blaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
OTTI VIÐ UMRÆÐU
Jónína Bjartmarz, þingkona Framsóknarflokksins, gerir í samtali
við Blaðið á laugardag ágætlega grein fyrir því hversu erfitt það yf-
irleitt er að stuðla að skynsamlegri umræðu um grundvallaratriði
á íslandi.
I samtalinu segir Jónína frá þeim viðbrögðum sem skýrsla nefndar
sem við hana var kennd hefur vakið. I skýrslu þessari er m.a. imprað á
því að rétt kunni að vera að hefja umræðu um hvort gefa beri þeim sem
efni hafa og áhuga tækifæri til að greiða sérstaklega fyrir læknisþjón-
ustu. Með þessu móti mætti m.a. stytta biðlista eftir aðgerðum.
Stórundarlegri umræðu á alþingi um efni skýrslunnar lauk með því
að Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, lýsti því yfir að full pólitísk
sátt ríkti um það á íslandi að ekki kæmi til greina að gera slíka breyt-
ingu á heilbrigðiskerfinu. Óþarfi væri því að ræða þennan möguleika
frekar; aðeins ætti eftir að „jarða" þessa hugmynd.
Líkt og fram kemur í samtalinu við Jónínu Bjartmarz í Blaðinu lagði
nefndin sem hún fór fyrir aldrei til að þessi leið yrði farin til að mæta
síaukinni fjárþörf heilbrigðiskerfisins. Nefndarmenn gerðust einungis
svo djarfir að benda á að þennan möguleika mætti ræða. Viðbrögðin
urðu á hinn bóginn nánast ofsafengin með tilheyrandi útúrsnúningum
og hreinum tilbúningi. „Það koma oft á ári upp tilefni til að taka ábyrga
og skynsama umræðu um þessi mál en þeim tækifærum hefur því miður
verið ýtt út af borðinu,” segir Jónína Bjartmarz í fyrrnefndu samtali.
Þessi niðurstaða Jónínu er rétt og þakka ber henni fyrir að hafa af-
hjúpað þá algjöru stöðnun sem einkennir alla nálgun stjórnmálastétt-
arinnar þegar tilefni gefast til að ræða raunveruleg stórmál. Við öllum
blasir að taka þarf á þeim mikla vanda sem fylgir síaukinni fjárþörf
innan heilbrigðiskerfisins. íslenskir stjórnmálamenn hræðast einfald-
lega þá umræðu.
Sérstaka athygli vekja þau ummæli Sivjar Friðleifsdóttur að allir
flokkar á þingi séu sammála um að ekki komi til álita að taka upp „tvö-
falt kerfi“ í heilbrigðisþjónustu á íslandi. Slíkt kerfi er vitanlega þegar til
staðar þar sem Tryggingastofnun niðurgreiðir ekki öll læknisverk sem
framkvæmd eru í landinu. Yfirlýsing heilbrigðisráðherra hlýtur því að
teljast í meira lagi furðuleg.
Og er það rétt að full sátt ríki um að hafna beri þeim möguleika að
gefa almenningi kost á að greiða fullt verð fyrir læknisþjónustu? Hefur
einhver stjórnmálamaður hugrekki til að opinbera efasemdir um það?
Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar almennings hafi aftur og aftur
þau úrræði ein að herja á skattgreiðendur?
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjariind 14-16,201 Kópavogur.
ASalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur.
I/ildarþjónusta fyrirtækja
spb»
550 2000 | www.sph.is
Við leggjum áherslu á
langtímasamband og
sérhæfðar lausnir sem taka
mið af sérstökum
aðstæðum og starfsumhverfi
viðskiptavina okkar.
SPH - fyrir þlg og fyrirtækið!
Auglýsingar «1 I U «J /
blaöiö
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 blaðið
TKER &, W VERirtJlc w WLRfifl
íiNKVERJU f LÝOlfW.
tESSi STE&GUR &RF
FiSK,BR«Uíi OGVÍR
ÉG&AF FAKE Tfl N, SpUATS
OG HÁRFrí>iTOARKREM.
EN Þlí BfiiUR KðLK'l
BflW UPP'a M HjflLPfl
5ÉR SJÍLTT "s
Lög og réttur
Einar elstu heimildir, sem við
höfum um menningu fornaldar,
sýna að frá öndverðu hefur
manninum verið hugleikið að
eiga og virða lög. Þau eru enda
grundvöllur siðaðs samfélags, að
ganga megi út frá lágmarksskil-
málum um breytni mannanna
og viðurlögum ef út af bregður.
Lögin komu til með ýmsum
hætti. Sum þeirra komu á
steintöflum frá upphæðum
Sínaí-fjalls, önnur voru sett af
konungum og um enn önnur
myndaðist hefð. Lögin ein og
sér dugðu þó ekki til, því einnig
varð að tryggja að rétt væri farið
með þegar álitaefnin komu upp
og eins að við lagabrotum væru
viðurlög. Bæði til þess að vera
mönnum víti til varnaðar, en
eins þekkja menn það úr sínu
daglega lífi að séu menn ábyrgð-
arlausir af athöfnum sínum fara
þeir sínu fram.
Engum lotið nema lögunum
Frá öndverðu var það hins vegar
svo að sumir voru hafnir yfir lögin,
oftast kóngar og hyski þeirra, en
víðast var það svo að áhrifamenn
nutu margs konar friðhelgi. Það
var því gífurlegt framfaraskref
þegar Englendingar skikkuðu kon-
unga sína til þess að lúta lögunum
líka. En það má líka minna á að hér
á Islandi höfðu menn áður komist
að ekki síðri niðurstöðu: Hér höfðu
menn engan kóng nema lögin. Þeim
urðu allir að lúta. Hitt er svo önnur
saga að það ástand varði ekki að ei-
lífu eins og menn þekkja.
