blaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 blaðið 16 i Elstu trén í Reykjavík yfir hundraö ára Lítið skjól, skortur á áburði og ófrjór jarðvegur gerðu rœktun erfiða í höfuðborginni fyrr á tímum. VTLTU SKJOL A VERÖNDINA? MARKISUR www.markisur.com mrtemm Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar Z E D R U S persneskar mottur / húsgögn / gjafavörur Hlíðarsmára 1 i S. 534 2288 Garðrækt á höfuðborgar- svæðinu hófst í kringum 1880 en það var Christian Schierbeck, þáverandi landlæknir sem hóf ræktun matjurta á íslandi. Vitað er að landnámsmenn ræktuðu korn en ræktun virðist hafa fallið niður á miðöldum. Blaðamaður ræddi við Guðríði Helgadóttur forstöðumann starfs- og endurmenntunardeildar Land- búnaðarháskóla fslands um sögu garðyrkju á íslandi. „Christian blöskraði gróðurleysið á landinu en hann var áhugamaður um ræktun og hóf ræktun matjurta en fyrir þennan tíma hafði matjurtarflóra landsins ekki verið mjög fjölbreytt. Þær matjurtir sem voru ræktaðar fyrir þennan tíma voru kartöflur, rófur, sólber og rifsber en Christian jók fjölbreytnina og ræktaði allskonar káltegundir og breiddi út þekkingu á matjurtum. Eftir að Christian hóf matjurtarræktun fór fólk að setja niður matjurtir í görðum sínum.“ Guðríður segir fslendinga hafa verið lengi að taka við sér í nýtingu þeirra jurta sem uxu villt í náttúrunni og nefnir sem dæmi að ekki sé langt síðan við fórum að tína sveppi til matargerðar. Ræktun gekk illa í byrjun „f upphafi síðustu aldar var þéttbýlismyndun að hefjast í Reykjavík og það var fólki mikið kappsmál að rækta matjurtir fyrir sig og sína.“ Guðríður segir að ræktun á þessum tíma hafi ekki verið auðveld. „Það var erfitt að finna skjól, jarðvegurinn var ekki góður til ræktunar og lítið var til af áburði. Fyrsta gróðrarstöðin á íslandi var við hlið lóðarinnar þar sem Landspítalinn við Hringbraut stendur nú enþað var Einar Helgason ræktunarráðunautur sem rak hana. í kringum 1940 fara gróðrarstöðvar að spretta upp í Reykjavík og þar voru sumarblóm, tré og runnar ræktuð ásamt kálplöntum og grænmeti. Þegar leið á öldina fækkaði gróðrarstöðvum í Reykjavík en þær voru ýmist lagðar niður eða fluttar annað vegna þess að rýma þurfti fyrir nýbyggingum á svæðinu. f dag eru gróðrarstöðin Mörk og Ræktunarstöð Reykjavíkur í Fossvogi einu stöðvarnar sem eftir eru af þeim upprunalegu.“ Elstu trén eru í miðbænum Guðríður segir að lengi framan af síðustu öld hafi verið erfitt að rækta tré á fslandi og þau tré sem voru í görðum á þessum tíma voru innflutt frá Danmörku. „Þegar leið á öldina hófu fslendingar trjárækt og ræktuðu tegundir eins og víði, birki og reynivið en fura og greni áttu sitt blómaskeið síðar. Guðríður segir elstu tré Reykjavíkur vera í miðbænum og bætir við að tré á horni Vonarstrætis sé líklega meðal þeirra elstu.“ Elstu garðarnir standa við Laufásveginn en þeir eru sumir frá því fyrir aldamótin 1900. Fyrstu aspirnar komu til landsins árið 1945 og þrifust vel til að byrja með. í apríl árið 1963 gerði mikið hret og þá féll hitastig um 20 gráður á skömmum tíma. Þetta hafði það í för með sér að aspirnar sprungu eftir endilöngu og drápust í stórum stíl. Þetta var mikið áfall fyrir ræktunarfólk en í kjölfarið voru fluttar inn aspir sem þoldu hitabreytingar betur.“ Guðríður segir mismunandi gerðir aspa henta fyrir hvern landshluta vegna þess að veðurfar sé ólíkt eftir landshlutum. „Til að byrja með var öspin gróðursett þétt vegna þess að menn gerðu sér ekki grein fyrir því hversu stór hún yrði. Einn stór galli á öspinni eru rætur hennar sem liggja grunnt í jörðinni og geta sent frá sér sprota. Rætur asparinnar geta orðið mjög stórar og geta sprengt upp malbik og rör en þetta er leið asparinnar til að leita sér að næringu. Þar sem fleiri en ein ösp standa saman ná rætur þeirra oft að vaxa saman og deila því æðakerfinu. Þetta getur haft þær afleiðingar að ef ein ösp er drepin drepast þær sem eru næstar. Gömul og fágæt tré eru friðuð Tré í ákveðinni hæð og af ákveðinni tegund eru friðuð. Þessi tré má ekki höggva og er gamall hlynur dæmi um trjátegund sem er vernduð.“ Guðríður segir að garðrækt hafi hafist á svipuðum tíma á Akureyri og í Reykjavík en ræktunarskilyrði eru að mörgu leytibetri fyrir norðan þar sem kalt er á veturna og hlýtt á sumrin. „Þessi veðurskilyrði eru ekki ósvipuð meginlandsloftslagi sem trén rekja uppruna sinn til og hentar því betur til ræktunar þeirra.“ hugrun@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.