðtalanna og kann það að hafa haft neikvæð áhrif. Þar voru viðtölin einnig tekin hjá lögreglunni á Hverf- isgötunni sem kann að hafa aðra ímynd en lögreglan í hverfunum.“ Þráinn segir að lögreglan vinni með íbúum Breiðholts á jákvæðum og uppbyggilegum nótum. „t árlegu forvarnarverkefni „hættu áður en þú byrjar" þar sem rætt er um mikilvægi þess að hefja aldrei fíkniefnaneyslu er m.a. lögð áhersla á að unglingar og foreldrar segi frá og ræði um þessi mál. 1 viðtölunum við lögregluna er lögð áhersla á að krakkarnir segir frá því sem þau vita og viðtölin snú- ast í og með um að þau komi vinum sínum sem hugsanlega eru farin að stíga ógæfuspor varðandi fíkniefna- neyslu til hjálpar. Þetta snýst um að sjá til þess að sannleikurinn komi upp á yfirborðið og það er ekki hægt að beygja sig fyrir hótunum og ógn- unum ef þær eru fyrir hendi. Eg tel það skyldu borgaranna að koma á framfæri upplýsingum sem þeir halda að gætu komið samfélaginu til gagns varðandi fíkniefnamál. Talað hefur verið um að hætta sé á að krakkarnir fari að bera aðra röngum sökum til að gera lögreglu til geðs, er eitthvað til í því? „Það kemur alltaf eitthvað upp sem enginn fótur er fyrir en við erum fyrst og fremst að leita að samræðu- grundvelli en ekki sakbendingum." Hœttum aö reykja í samfélagi ó vefnum þar sem allir fá styrk hver frá öörum og enginn þarf aö standa einn í þaráttunni. Meö sameiginlegu átaki drepum viö í fyrir fullt og allt Skráöu þig í átakiö á vidþuin.is Þar er auk þess hœgt aö finna allar upplýsingar um máliö. Dr.Hauschka Náttúrulegar snyrtivörur Rósakrem fyrir þurra og viðkvæma húð Rtnc DayOearo 0r.H»u»ehk» Day Cre** Lífrœnt rœktuö Rósablóm og rósaber hjálpa til viö aö varðveita rakann í húöinni. Það gerir húðina silkimjúka og veitir henni sérstaka vernd. Rósakremið inniheldur einungis hrein náttúrulcg efni og lífrænt ræktaöar lækningajurtir. Það er án allra kemiskra rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á einnig viö um allar aðrar vörur frá Dr.Hauschka. drcifing: Útsölustaöir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16, Fræiö Fjaröarkaup, Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi, Biómaval og Heiisuhorniö Akureyri.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.