blaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 17
blaðið MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 i 25 Kemur mikill svefn niður á heilsunni? Ótímabær dauðsföll eru sjaldgæf- ari meðai fólks sem aðeins fær sex til sjö tíma svefn á nóttu en þeirra sem fá átta tíma svefn. Þetta eru niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar sem stóð í sex ár og meira en milljón fullorðnir ein- staklingar tóku þátt í. Því hefur oft verið haldið fram að stór hluti Bandaríkjamanna eigi við svefnleysi að stríða og um fjórðungur þeirra neyti svefnlyfja eða annarra meðala til að sofna á kvöldin. Daniel Kripke prófessor í geð- lækningum við Kaliforníuháskóla í San Diego segir tíma til kominn fyrir landa sína að vakna. Gamla viðkvæðið um að Bandaríkjamenn séu vansvefta komi einkum frá fólki sem njóti stuðnings lyfjafyrirtækj- anna eða eigi annarra hagsmuna að gæta. „Þeir telja að með því að gera fólk áhyggjufullt vegna svefnleysis muni þeir auka tekjur sínar,“ sagði Kripke í viðtali við vísindaritið LiveScience á dögunum. Neysia hefur stóraukist Sala á svefntöflum hefur aukist mjög í heiminum á undanförnum fimm árum og er það einkum þakkað markaðssetningu á nýjum lyfjum sem hægt er að kaupa án lyfseðils og eru ekki jafnávanabindandi og eldri lyf. Neysla svefnlyfja varasöm Fjöldi fullorðinna á aldrinum 20-44 ára sem nota svefnlyf tvöfaldaðist frá árunum 2000-2004 og talið er að notkun þeirra muni aukast enn frekar á næstu árum. Meiri svefn tryggir þó engan veg- inn betri heilsu og það gera fleiri svefntöflur ekki heldur. Niðurstöður rannsóknar sem Kripke stjórnaði og náði til meira en milljón manns á aldrinum 30 til 102 ára leiddi í ljós að dánartíðni fólks sem aðeins fær 6-7 stunda nætursvefn var lægri en þeirra sem fá átta tíma svefn. Kripke sagði jafnframt að hættan sem væri í því fólgin að nota svefn- töflur 30 sinnum eða oftar í mánuði væri ekki miklu minni en hættan sem fylgi því að reykja pakka af síg- arettum á dag. Þeir sem sofa lítið njóta meiri velgengni Þeir sem tóku svefntöflur á hverju kvöldi voru í meiri hættu á að hljóta dauðsfall af en þeir sem tóku þær stöku sinnum. Þeir sem tóku þær aðeins stöku sinnum voru þó í 10 til 15% meiri hættu á að deyja en fólk sem aldrei notaði slíkar töflur. í bók sinni, Hin dökka hlið svefnlyfja, sem aðgengileg er á Internetinu, segir Kripke að neysla svefnlyfja sé ókeypis til >1x111 heimila og fyrirtækja alla virka daga FRJÁLST ÓHAÐ blaði&= varasöm jafnvel í litlu magni. Hann segir að ekkert bendi til þess að sá sem sofi í átta tíma á nóttu standi sig betur en sá sem aðeins fær sex til sjö stunda svefn. Jafnframt segist hann gruna að fólk sem sofi minna en meðalmaðurinn þéni meiri peninga og njóti meiri vel- gengni í lífinu. Ný rannsókn bendirtil að heiisusamlegra sé að sofa í aðeins sex til sjö stundir á nóttu en í átta stundir. Sama rannsókn leiðir í Ijós að neysla svefnlyfja getur reynst varasöm, jafnvel í litlu magni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.