blaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 blaðið 2 I INNLENDAR blaöi< Baejarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Verðhækkun á eldsneyti Olíufélagið hækkaði eldsneytisverð í gær. Lítrinn af bensíni hækkar um 2 krónur, en af dísil- og gasolíu um í krónu. Algengasta verð í sjálfsaf- greiðslu á 95 oktana bensíni á höfuð- borgarsvæðinu er nú 119,40 krónur og á dísilolíu 115,50 krónur. Fjör í sundi Þau Maren Lóa, Ása Karen, Gauti Níeis og Aldís létu framkvæmdir við Kópavogslaugina lítið trufia sig í blíðunni í gær. Þau renndu sér úr myrkviðum rennibrautarinnar til móts við vatnið og ekki síður sólina sem yljaði borgarbúum eftir kuldakast dagana áður. Þriggja ára fangelsi fyrir líkamsárás og morðhótanir mbl.is | Hæstiréttur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann, Hákon Örn Atlason, í þriggja ára fangelsi en maðurinn var m.a. ákærður fyrir hættulega líkamsárás með hafnaboltakylfu og fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað lögreglufulltrúa og fjölskyldu hans ofbeldi og lífláti. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða manninum sem hann réðist á rúma eina milljón króna í miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað, samtals um 1,7 milljónir króna. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður dæmt manninn í 18 mánaða fangelsi en Hæstiréttur þyngdi þá refsingu. Maðurinn var sakfelldur fyrir alvarlegalíkamsárás sem framin var á þjóðveginum í Öxnadal í ágúst árið 2004 en hann var ákærður fyrir að slá annan mann eitt eða fleiri högg í höfuðið með hafnaboltakylfu. ísland álitlegur kostur Forsvarsmaður veðmálasíðunnar betsson.com kveðst ekki hafa brotið íslensk lög. Fyrirtœkið löglegt ogskráð í sœnsku kauphöllinni. Forsvarsmenn vefsíðunnar bets- son.com segjast ekki líta svo á að þeir hafi gerst brotlegir við íslensk lög. Auglýsingarnar frá veðmála- fyrirtækinu hafa birst í fjölmiðlum hér á landi að undanförnu og er lögregla að athuga hvort þær stand- ist lög. Hörður Jóhannesson hjá Lögreglunni í Reykjavík staðfesti það við Blaðið og taldi hann líklegt að málið varðaði lög um happdrætti. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem býður viðskiptavinum að taka þátt í fjárhættuspilum í gegnum Netið, segist ekkert hafa heyrt frá ís- betssorr C /gii^ W lenskum yfirvöldum vegna málsins. Anders Holmgren, framkvæmda- stjóri Betsson, segir í samtali við Blaðið að fyrirtækið hafi séð álit- legan kost í því að hasla sér völl hér á landi og því hafi verið ákveðið að Vildarþjónusta Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. SPH - fyrir þig og fyrirtækið! spbs* 5502000 | www.sph.is láta þýða vefsíðuna á islensku. „Sam- keppnin er ekki mikil á íslandi og við sáum þarna gott tækifæri til að ná til nýrra viðskiptavina." Að- spurður um hvernig viðtökur Is- lendinga hafi verið sagði Anders of snemmt að segja til um það. „Við höfum hins vegar heyrt af því að nokkuð hafi verið fjallað um okkur i fjölmiðlum á íslandi síðustu daga, sem er gott.“ Löglegt fyrirtæki Anders segir Betsson vera löglegt fyrirtæki sem sé aðeins að borga íslenskum fyrirtækjum fyrir að markaðssetja sig. „Við erum ekki að gefa neitt út á íslandi og ég get ekki séð að við séum að brjóta af okkur.“ Hann segir að ef það er ólöglegt að auglýsa slíka starfssemi þá verði yfir- völd að eiga það við þá aðila sem hafa birt auglýsingarnar. Betsson.com er með leyfi fyrir starfssemi sinni á Englandi og Möltu. Fyrirtækið er skráð í sænsku kauphöllinni undir nafninu Cherry og alls eru starfs- menn þess um 800. „Ég get ekki séð að við séum að brjóta neitt af okkur,“ segir Anders sem segist hlakka til að koma í heimsókn til íslands. „Vonandi mun lögreglan hleypa mér inn í landið!" Leitað að stjörnu Kvikmyndafyrirtækið Kisi er að hefja framleiðslu á ævintýragrínmyndinni Astrópíu innan skamms, en vantar enn aðalleikkonuna og ýmsa leikara aðra í stórum hlutverkum og smáum. Til þess að finna þessar framtíðarstjörnur stendur Kisi fyrir opinni áheyrnar- prufu á sunnudag, 2. aprfl, og fer hún fram í versluninni Nexus að Hverfisgötu 103. Pruf- urnar hefjast kl. 10.00 að morgni og standa til kl. 17.00. Þær eru opnar atvinnuleikurum jafnt sem áhugafólki frá 17 ára aldri og upp úr. Astrópia fjallar um samkvæmisstúlkuna Hildi, sem fer af illri nauðsyn að vinna í búð, sem sérhæfir sig í hlutverkjaleikjum og hasarblöðum. Áður en varir heillast hún af ævintýraheimi hlutverkaleikja og skilin milli hans og raunveruleikans verða óskýrari og ofurhetjan vaknar. Er ferming, afmæli, brúðkaup eða veisla framundan... Mikið úrval af ómótstæðilegum eftirréttum. Kíktu á okkur á sýningunni MATUR 2006 í Fífunni, Kópavogi um helgina, 1. og 2. apríl. DANCO HEILDVERSLUN Sími: 575 0200 - Melabraut 19 - Hafnarfiröi - www.danco.is O Heiðskírt 0 Léttskýjað Skýjað Aiskýjað Rigning, litilsháttar Rigning Súld Snjókoma Slydda Snjóél \jj ! Algarve Amsterdam 12 18 Barcelona 13 ■ -6°j; ^ Berlín 13 Chicago 14 Oublin 10 Frankfurt Glasgow 12 08 Hamborg 10 -2° ^ Helslnki 01 Kaupmannahöfn 06 QiP London Madrid 13 21 Mallorka 19 v 2° „ . Montreal 05 New York 08 Orlando 17 Osló 01 París 14 Stokkhólmur 0 Veðurtiorfur í dag kl: 15, Vín 15 Veðursíminn 902 0600 Þórshöfn 03 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands -2°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.