blaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 12
12 I HEILSA MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 blaöið Upp í munn - og ofan í maga Varnarliðið gegn vondum vírusum, vorkvefi ogöðrum líkamlegum leiðindum erekkifarið aflandi brott. Það eru margir sem brenna sig á því að byrgja ekki brunninn fyrr en barnið er dottið ofan í hann, eða fyrr en horið fyllir nasirnar í þessu tilfelli. Að halda góðri heilsu byggist yfirleitt fyrst og fremst á því að fólk kjósi heil- brigðan lífsstíl framyfir vonda siði og geri það með brosi á vör. f stað þess að kjaga með trefil um hálsinn út í búð og eyða aflögu fé í vítamínkrukkur og nefúða, er alveg jafn sniðugt að byrja í dag á því að versla vítamínin inn í formi matar. Allir regnbogans litir f grænmetisdeildinni eru heilu her- deildirnar af vörnum gegn árásum frá óæskilegum veirum. Best er að miða við að hafa litina á ávöxtunum og grænmetinu sem fjölbreyttasta, en með því tryggir þú að fá vítamín og bætiefni úr öllum áttum. Eitt af því besta sem maður fær úr græn- meti eru andoxunarefni, en þau eru sterkasta vörnin gegn mjög mörgum sjúkdómum. Ein auðveldasta leiðin til að borða grænmeti er að gera gott salat en margir kjósa líka að skera það niður, skvetta yfir það góðri olíu og baka svo í ofni á 180 í tæpan klukkutíma. Þannig verður það sætt og mjúkt undir tönn. Sérlega gott er að gera þetta við lauk, hvítlauk, gul- rætur, rófur og kartöflur. Ahhhh, avókadó Úr avókadó fáum við E og B6 vít- amín sem hafa góð áhrif á hvít blóðkorn. Avókadó er líka ótrú- lega gott fyrir húðina. Til að njóta av- ókadós er best að þ a ð sé mátulega þroskað. Ekki of hart og ekki alveg mjúkt heldur mitt þar á milli. Það má borða beint með t.d. kotasælu eða salti og sítrónu, eða setja í salöt og samlokur. ER ' ! MAGINN lÉfe * * \ f í A V ' ' jt/^ l VANDAMÁL? - / í ^ ^ - ■■ : Silicol hjálpar! 1 i,'ó : 2 • 1 » y:, -v .j silicol StýftUf öOO^1 Fæst í öllum apótekum Fiská minn disk f fiski og skelfiski er fullt af sínki, B6 vítamínum og kopar en allt eru þetta bætiefni sem hafa líka góð áhrif á starfsemi hvítu blóðkorn- anna. f skelfiski er einnig ríkulegt magn af selenium sem er andoxun- arefni og hefur góð áhrif á marga þætti í ónæmiskerfinu. Ertu algjör hneta? Hnetur eru allt of sjaldgæfar á borðum flestra landsmanna. Þetta er synd því hnetur eru fullar af pró- teinum, sínki, B-vítamínum, E-vít- amínum, selenium, magnesíum og mjög hollum fitum. Það er því óþarfi að fá móral yfir því að narta í hnetur á milli mála (svo lengi sem það eru ekki salthnetur). Graskerjafræ eru líka stútfull af sínki, en þau eru Stórútsölumarkaður Z-brautir og gluggatjöld Okkar landsfrægi útsölumarkaður er í fullum gangi. Mikiö úrval af gluggatjaldaefni og metravöru. Efni frá 100 kr metrinn. Og einnig handklæði,rúmteppi, sængurver, dúkar, og fleira. opið alla virka daga frá 13-18 Z-brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 108 Reykjavík Sími: 525-8200 Fax525-8201 z@z.is einstaklega góð út á salat ef maður ristar þau fyrst létt á pönnu þannig að þau „poppist“ og skvettir svo yfir soja sósu. Þetta má líka setja í skál á borð og bryðja með góðri samvisku. Ef vampírur væru til... í gegnum aldirnar hefur blessaður hvítlaukurinn verið notaður til að vinna á ýmsum meinum. Til dæms gegn sveppamyndun, sýkingum og öðrum ófögnuði sem birtist í alls- konar myndum. Gott er að merja hann ofan í sósur og kássur, rista í ofnskúffunni með steikinni eða mauka með avókadó og sítrónu til að gera úrvals guacamole Sítrónur Allir sítrus ávextir eru fullir af C vítamínum og öðrum meinhollum andoxunarefnum. Ef líkaminn fær alltaf reglulega sinn skammt af þessu mikilvæga vítamíni býr hann vel að því. Ef þú ert þjökuð/þjakaður af nefstíflum eða slími í öndunarveg- inum getur líka komið sér ákaflega vel að setja niðurskornar sítrónur i heitt vatnsglas og drekka í róleg- heitunum, nokkrum sinnum yfir daginn. Gættu þess samt að hreinsa tennurnar eftir á því fátt hefur verri áhrif á glerunginn, nema ef vera skyldi sykur. Mallakúturinn Að lokum er vert að minnast á melt- ingarfærin en í meltingarfærum okkar lifa og þrífast milljónir bakt- ería sem þekkjast einnig undir nafninu „meltingarflóra“. Þar á meðal eru til dæmis hinar vinalegu lactobacillus og bifido bakteríur sem þjóna ákveðnum vörnum. Ef þú drekkur AB mjólk reglulega, hjálpar þú meltingunni að starfa rétt og framleiða nægilegt magn af vina- legum bakteríum til að meltingin starfi ákjósanlega. Að auki má ekki gleyma vatninu en sú vísa er sjaldan of oft kveðin. margret@bladid. net Polarolje Selolía frá Noregi " ■ Þórhanna Guðmundsdóttir Skrifstofumaður hjá S(BS „Ég hef verið með exem og þurra húð höndum, eftir að ég fór að taka inn Polarolje er húðin á mér eins og silki Ég get því mælt með Polarolje" Niðurstöður kliniskra rannsókna sem prófessor Arnold Berstad við Haukeland háskólasjúkrahúsið i Noregi framkvæmdi sýna að olían hefur áhrif á: - Ónæmiskerfið - Gigt - auma og stífa liði - Sár og exem - Maga- og þarmastarfsemi - Hárvöxt og neglur - Kólestról og blóðþrýsting Fæst í öllum apótekum og heilsubúðum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.