Lögin eru hins vegar lítils virði
ein og sér ef ekki er réttur. Þess
vegna leggja menn enda slíkt of-
urkapp á að viðhalda sjálfstæði
dómsstóla, svo þeir séu engum
háðir nema lögum og rétti. I því
felst mikil trygging lýðréttinda
og án þess væri lýðræðið ekki
mikils virði. í því samhengi er
svo hollt að í lýðræði felst ekki að
meirihlutinn ráði hverju sem er.
Það hafa menn raunar stundum
Andrés Magnússon
reynt sér til miska, en jafnan kom-
ist að því að fátt er frelsi manna
til lífs, athafna og eigna hættara
en múgræðið. Múgurinn er enda
auðæst og hvikul skepna. Ein-
mitt þess vegna höfum við valið
þá leið að eftirláta dómstólum að
komast að hinu rétta og réttláta
af íhygli og lögunum einum.
Skoðanakönnun í dómarasæti
I þessu ljósi er athyglisvert að sjá
hvernig Baugsmenn birta nú skoð-
anakönnun, sem leiðir í ljós að þorri
svarenda telur réttast að láta Baugs-
málið niður falla af hálfu ákæru-
valdsins. Þá ákvörðun er ekki hægt
að skilja öðru vísi en sem tilraun til
þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku
í réttarkerfinu. Verið er að senda
handhafa ákæruvaldsins skilaboð
og sjálfsagt þætti Baugsmönnum
ekki verra ef hæstaréttardómarar
læsu þau yfir líka. Það hefur hins
vegar ekkert með lög og rétt að
gera.
Þar sem ég las þetta yfir rifjað-
ist upp fyrir mér skarpskyggnis-
leg athugasemd Gunnars Smára
Egilssonar, forstjóra Dagsbrúnar,
sem hann kom á framfæri í sinni
ágætu og upplýsandi bók Máls-
vörn mannorðsmorðingja. Þar
benti hann á að í gervallri Biblí-
unni væri aðeins minnst á eina
skoðanakönnun. Þar hafði Barr-
abas sigur.
Þegar mál eru fyrir rétti
skiptir það alla máli, sakborn-
inga jafnt sem ákæruvald, dóms-
valdið sem almenning, að þar sé
aðeins fjallað um málið sjálft,
en inn í það blandist ekki aðrir
hagsmunir, hvort sem það er
pólitík eða viðskipti. Fyrir borg-
ara landsins og réttarríkið sjálft
skiptir nefnilega höfuðmáli að
enginn geti efast um að í dóms-
kerfinu séu kveðnir upp rétt-
látir dómar. Að ekki sé minnsti
grunur um að menn geti keypt
sér grið með brauði og leikum.
Eða skoðanakönnunum.
Höfundur er blaðamaður.
Klippt & skorið
Fréttaflutningur Morgunblaðsins af
(slenskum fjármálamarkaði undan-
farnar vikur hefur vakið mikla athygli
og gífurleg viðbrögð, bæði í bankaheiminum
og einnig á öðrum vettvangi. Viðbrögðin hafa
þó verið mun harkalegri en flestir hafa gert
sér grein fyrir ef marka má lýsingar höfundar
Reykjavíkurbréfs í systurblaðinu í gær. Er
engu líkara en að umsátursástand hafi verið
um blaðið og við lesturinn sá Klippari fyrirsér
helstu stríðskappa íslenska bankakerfisins
akandi hring eftir hring umhverfis Morgun-
blaðshöllina í halarófu gljáfægðra Hummera,
Porsche Cayenne og Range Rovera. En Moggi
svarar fjármálafurstunum fullum hálsi og seg-
ist áfram munu segja fréttir af fjármálalífinu,
jafnvel þó svo að þær séu ekki allar til þess
fallnarað mæra snilli kaupahéðna Kauphallar-
innarog bankanna.
Við lesendum Fréttablaðsins í gær
blasti heilsíðuauglýsing frá helstu
eigendum blaðsins, þeim Jóni Ás-
geiri Jóhannessyni, for-
stjóra Baugs, föður hans
og systur. Þar lýstu þau
þakklæti til allra, sem
stutt hefði þau í raunum
undanfarinna ára, „þau
fjögur ár sem málaferlin
yfir okkur hafa staðið." Nú
stóðu málaferlin raunar
ekki nema í rúmt misseri,
þó rannsóknin hafi tekið mun meiri tíma. Það
er þó ekki það tímatal, sem er athyglisverðast
í auglýsingunni, heldur sú staðreynd að auglýs-
ingin er ekki birt fyrr en tæpum tveimur vikum
eftir sýknuna og hefur það yfirbragð að mál-
inu sé einfaldlega lokið, að baki og búið.
klipptogskorid@vbl.is
Pessi auglýsing Baugsmanna var þeim
mun skrýtnari í Ijósi þess að á hinni síðu
þessarar opnu Fréttablaðsins blasti við
niðurstaða úr vefkönnun á Vísi, vefmiðli Baugs.
Spurt var „Á að halda rannsókn Baugsmálsins
áfram?" en því svöruðu 78% játandi, en 22%
neitandi. Nú er það raunar svo að vefkannanir
af þessu tagi tekurenginn hátíðlega. Eða hvað?
Á sunnudagseftirmiðdegi sneri Hjálmar Blöndal,
blaðafulltrúi Baugs, til vinnu til þess að senda út
þessa mikilvægu fréttatilkynningu:
„Fréttablaðið hefur staðfest,
að við birtingu blaðsins
í dag á niðurstöðum úr
könnun um rannsókn Baugs-
málsins á vefmiðlinum Visir.
is, hafi þau mistök orðið að
niðurstöðum varsnúið við."